Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.01.1959, Qupperneq 20
sterkur blær ramms og nöturlegs veruleika og drama- tískur þungi mikilla örlaga. Hef ég síðan vænzt þess, að frá Lofti kæmi leikrit, þar sem honum hefði tekizt að skapa heild, sem hefði á sér hin tvennu og tvíeinu einkenni þessa þáttar. Slíkt leikrit hefur enn ekki séð dagsins ljós hér á Jandi, en liressandi væri að eitthvert af Jiinum ungu skáldum tækju liinn hversdagslega, napra og hrjúfa og um leið örlögþrungna veruleika fastatölí- um í leikritsformi, svo mjög sem nú er fitlað við vætlds- verð viðfangsefni í íslenzkum bókmenntum — með er- lent, óraunhæft og frekar apakattarlegt listrænt föndur að fyrirmynd. Sum gamanleikrit Lofts hafa skemmt mér eins og þúsundum annarra íslendinga, og þó að hann leggi þar einkum áherzlu á að bregða á leilt, er þar mildð af verulega spaugilegri hugkvæmni og skemmtilegum tilsvörum, og raunar er þar víða grunnt á höfuðþáttunum í eðli og skapgerð þessa þjóðkunna spéfugls, en þeir eru djúp alvara og rótgróin óbeit á allri ónáttúru, öllu fölsku, lognu og yfirborðslegu og innileg samúð með hverju því, sem vitnar um eðlilega tjáningu þess, sem er satt, hreint og upprunalegt í fari mannanna, öllu, sem gefur rétt til að vona að þeir eigi almennt, þrátt fyrir öll sín afglöp og öll sín hermilæti, möguleika á að finna sér hamingju á vettvangi raun- sannrar viðleitni til aukins þroska og menningar. Drengjasögur Lofts eru með því bezta, sem til er á því sviði í íslenzkum bókmenntum. Þær eru skemmti- legar, ævintýralegar, jálcvæðar frá uppeldislegu sjónar- miði, en samt yfir mörgum atburða- og mannlýsingum raunhæfur veruleikablær. Mér eru til dæmis minnisstæð- ar persónur eins og Brandur á Neðri-Heiði, Þórdís á Giljum og Þorsteinn gamli á Árbakka úr sögunni Frá steinaldarmönnum að Garpagerði. Þessar drengjasögur benda mjög ákveðið til þess, að Lotur geti skrifað skáldsögur, sem hafi á sér ríkan blæ hins lifandi og stritandi mannlífs, og líklegar væru til að styðja að þróun þess í íslenzku skapferli og menningu, sem Lofti er hjartfólgið, en hnignun hins, sem er eitur í hans beinum. Annars hefur skáldgáfa Lofts einkum hneigzt að meira og minna táknrænu tjáningarformi — og persónu- leiki hans frekar að typtun en handleiðslu. Og það vopn, sem hann hefur fyrst og fremst valið sér, er hinn sveigi, gljáfægði, en eigi að síður oddhvassi og eggbitri brandur háðsins. í hermiljóðum sínum gerir hann oft hvort tveggja: að spotta sitthvað það í hinni nýju ljóðagerð okkar, sem er andkannalegt, ónáttúrlegt og einskisvert hermi- fálm eftir frumleik — og ráðast á ýmislegt í háttum, siðum, máli, yfirborðsmennsku og skipulagsbjástri. Ætt- jarðarljóð okkar frá 19. öldinni báru mörg blæ sannrar aðdáunar á fegurð íslenzkrar náttúru og einlægrar trú- ar á möguleika þjóðarinnar til meiri menningar og betri lífskjara. Hvernig mundu svo til dæmis þau glæsilegu ungmenni túlka aðdáun sína á landinu, sem fást til að standa suður í Vatnsmýri eins og nautgripir á sýningu og láta mæla á sér læri og lendar? Loftur hefur — í orða- stað Leifs Leirs — ort kvæði, sem heitir Þú land mitt: „Þú land mitt með háfjöllin hvítpúðruð snjó og heilmikinn lillaðan plastíksjó og póleruð svell og penan mó og praktískan gljúfrafoss. Með logandi sætar silungsár og sallafín blóm og daggartár og agaleg hraun og glannagjár og gírastirð jeppahross. A hrottaspani um húmsins ós taka hott og jitterbugg norðursins ljós, en ungi bóndinn fer út í fjós og æfir sinn þýzka ræl. I snarkreisý geimi fer rokið á rúss með rigningarkokkteil og slyddusjúss; og kraphríðarsnapsa og kornéljasnúss; — ókey, — það er allt í stæl. Ælövvjú, ælövvjú, ljósa vor, með lindaslagara í hlíðarskor og blíðvindajass og spóaspor og spinngalar ástarþrár. En kvöldroðans smarta geislaglit grísar út skýin með varalit, og öldumar glápa alveg bit á ólifðra drauma sár.“ Á þessari miklu músík-, atómljóða- og bílaöld virð- ist svo ekki úr vegi að birta til viðbótar eftirfarandi kvæðiskorn, sem lýkur með ofurviðeigandi ósk: Yrelude: Um holótta braut æðir hugar míns jeppi á hamslausum flótta undan skottinu á sjálfum sér, skrensandi á beygjum og skjálfandi af ótta; ó, helmyrka, váþrungna örlaganótt allra örlaganótta... Fuga: Brotinn á hvolfi í hraunjaðars urð liggur hugar míns jeppi, teygir upp hjólin í hljóðri bæn eins og hræddur seppi; ó, — færi nú kranabíll fram hjá, sem ætti erindi að Kleppi... Hinir Brotnu pennar Lofts hafa ekki átt sinn líka meðal neinna þeirra skop- eða skemmtipistla, sem ís- lenzkir blaðamenn hafa skrifað. Oft varð mér að orði, þegar ég las þá dag eftir dag, fulla af kostulegustu hug- kvæmni, hnyttnu skopi og svíðandi háði: En sú upp- spretta, sem þessi háðfugl hefur af að ausa! Og hver gleymir persónum eins og Filippusi hreppstjóra Bessa- syni, frú Dáfríði Dulheims, Jóni Gangan, Leifi Leirs og Bjössa litla? Afér þætti ekki ólíklegt, að þeim yrði fagnað, ef Loftur tekur upp á að sýna okkur, að þau séu enn við fulla heilsu, og dytti honum í hug að gefa 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.