Heima er bezt - 01.01.1959, Page 22
DR. BERNHARD GRZIMEK:
ÚR MYRKVIÐUM AFRÍKU
Framhald.
Eftir rúmlega stundar ferð heyrðum við brak fram-
undan okkur inni í skóginum. Við skildum þegar í
stað. Mikael fór ásamt einum svertingjanum eftir ár-
bakkanum, en ég ásamt öðrum þeirra hélt í sömu átt,
enn lengra inn í skóginum. \rið notuðum kjarrhnífana,
eins lítið og mögulegt var, til þess að vekja ekki ónauð-
synlegan hávaða, en hinsvegar hlutum við oft að skríða
á fjórum fótum gegnum kjarrið. Enginn vafi var á, að
fílarnir voru þama í nágrenni. Slóðir þeirra gegnum
kjarrið stóðu enn opnar, og þar var greiðastur gangur
fyrir okkur. Fyrr um daginn hafði rignt, en nú var
stytt upp. Greinarnar fram með slóðunum voru þurr-
ar, svo að fílarnir hlutu að hafa farið þar um eftir að
síðasta skúrin gekk yfir fyrir um hálfri annarri klukku-
stund. Hægt var að rekja fótspor fílanna og sjá þannig,
í hvaða átt þeir höfðu farið, en þar sem engin stór spor
voru í slóðinni, gat varla verið að stór karlfíll hefði
verið í hópnum.
Allt í einu heyrði ég álíka undirgang, og heil her-
deild brytist gegnum kjarrið. Ég flýtti mér í áttina á
hljóðið og kom nógu snemma til að sjá trjátoppana
og kjarrflækjuna ganga í bylgjum, jafnframt heyrði
ég skvamp í ánni, en síðan varð allt hljótt á ný. Að
stundarkorni liðnu hóaði ég í Mikael og hélt síðan til
móts við hann. Þegar við hittumst, sagði hann mér, að
hann hefði einnig heyrt undirganginn og hraðað sér
fram á árbakkann og komið mátulega til þess að sjá
aftan undir fremur smávaxinn fíl, sem ruddist inn í
kjarrið á bakkanum hinum megin. Fíllinn hafði sýnilega
farið eftir vel troðinni slóð fram af árbakkanum, og
rennt sér að nokkru leyti á rassinum síðasta spölinn
ofan í ána. Sennilega hefir honum þótt miklu minna
um allt þetta vert heldur en okkur. Við kölluðum til
fylgdarmannanna, sem við höfðum yfirgefið. En brátt
komumst við að raun um, að þeir voru allir á bak og
burt. Höfðum við aldrei fvrr reynt þannig sviksemi af
svertingjum. Við klungruðumst til baka sömu leið með-
fram ánni, og náðum þannig heim til okkar. Þar hitt-
um við svertingjana, sem til allrar hamingju höfðu þó
ekki fleygt myndavélunum, sem þeir báru, er þeir
lögðu á flóttann. Þegar ég ávítaði Mamadu, formann
þeirra, fvrir þetta, sagði hann ofmTÓIega: „Herrann
hafði engan riffil, þessvegna gat herrann ómögulega
vænzt þess að við biðum eftir honum, þar sem fílar
voru þarna á ferðinni.“
Hann sagði okkur síðan frá því, hvernig frændi hans
hefði farizt á fílaveiðum tveimur árum áður. í raun-
inni eru fílaveiðar bannaðar þarna, en frændi Mama-
dus átti gamlan riffil og stóðst ekki freistinguna að
reyna hann á fílaveiðum. Hann faldi sig í holu tré rétt
við einn fílatroðninginn. Þegar fíll einn fór framhjá
honum, beindi hann rifflinum að haus hans og hleypti
af. Fíllirin steindrapst við skotið, en til allrar ógæfu
féll hann í öfuga átt, eða með öðrum orðum beint á
hola tréð, sem maðurinn var falinn í, og marði hann
til dauðs.
Plantekrurnar, sem við dvöldumst nú á, lágu rétt við
miðbaug. Þar verður albjart á morgnana kl. 7 allt árið.
\rið létum vekjaraklukkuna í húsi Schmourlos vekja
okkur kl. 4 á morgnana, því að eftir því sem Mamadu
sagði okkur, var Tiemoko vanur að koma inn á ekr-
urnar um 9 Ieytið á kvöldin ásamt hjörð sinni, og vera
þar á beit þar til um tveimur stundum fyrir birtingu.
Síðan hyrfu fílarnir inn í skóginn og hvíldu sig, meðan
heitast var inni í frumskóginum, þar sem hann er þétt-
astur. Heima við húsið Iýstum við okkur með rafmagns-
kyndlum, en jafnskjótt og út á sjálfar ekrurnar kom
slökktum við á þeim og fórum eins hljóðlega og okkur
var unnt.
Við gengum í síðbuxum til varnar gegn slöngubiti,
en skálmarnar urðu rennvotar upp undir hné af nátt-
fallinu á grasinu. Enginn heimasvertingjanna fékkst
til að fylgja okkur annar en Jói, þjónninn okkar, er var
sá eini, er ég fékk talið á að koma með í þessar nætur-
ferðir. Hann bar hið þunga Ijósleifturs tæki, en án þess
var gjörsamlega vonlaust um að ná mynd af fílunum,
jafnvel ekki um hádaginn, því að þá héldu þeir sig inni
í rökkri myrkviðarins, þar sem ókleift er að taka mynd-
ir án leifturljóss. Við læddumst hljóðlega áfram. Sigð
hálfmánans varpaði daufu skini á jörðina. Frá skógar-
þykkninu allt umhverfis ckrurnar heyrðust ótöluleg
hljóð, öskur, urr, kvak, hróp og blístur. Það er fyrst
þegar nóttin er skollin á, að vér gerum oss fyllilega
ljóst, hversu frumskógurinn iðar af lífi.
Nær útjaðri ekrunnar námum við staðar og settumst
í hvíslingarfæri hver við annan. Við töldum mínút-
urnar, fullir cftirvæntingar. Eg get ekki sagt að ég væri
beinlínis hræddur. Fílar gera aldrei árás að fyrra bragði,
það var mér fullkunnugt. Hinsvegar fann ég að taugar
mínar voru spenntar cins og þær framast þoldu. Ég átti
18 Ileima er bezt