Heima er bezt - 01.01.1959, Page 26

Heima er bezt - 01.01.1959, Page 26
tl I Hús skáldsins. lestur þessara kvæða hafi mér opnazt eins og nýr heim- ur og nýr skilningur á ljóðlist og skáldskap öllum. Og nú hafði einn draumur minn rætzt. Ég hafði feng- ið að sjá Þorstein Erlingsson. Samverustundin varð ekki löng. Drengurinn var kyrr, þar sem ég hafði séð hann. Skáidið tók hann við hönd sér, og við héldum aftur á leið inn í bæinn, og skildu leiðir okkar við gatnamótin. Ekki man ég nú, um hvað við ræddum, en ég var sem í draumi af hrifningu, er ég hélt áfram ferð minni niður í miðbæinn. Ég sá skáldið aldrei aftur. Hann andaðist um haustið 1914. Skömmu fyrir andlát sitt orti hann þetta angurblíða Ijóð: „Nú opnar fángið fóstran góða og faðmar þreytta bamið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessrar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar.“ Allir lesendur mínir vita áreiðanlega margt um þenn- an yndislega mann, sem ég tel til sérstakra happaatburða í lí'fi mínu að hafa augum litið. Ljóðskáldið ljúfa, sem heillaði æskulýð íslands fyrir fjörutíu til fimmtíu ár- um, er öllum ógleymanlegt. Á liðnu hausti voru liðin rétt 100 ár frá fæðingu hans. Hann fæddist að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum mánu- daginn 27. septembcr 1858 um dagmálabil, en andaðist mánudaginn 28. scptember 1914. Hann andaðist því í raun og vcru á afmælisdegi sínum, þótt mánaðardagur- inn væri annar. Þorsteinn Erlingsson var ckki uppalinn hjá foreldr- um sínum, heldur hjá Helgu föðurönimu sinni og manni hennar Þorsteini, sem hann var heitinn eftir. Sagt er, að Þorsteinn Erlingsson hafi verið frábært barn og hvers manns hugljúfi á barnsaldri. Hann var mjög bráðþroska og byrjaði að yrkja fimm ára gamall. Er svo til orða tekið í minningargrein í Lögréttu 7. okt. 1914, að á heimilinu í Hlíðarendakoti hafi fólkinu þótt svo vænt um drenginn, „að segja mátti að allir á heim- ilinu tryðu á hann“. Haustið 1914, þegar Þorsteinn Erlingsson lézt, að- eins 56 ára að aldri, söknuðu allir Ijóðelskir Islendingar hans mjög. Fjöldi menntamanna og rithöfunda skrifaði um hann merkar greinar. Úrval úr þeim minningar- greinum er prentað framan við útgáfu Þyma árið 1918. Þeir, sem þar eiga greinar um skáldið eru meðal annars dr. Sigurður Nordal, Einar H. Kvaran, sr. Magnús Helgason, sr. Haraldur Níelsson, Sigurður Guðmunds- son skólameistari, Guðmundur Hannesson læknir, Ein- ar Arnórsson hæstaréttardómari, dr. Helgi Péturss og Guðmundur Magnússon skáld (Jón Trausti). Allir þessir merku menn voru persónulegir vinir hans og aðdáendur. Á aldarafmæli skáldsins í haust voru öll ritverk hans og ljóð gefin út í nýrri útgáfu og höggmynd af skáld- inu reist að æskuheimili hans, Hlíðarendakoti í Fljóts- hlíð. Hér er ekki rúm til að ræða og meta skáldskap Þor- steins Erlingssonar, en ég vil aðeins minna á það, að skáldið, sem hreif æskulýð fslands fyrir hálfri öld, nær cnn til íslenzkrar æsku, ef hún gefur sér tíma til að lesa og læra ljóð hans. Ljóð hans glatast ekki, meðan íslenzk tunga er töluð og rituð. Geta slík gullkom glatast: „Nú máttú hægt um heiminn líða, svo hverju barni verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta, heiða júnínótt.“ Þorsteinn Erlingsson unni æskustöðvunum heitt. Víða í Ijóðum sínum minnist hann á „Hlíðina sína“ og Þórsmörk. En Fljótshlíðin er talin, sem alkunnugt er, ein fegursta sveit á íslandi, og í Þórsmörk er stórbrotin og undraverð náttúrufegurð. Hef ég í huga að bregða upp svipmynd af þessum æskustöðvum skáldsins síðar í þessu riti, ef tími og ástæður leyfa. Síðustu árin bjó Þorsteinn Erlingsson í litlu, fallegu steinhúsi, er hann byggði við Þingholtsstræti 33. Gerði hann þegar við húsið fagran trjágarð, sem nú er orðinn þroskamikill. Þorsteinn Erlingsson unni öllum gróðri og var mikill dýravinur. Ég átti þess kost, að koma á hcimili Þorsteins Erlings- sonar nokkrum árum eftir andlát hans. Var þá allt óhreyft í skrifstofu hans eða vinnuherbergi. Hcf ég sjaldan séð jafn stórt bókasafn í eins manns eigu og jafn vel útlítandi. Af Iitlum efnum hafði hann viðað að sér merkum og fágætum bókum og neitað sér um önn- ur lífsþægindi, til þess að geta fullnægt þessari þrá sinni. Nú cr Erlingur Iitli, scm kom saman fundum okkar 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.