Heima er bezt - 01.01.1959, Page 38
„Ég verð áreiðanlega ekki í vandræðum með að fá
duglegri sniala en hann fyrir ekki neitt,“ sagði nú Krist-
ján.
Þá glottu nágrannar hans. Þeim var kunnugt um,
hvernig honum gekk að útvega sér vinnufólk.
Gamla konan frá Gafli hafði komið á fundinn til að
vita, hvað yrði um Munda litla. Hún stóð í bæjardyr-
unum en fór ekki inn í fundarsalinn. Samt heyrði hún,
hvað frarn fór fyrir innan, því að hurðin var hálfopin.
Hún hvíslaði að einhverjum, sem nærri henni stóð:
„Hver er hann þessi, sem býðst til að taka drenginn
minn?“
„Það er hann Stefán í Þúfum, nágranni Kristjáns á
Hofi,“ var svarið.
Þá hýmaði yfir gömlu konunni. Mundi litli hafði
látið svo vel af Þúfnafólkinu, þegar hann hafði komið
að finna hana um sumarið.
— Kannske er þetta ekki svo slæmt, en auðvitað er
alltaf bezt að unglingarnir séu sem lengst í sama stað,
og honum Munda hefur nú sannarlega ekki liðið illa á
Hofi, hugsaði gamla konan.
Kristjáni var svo þungt í skapi þegar hann reið heim
af fundinum, að hann tók óþarfan krók á leið sína til að
verða ekki samferða nágrannabændum sínum.
„Fæ ég að vera hér næsta ár?“ spurði Mundi húsbónda
sinn, þegar hann kom inn í baðstofuna, eftir að hann
hafði fengdð sér að borða frammi í maskínuhúsi.
Kristján anzaði honum ekki.
„Var ekki minnzt á mig á þessum fundi?“ spurði þá
drengurinn. „Geirlaug sagði það.“
„Ojú, skinnið mitt. Það var minnzt á þig,“ svaraði
Kristján hlýlega.
„Fæ ég þá að vera hér kyrr?“
„Nei, ég ætlaði að hafa þig áfram, en Stefán í Þúfum
varð hlutskarpari. Þangað ferðu í vor. Það amar líklega
ekki margt að þar.“
„Það var gott að ég þurfti ekki að fara til einhverra,
sem ég þekki ekki. Mér þykir gaman að því að fara að
Þúfum,“ sagði drengurinn kátur.
„Það er ekki í fyrsta sinn, sem Stefán gerir mér óleik,
sá fjandans skarfur,“ sagði Kristján gramur.
„Hvers vegna slepptirðu Munda þá?“ spurði Rósa.
„Ekki verður hægt að færa frá, ef enginn er smalinn.“
„Það er nú varla hægt að kalla hann smala, greyið litla,
en hann er snúningalipur, svo að mér bregður mikið
við að missa hann,“ svaraði Kristján, „en hvað Stefán
ætlar að gera með hann er mér ráðgáta.“
„Anna fer nú að verða svo gömul, að hún kærir sig
líklega lítið um að elta rollurnar lengur,“ sagði Geirlaug.
„Það er óútreiknanleg illgirnin í fólkinu,“ sagði nú
Kristján. „Hún kemur út í mörgum myndum. Ein þeirra
er þannig, að Stefán hefur einhverja ánægju af að narra
smalana burtu frá mér. — Jæja, verði honum að góðu!
Það verða sjálfsagt engin vandræði að fá annan eins
smala og hann Guðmund karlinn!“
Þennan vetur höfðu mislingar gengið um nærliggj-
andi sveitir, en í Hofshreppinn komu þeir ekki fyrr en
undir sumarmál. Nú var svo langt um liðið, síðan þeir
höfðu gengið, að allflestir lögðust á heimilunum. Eftir
vorfundinn fór fólkið að leggjast á flestum bæjum. Ein-
hver hafði sjálfsagt verið með veikina á fundinum.
Kristján á Hofi bannaði fólki sínu harðlega að fara
út af heimilinu og bauð engum gesti inn, þó að einhver
kæmi í hlaðið. Hann sagðist hafa annað með fólkið að
gera en að láta það liggja í rúminu.
En allt í einu fréttist það að gamla konan á Bala væri
lögzt.
Geirlaug var þess fullviss, að hún væri búin að taka
mislinga, þó að hún myndi ekki eftir því. Hún fór því
upp í kotið á hverjum morgni til að hagræða gömlu
konunni og mjólka kúna hennar.
Kristján var fokvondur yfir þessu við konu sína.
Heimilinu væri stofnað í hættu vegna kerlingargarms-
ins. Hún væri varla svo illa haldin, að hún hefði ekki
getað hreytt úr kúnni!
En Rósa svaraði aðeins því, að það gæti enginn verið
svo harðbrjósta, að rétta ekki nágranna sínum hjálpar-
hönd undir svona bágum kringumstæðum. Hún hefði
að minnsta kosti aldrei kynnzt annarri eins lítilmennsku.
„Það gat nú kannske átt sér stað að þú vitnaðir til
móður þinnar í því sem öðru,“ sagði Kristján og var
mikið niðri fyrir. „En ætli það yrði ekki dálítið öðru-
vísi í þér hljóðið, ef barnið þitt veiktist og þú yrðir að
fylgja því út í garðinn?“
„Jú, sjálfsagt yrði það,“ sagði hún. „En ég vona, að
svo hörmulega takist ekki til. Ég hef ekki heyrt, að
neinn hafi dáið úr þessari veiki. Svo er nú ekki einu
sinni víst að það séu mislingarnir, sem gamla konan er
veik af.“
Daginn eftir var gamla konan dáin.
Mundi litli hafði verið ákaflega glaður síðan hann
vissi, að hann ætti að fara að Þúfum á krossmessunni,
en þegar hann heyrði að konan á Bala væri dáin, spurði
hann Geirlaugu, dapur á svip, hvort allir dæu, sem
fengju þessa veiki.
„Onei, góði minn,“ sagði Geirlaug. „Menn verða
bara að fara vel með sig og liggja lengi í rúminu. Svo
segir læknirinn, að það hafi ekki verið mislingamir, sem
gerðu út af við hana, stráið það.“
„Heldurðu, að ég fái mislingana?“ spurði drengur-
inn.
„Já, en börnin veikjast minnst. Kannske verðurðu svo
lánsamur að verða kominn suður að Þúfum áður en þú
færð veikina. Þar yrði hugsað vel um þig,“ svaraði Geir-
laug.
Kristján sagði, að það væri um að gera að vera sem
mest úti. Sjálfur svaf hann frammi á dyralofti eftir að
veikin kom í nágrennið.
Vinnukonan, sem hafði mjólkað kúna á Bala eftir að
Geirlaug hætti og talið það alveg óhætt, að hún færi
uppeftir, lagðist fyrst. Eftir það lagðist einn af öðrum.
(Framhald).
34 Heima er bezt