Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 29
að reyna sig við þjóðir, sem ekki væru eins langt komn-
ar í handknattleiksíþróttinni. Sjálfur er ég þeirrar skoð-
unar að handknattleiksmennirnir vaxi með verkefninu
og að þeir geti borið höfuðið hátt, þó að þeir verði ekki
hlaðnir sigurlaunum. — En við bíðum og sjáum.
Úr því að ég hef orðið þetta fjölorður um handknatt-
leik, er bezt að halda áfram og ljúka þessu spjalli í sama
anda. Það er sem sé ákveðið, að íslenzkar stúlkur reyni
sig í sumar við stöllur sínar á hinum Norðurlöndunum,
og er undirbúningur þegar hafinn undir þá för. Hér er
um að ræða Norðurlandameistaramót í útihandknattleik
kvenna, sem haldin hafa verið nokkrum sinnum fram
til þessa. Framan af voru þau haldin með tveggja ára
millibili, en nú eru liðin fjögur ár síðan síðasta Norður-
landamót var háð, en þá tóku íslendingar í fyrsta sinn
þátt í mótinu. Þar var háð í Finnlandi — í sambandi við
Finnsku íþróttahátíðina — Suomen Surkisat — sem var
haldin í tilefni af 50 ára afmæli finnska íþróttasambands-
ins. íslenzku stúlkurnar stóðu sig þar framar vonum.
Þær töpuðu þremur fyrstu leikjunum. Fyrstu leikjunum
með nokkuð miklum mun. En þær sóttu á, og þeim tókst
að hljóta einn sigur í þessum átökum, og var það meira
en búast hefði mátt við. Þær sigruðu Finna örugglega
við mikla gleði þeirra fáu íslendinga, sem á horfðu.
Þessi íslenzki flokkur var skipaður mjög ungum stúlk-
um; sú yngsta var fimmtán ára. Stúlkurnar höfðu næst-
um enga reynslu í leilcjum við erlenda flokka, enda fór
það svo, að meira að segja túlkun dómaranna á leikregl-
um kom þeim úr jafnvægi. En þetta lagaðist þegar á leið
með þeim afleiðingum, sem ég gat um.
íslenzku stúlkurnar, sem kepptu í Finnlandi um árið,
eru flestar enn með í leiknum. Þær hafa þroskazt að
leikni og afli, og ég er sannfærður um að erfiðara verð-
ur að sigra þær næsta sumar en síðast.
Ég læt þessu lokið í þetta sinn en óska lesendum
þessa þáttar gleðilegs árs.
Dægurlagaþátturinn
Framhald á bls. 23. -----------------------
Sveinbjörg og Ingveldur á Suðureyri biðja um Ijóðið:
Nú liggur vel á mér. Höfundur Ijóðsins er Númi Þor-
bergsson, en lagið er eftir Óðin G. Þórarinsson. Ingi-
björg Smith hefur sungið Ijóð og lag inn á hljómplötu.
Stína var lítil stúlka í sveit,
stækkaði óðum, blómleg og heit.
Hún fór að vinna, varð margt að gera,
lærði að spinna látum það vera,
svo var hún úti sumar og haust,
svona var lífið, strit endalaust.
Samt gat hún Stína söngvana sína
sungið með hárri raust.
Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér,
gott er að vera léttur í lund,
lofa skal hverja ánægjustund.
Gaman fannst Stínu að glettast við pilt
gaf hún þeim auga, var oftast stillt.
Svo sá hún Stjána, það vakti þrána,
hann kom á Grána út yfir ána,
sæl var hún Stína saklaus og hraust,
svo fór hann burtu koldimmt um haust,
samt gat hún Stína söngvana sína
sungið með hárri raust.
Nú liggur vel á mér o. s. frv.
Nú er hún Stína gömul og grá,
getur þó skemmt sér dansleikjum á,
situr hún róleg, horfir á hina
hreyfast í takt við dansmúsikina.
Alltaf er Stína ánægð og hraust,
aldrei finnst henni neitt tilgangslaust.
Enn getur Stína söngvana sína
sungið með hárri raust.
Nú liggur vel á mér o. s. frv.
Vegna rúmleysis get ég ekki birt fleiri texta í þessu
blaði, en óskir ykkar eru geymdar en ekki gleymdar.
• • VS l_.LI • • • • •
WANN TRUIíl
I£kki AÞ
þú RÁtMft
PABM ilNN ! "