Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 21

Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 21
út úrval af því, sem þessir sérkennilegu, en þó sannar- lega eðlilegu vinir okkar hafa til okkar talað, mundi sú bók sóma sér mæta vel sem einstakur spé-spegill síns hlálega og afkáralega tíma. Þá er ég kominn að Jónsmessunæturmartröð, merk- asta ritverki Lofts fram að þessu. Sú bók er róttækasta og víðfeðmasta ádeilurit, sem skrifað hefur verið á íslenzku. Hún mundi á köflum og jafnvel sem heild fulltorræð, stíllinn víða of þungur og íburðarmikill, hið táknræna stundum full flókið, oft ekki æskilegt fiug í rás atburðanna — og auk alls þessa ekki nægilegu lífi blásið í hinar meira og minna tákn- rænu persónur. En þrátt fyrir allt þetta er bókin full af frábærri hugkvæmni, af orðkyngi, hnyttnum tákn- rænum hliðstæðum við blákaldan veruleika dagsins í dag, af logandi spotti, af svíðandi hatri og ískaldri fyrir- litningu á allri hinni tízkubundnu ónáttúru, — hræsn- inni, tilgerðinni, fégræðginni, æsingafíkninni og hinni fölsku og innantómu hefðarmennsku, — og sannarlega er það hressandi að komast að raun um, að íslenzkur rithöfundur eigi slíkt hugarflug, slíkt skap, slíka þörf til róttækrar gagnrýni og slíka dirfsku, sem þessi bók leiðir í ljós. Og víst er það talandi tákn þess andvara- leysis, þess heljardoða, sem ríkir um grundvallarvel- ferðarmál þjóðarinnar, að þessi skáldsaga skuli ekki ann- ars vegar hafa vakið heift, en hins vegar gefið tilefni til alvarlegra varnaðarskrifa. íslenzka þjóðin hafði um aldir orðið að sæta þröng- urn kjörum og átt lítilla kosta völ, búið við einangrun og fásinni og kúgun og arðrán erlendra aðila. Allur þorri manna var svo fátækur af þessa heims gæðum sem hugsazt gat. Margur er enn á miðjum aldri, sá, er man vorsveltu og hálfgildings klæðleysi. En þjóðin átti sér grundvallarverðmæti, sem hvorki einangrun, kúgun né bjargarleysi fékk svipt hana, — rótgróna aðdáun á manndómi og sönnum höfðingshætti og hneigð til iðk- unar þjóðlegra fræða og kveðskapar, verðmæti, sern voru gulltryggð fornum sögum og skáldskaparmáli. þessi verðmæti gengu frá manni til manns, frá föður til sonar, frá móður til dóttur — í hreysi jafnt og höfð- ingssctri, og það er hljómur erfðagullsins, sem endur- ómar öðru hverju upp úr hugarfylgsnum sögumanns- ins í Jónsmessunæturmartröð, — sker sig jafnvel gegn- um ýlfran sönghundanna frægu, sem spangóla Ave María eftir Schubert, og öskur górilluapans á torginu. Og það er þessi endurómur, sem vekur upp minning- arnar um Gunnlaugs sögu og Eglu og veldur því, að það eru þó íslenzkar ferskeytlur undir rímnastemmum, sem verða þrátt fyrir allt hið mikla „númer“, sem hinn mjög auglýsti trúður flytur lýðnum. Þjóðinni íslenzku mátti heita í einu vetfangi svipt inn í hringiðu heimsviðburða og fjölhliða tækni. Henni voru fengnir flugdrekar og lúxusbílar, trukkar, jarðýt- ur, vegheflar og skurðgröfur og rafmagnstæki alls kon- ar; vfir hana var þeytt skæðadrífu af dollurum og pund- um; henni voru fengin dýr og litrík föt yzt sem innst, pell, purpuri og safalaskinn, skínandi hringar og men, festar og dinglumdangl; henni voru veitt margvísleg lífsþægindi, — dúkað fyrir hana borð með krásum og dýrum drykkjum með framandlegum nöfnum; henni voru fengnar tómstundir og jafnvel við hana sagt: það er enginn að biðja þig að vinna hörðum höndum, bara þú sýnist vinna; henni voru sýnd á hvítum tjöldum öll ríki veraldar, dýrð þeirra og djöfuldómur, og í þögn- inni vönum eyrum hennar voru látnir duna slagarar, alheimsins jass og rómaðar sinfóníur og fúgur. Og unga fólkinu var kennt að njóta líkama síns, mettaðs af kjarngóðri fæðu og ólgandi af fjöri og hreysti . . . En hver hirti um að miðla hinni glæsilegu ungu kynslóð erfðagullinu og kenna henni að meta það og ávaxta, leita þrótti sínum svölunar í viðfangsefnum, sem veita varanlega nautn og verðmæti, sem ekki verða frá nein- urn tekin? Við vitum öll, hvert stefnt er. Við vitum, að líkam- inn, hin blinda holdslyst, lúnn villti kraftur, hinar æstu, ótömdu fýsnir, rifnar úr tengslum við menningu og siðferði, er það, sem við er gælt sem hina einu allsherj- aruppsprettu gleði og lífsnautnar, er það, sem allar hin- ar mörgu gróðahýenur þjóðfélagsins rniða við með glæstum árangri sínar gullnu vonir, með svo glæstum árangri, að jafnvel hefur ekki annað þótt hlíta en að til þjónustu við góð og göfug málefni væri farið inn á hinar sömu gróðaleiðir, svo að mjög minnir á það til- tæki kaþólsltra á þeirra niðurlægingarskeiði að halda til ágóða fyrir sjálfa heilaga kirkju þær gleðikonur, sem Jón sálugi Indíafari kallaði kirkjuhórur. Það furðulega, afltáralega og ónáttúrlega er glæst og rómað, freklegur hávaði í alls konar trumbum og blikkdrasli, skræpulegir litir, fáránlegar hreyfingar og óeðlileg og blygðunar- laus tilbeiðsla nakinna forma karla og kvenna, með til- heyrandi mælingum og vogarmati, svo sem þegar hvert annað kjöt er metið og vegið á blóðvelli. Og framand- leg dýr og fáránlegar sjónhverfingar og hundakúnstir, at og átök reynast hafa frábært aðdráttarafl. Allt þetta — ásamt bókstafsþrælkun barnanna og svæfingarstofn- unum í Alþingishúsinu — á sér sín tákn í Jónsmessu- næturmartröð Lofts Guðmundssonár — og væri sú rit- gerð meira en nóg til að fylla hverja síðu í Heima er bezt, þar sem borin væru saman lið fyrir lið táknin og veruleikinn. En hið mikla tákn alls hins dýrslega, alls hins villta, loðna og frumstæða, sem blundar í djúpi manneðlisins undir þeirri fágun, sem á því hefur orðið á tugþúsundum ára fyir áhrif þess, sem skilur mann og dýr er gorilluapinn. Skáldið skilur og veit, að yfir þjóð hans vofir ægileg hætta, þar sem er formyrkvun sið- ferðibundinnar skynsemi á refilstigum firinnætur um fýsnaskóga hins blinda dýrseðlis. Kjarni varnarorða hans fer hér á eftir: „Við erum í sífelldri, æðiskenndri leit að guðum, sem við glötum jafnskjótt og við finnum þá. Jafnvel á flatn- eskju eyðimerkurinnar. Að vísu erum við loks upp- gefin á guðum í okkar eigin mynd, enda verður varla sagt, að mannsmyndir hafi yfirleitt gefizt okkur vel. Og nú er svo komið, að verði ekki einhver til að taka af okkur ráðin, þá verður skepnan tekin í guðatölu; (Framhald á bls. 20). Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.