Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 25

Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 25
MENN, SEM EG MAN PORSTEINN ERLINGSSON Vorið 1914 var óvenjulega kalt og hrakviðra- samt á Suðurlandi. Útsynningurinn í sínunt versta ham réð þar ríkjum. Ég dvaldist þetta vor í Reykjavík og sótti námskeið í Kennara- skólanum. 'En þótt kalt væri oftast í veðri, komu þó nokkrir hlýir, sólríkir dagar inn á milli. Einn bjartan, hlýjan vordag snemma í júní kom ég um hádegisbilið gangandi sunnan Laufásveginn frá Kennaraskólanum. Þá var byggðin þar mjög strjál. Bezt man ég eftir happdrættishúsinu, sem oftast var nefnt Ingólfshúsið, og svo að sjálfsögðu Laufási, þar sem Þórhallur biskup átti heirna. Man ég það enn, hve ég dáðist að fallega, slétta túninu, sem bæði var stórt og í góðri rækt. Ég rölti veginn hægt og hugsandi, eins og smala- drengur í sveit á blíðum vordegi, og ekki þurfti neitt að óttast uinferðina, því að tiltölulega fámennt var þá í Reykjavík og aðeins þrír bílar til í bænum. Þegar ég kom á móts við Laufás, sá ég lítinn dreng við vegbrúnina. Ég veitti honum nána athygli af því að hann var þarna aleinn. Hann var á að gizka þriggja til fjögurra ára gamall, klæddur gráleitum fötum. F.g man enn glöggt, hvernig þau voru í sniði.-Jakkinn var með tveimur breiðum lokufellingum á baki og boðung- um og föstum spæl eða belti. Þegar ég kom þar, sem Laufásvegur og Þingholts- stræti korna saman, mætti ég manni, sem ávarpaði mig og spurði, hvort ég hefði ekki séð lítinn dreng á leið minni. Þessi maður var í léttum, ljósum rykfrakka, í meðallagi hár, með alskegg. En mesta athygli mína vöktu augun og hlýlegt tillitið. Aldrei hafði ég séð jafn fögur augu, og mér fannst, sem ég kannaðist við manninn. Jú — ég sagðist einmitt hafa tekið eftir litlum dreng á leið minni frá Kennaraskólanum. Lýsti ég fötum hans og sagði, hvar ég hafði séð hann. Þá brosti maðurinn og sagði: „Já, þetta hefur verið Erlingur minn. Við höfðum misst sjónar á honum.“ Hann þakkaði mér svo fyrir og sýndi á sér fararsnið. Ég var eins og heillaður af þessurn ókunna manni og spurði hálfhikandi, hvort ég ætti ekki að ganga með honum og vísa honurn á drenginn. Hann tók því með þökkum, og við gengum saman suður Laufásveginn. Á leiðinni spurði hann mig að heiti og hvaðan ég væri, en sjálfur sagðist hann heita Þorsteinn Erlingsson, og um leið tók hann þétt og hlýlega í hönd mér. Mér er þessi stund ógleymanleg. Þarna stóð ég þá frammi fyrir skáldinu Þorsteini Erlingssyni. Vorið áður hafði ég verið í vorvinnu á Skeljabrekku í Borgarfirði, hjá Hirti Snorrasyni og hinni ágætu konu hans, Ragnheiði Torfadóttur frá Ólafsdal. Þar hafði ég komizt yfir gamla árganga af Eimreiðinni, en þar birt- ust fyrst mörg af beztu kvæðum Þorsteins Erlingssonar. Um vorið las ég og lærði þessi kvæði og þá sérstaklega Eiðinn, sem hreif ntig mest. Ég varð þá strax svo heill- maður af þessu fjarlæga ljóðskáldi, að segja má, að við ^5 WBT

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.