Heima er bezt - 01.01.1959, Page 30
SYSLUMANN5S0NURINN
Ingi Ljörg Stguráardóttir:
Þórður sýslumaður gengur frá eldhússdyrunum inn
í skrifstofu sína og tekur þar til starfa. Hlý og við-
kvæm gleði vermir huga hans, og aldrei hefir honum
þótt vænna um son sinn en einmitt nú.
Ásta er loksins komin til meðvitundar, og hálfsljó
augu hennar hvíla á Val. Enn er allt þokukennt og
óljóst fyrir henni. Hún veit það eitt, að sterkir armar
þrýsta henni að breiðum barmi, og ástblíð augu mæta
hennar í djúpri þögn.
— Valur, hvíslar hún. — En svo man hún skyndilega,
hvað gerzt hefir, og hjarta hennar tekur snöggt við-
bragð af djúpum sársauka. í óstjórnlegu fáti brýst hún
fram úr traustum faðminum, þar sem hún hefir vaknað
aftur til meðvitundar fyrir fáeinum augnablikum, og
ætlar að hlaupa út úr eldhúsinu. En hana svimar, svo
að hún staðnæmist við eldhúsborðið og verður að styðja
sig við það, meðan hún reynir að ná fullu valdi á til-
finningum sínum og látbragði. En það gengur erfið-
Iega.
Valur horfir um stund á Ástu, þögull og undrandi,
og djúp hryggð speglast í augum hans. En svo segir
hann blíðlega: — Hvað hefir komið fyrir þig, Ásta?
— Ekki neitt. — Rödd hennar er köld og óstyrk, og
augu hennar loga af niðurbældri kvöl.
— Jú, það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir þig,
og þú ert lasin, það sé ég sjálfur.
— Nei, ég er ekkert lasin.
— Jæja, en þú ert þá þreytt og þarft að hvíla þig
um stund.
— Nei, ekki heldur.
Valur rís á fætur og tekur mjúklega um hönd Ástu.
— Vina mín, hvíslar hann þýtt og þrýstir hönd hennar
ástúðlega. — Segðu mér hvað amar að þér, og lofaðu
mér að finna til með þér og hjálpa þér.
Ásta svarar ekki strax, en blíðan og viðkvæmnin í
rödd hans og handtaki snertir hana eins og eiturör, og
orðið meðaumkun hljómar sárt og miskunnarlaust í
vitund hennar.
— Það er ekkert að mér, og ég er ekki þurfandi
fyrir neina samúð, — segir hún kalt og kippir að sér
hendinni. Síðan hleypur hún reikul í spori út úr eld-
húsinu og upp í herbergi sitt; en þar fellur hún örmagna
niður á legubekkinn og gefur tilfinningum sínum laus-
an tauminn. Höfuð hennar er heitt og þungt, og tárin
brjótast fram, beisk og brennandi, og streyma niður
kinnar hennar. Engin gleði, engin hamingjuvon vermir
sál hennar framar. Valur er ekki vinur hennar lengur,
hún hefir af ásettu ráði glatað vináttu hans og samúð.
En hún mátti til með að gera það, annars hefði hún
brugðizt sjálfri sér og frú Hildi.
Sveinn er löngu farinn út úr eldhúsinu, og Valur er
þar einn eftir. Hann hefir algerlega gleymt tímanum,
gleymt starfinu, sem bíður hans. Hann hallar sér fram
á borðið í þungum hugleiðingum. Hamingja sú, sem
fyllti hjarta hans um morguninn, heit og sönn, er nú
horfin með öllu, og helgustu tilfinningar hans djúpt
særðar. Stúlkan hans hefir skyndilega hrundið honum
frá sér, án þess að gefa honum nokkra skýringu á orsök
þess, og með því vanvirt hið bezta, sem hann átti til
að gefa henni.
Valur er samt ekki reiður við Ástu. Það getur hann
ekki, og hann skal heldur aldrei leyfa slíkum tilfinn-
ingum að ná valdi yfir sér, hve sárt sem örlögin kunna
að leika hann. Eitthvað óvænt hlýtur að hafa komið
fyrir Ástu, en hvað getur það verið? Á því verður
hann að fá fullkomna skýringu að einhverjum leiðum.
En til þess er ekki tækifæri að sinni.
Valur reikar út úr húsinu og suður á tún. Sveinn og
Elín eru þegar farin að rifja og vinna rösklega, en
Valur á ekki samleið með neinum þessa stundina. Hann
gengur því framhjá samverkafólki sínu og rifjar einn
í flekk. Elálfþurr taðan angar græn og fersk í mildum
sólvermdum sunnanblænum, og lífið er alls staðar
þningið tiginni fegurð og yndisleik. En Valur finnur
ckki Iengur samhljóm þess í sálu sinni. Djúp hljóðlát
sorg fyllir viðkvæmt og drenglynt hjarta hans og lokar
úti alla gleði.
Ásta rís upp af legubekknum og reikar niður í eld-
26 Heima er bezt