Heima er bezt - 01.01.1959, Page 23
von á því á hverju augnabliki, að tröllaukinn skuggi
kæmi í ljós rétt fyrir framan mig, og satt að segja var
ég engan veginn viss um hvernig ég mundi bregða við,
þegar ég stæði augliti til auglitis við risa frumskóg-
anna.
I dögun héldum við aftur heim fremur rislágir. Um
miðaftansleytið kom vörubíll allt í einu heim að hús-
inu. Þar var þá Schmourlo ekrueigandi kominn ásamt
nokkrum af nágrönnum sínum og góðum birgðum af
drykkjarföngum, og var þá brátt sezt að sumbli.
„Það er engin ástæða fyrir ykkur til að missa kjarkinn
strax,“ sagði Valon, franskur uppgjafaliðsforingi. „Þið
hafið ekki verið hér nema í tvo daga, og hafið þó þegar
séð í rassinn á fíl, og það er meira en flestir hér geta
hælt sér af, því að í sannleika sagt eru flestar sögur
héðan úr Afríku um fíla og önnur dýr meira eða minna
ýktar. Hér er naumast nokkur maður, sem komizt hefir
í kast við fíla. Ég hefi nú búið hér í 20 ár. Fílar hafa
oft gert vart við sig í nágrenni mínu og jafnvel brotizt
inn á mínar eigin ekrur, en sjálfur hefi ég aldrei öll
þessi ár séð svo mikið sem eyrnasnepil af fíl.“
Margt var rætt um fílaveiðar. Jafnvel þótt menn hafi
hina þungu nýtízku riffla, er bezta færið til að skjóta
fíl 5—6 metrar, og það verður að hitta nákvæmlega á
réttan blett. Tuttugu inetrar er hámarksfæri, og ef
maður hittir ekki rétta staðinn í fyrsta skoti, er vonin
um undankomu ekki mikil.
Ég sagði þeim sögu, er franskur Elsassbúi hafði sagt
mér, en hún var á þá leið, að einu sinni hefði hann
fundið dauðadrukkinn svertingja liggjandi á þjóð-
veginum við landamæri Líberíu. Þegar komið var á
sömu slóðir næsta morgun, var ekkert eftir af svert-
ingjanum nema skinin beinin. Manja-maurarnir höfðu
bókstaflega étið hann upp til agna.
Valon kunni samt frá flestu að segja. En margar voru
sögur hans harðla ótrúlegar eins og t. d. þessi: „Fíla-
veiðari nokkur festi hengirekkju sína upp á milli tveggja
trjáa að kveldi dags eftir að dimmt var orðið. Síðan lagð-
ist hann til svefns og uggði ekki að sér. En honum brá
heldur í brún, er hann vaknaði næsta morgun í alger-
lega ókunnu umhverfi, þar sem hann hafði aldrei stigið
fæti. En meiri var þó undrun hans, er hann sá hvernig
í öllu lá. Trén, sem hann hugði vera í náttmyrkrinu,
voru tveir fílsranar, en um nóttina höfðu fílarnir haldið
áfram leiðar sinnar og borið rekkjuna milli sín alla leið-
ina.“
Ein saga hans held ég þó, að hafi verið sönn. Hún
var á þá leið, að svertingi nokkur hefði eitt sinn skotið
fíl, að því er hann hélt til bana. Hann skar framan af
rana hans og bar ranastúfinn heim í þorpið til að sanna
sögu sína. En þegar komið var á vettvang næsta dag, til
að sækja skrokkinn af fílnum, var hann allur á bak og
burt, cn hafði látið eftir sig greinileg verksummerki þess,
að hann hefði farið af sjálfsdáðum. Það er staðreynd,
sem gerzt hefir í dýragörðum að minnsta kosti tvisvar
síðustu 80 árin, að fílar hafa lifað það af, þótt rana-
broddurinn væri skorinn eða rifinn af þeim.
Morguninn eftir gleðskapinn fórum við seinna á
fætur en venjulega. Að þessu sinni lá leið okkar niður
að ánni, en þar var okkur sagt, að á tilteknum stað væri
eini báturinn á margra mílna svæði. Svertingi einn, sem
ekki skildi orð í Evrópumáli, fylgdi okkur. Við vorum
um þrjár stundir að komast á áfangastaðinn við ána,
enda þótt svertingjarnir hefðu sagt að það væri ein-
ungis hálftíma ferð. Það var augljóst, að fílarnir höfðu
notað troðninginn sem við fórum meira en svertingj-
arnir. Sums staðar í mjúkum leir voru spor eftir svo
tröllslegar fílsfætur, að þar hlaut Tiemoko sjálfur að
hafa verið á ferðinni.
Þegar við komum til árinnar, var engan bát að sjá, en
á hinum bakkanum var bananaekra og tveir svertingja-
kofar. Við kölluðum af öllum kröftum, og var svarað
með köllum að handan. Síðan hófst langt samtal milli
svertingjans okkar og nokkurra kvenna á hinum bakk-
anum. En niðurstaðan af því varð sú, að enginn bátur
væri fáanlegur. Karlmennirnir væru að heiman, og kon-
urnar hræddar við okkur.
Sporin, sem þegar var getið, vöktu grun minn um,
að ef til vill væri Tiemoko ekki langt undan, hinum
megin árinnar. Og það hvarflaði aldrei að mér að láta
af fyrirætlun minni. Þótt allir væru slegnir ótta við fíl-
tröllið, skyldi ég samt verða mér úti um traust sönn-
unargögn fyrir tilveru hans, og þar var mynd vitanlega
eina óræka vitnið. Við ákváðum því að fara yf>r ána,
þótt enginn væri báturinn, afklæddum okkur i snatri,
bundum síðan myndavélina á höfuð svertingjanum,
og með sólhjálmana eina klæða syntum við síðan yfir
ána. Þegar yfir um kom, héldum við til húsanna, og
nú hófst skringilegt samtal við kvenfólkið á alls konar
Heirna er bezt 19