Heima er bezt - 01.01.1959, Side 40
Vísindi nútíinans. Símon Jóh. Ágústsson sá urn titgáf-
una. Reykjavík 1958. Hlaðbúð.
Síðastliðinn vetur fluttu nokkrir íslenzkir vísindamenn yfirlits-
erindi um fræði sín í Ríkisútvarpið. Nú hefur Hlaðbúð gefið
erindi þessi út í fallegri bók. Um erindin er það að segja í sem
stytztu máli, að þau eru öll góð. Höfundar gera þar ljósa grein
fyrir megindráttum í vísindagreinum sínum, svo að hverjum
manni er auðskilið. Vitanlega er fljótt yfir sögu farið, og oft
hvarflar lesandanum í hug: „Mættum við fá meira að heyra.“ En
slíkt er einkenni góðrar frásagnar, að hún vekur forvitnina og
löngun til að vita meira. Þarna er rætt um hin fjarskvldustu
efni, læknisfræði, heimsmynd nútímans, eðlisfræði, loftlagsfræði,
tækni, bvggingarlist, lögfræði, guðfræði, hagfræði, sálarfræði,
fornminjafræði og sagnfræði. Gefur yfirlit þetta hugmynd um,
hversu víða er við komið. Þótt efnismeðferð höfunda sé vitanlega
misjöfn, hefur hvert erindi til síns ágætis nokkuð, og mikill
fengur er öllum fróðleiksfúsum lesendum í bók þessari. Ætti
raunar oftar að gefa út erindaflokka þá, sem útvarpið flytur.
Sjálfsævisaga Björns Eysteinssonar. Reykjavík 1958.
Norðri.
Ef nokkur íslenzk ævisaga verðskuldar heitið hetjusaga, er það
saga Björns Eysteinssonar. Hún lýsir ekki einungis líkamlegum
mannraunum, heldur einnig, og jafnvel enn fremur, óvenjulegri
skaphöfn og andlegri hejudáð. Frásögnin er stuttorð, laus við allt
orðaflúr og útúrdúra, eins og hinir gömlu sögumenn háttuðu
frásögn sinni. Höfundur er hreinskilinn, dregur enga dul á bresti
sína, en segir einnig hispurslaust frá því, sem honum fór vel úr
hendi. Hann er ekki harður í dómum um samtíðarmenn sína,
þótt vel megi finna, hversu honum hefur við þá fallið, en hverju
drengskaparbragði lýsir hann gerla. Af allri frásögninni andar
ilmi af öræfum og heiðum, þótt þar kenni einnig kælu af hörkum
og hretviðrum. Bókin er merkileg menningarsöguleg heimild,
auk þess sem hún kynnir lesandanum stórbrotinn mann. Sonar-
sonur höfundar, Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, hefur búið
bókina til prentunar, og ritar hann greinargóðan formála og
skýringar. Auk sjálfrar ævisögunnar er í bókinni æviágrip Sigur-
geirs Pálssonar Bardal eftir síra Jóhann Bjarnason og þættir um
Grímstungu eftir Þorstein Konráðsson. Nokkrar myndir prýða
bókina, en registur yfir mannanöfn vantar tilfinnanlega.
Hannes J. Magnússon: Á hörðu vori. Akureyri 1958.
Norðri.
í bók þessari rekur höfundurinn minningar frá síðustu árunum
í heimahúsum og skólavistarárunum á Eiðum og í Kennaraskól-
anum ásamt fyrsta kennaraári hans. Ná minningarnar yfir árin
1914—21. Það er vel til fallið að nefna bókina „Á hörðu vori". Á
þessum árum var hart í ári hérlendis, þótt meira væri um vert
þær þrengingar, er yfir gengu úti í hinum stóra heimi, heims-
styrjöld og byltingar, sem um leið voru fæðingarhríðir nýrrar
aldar. Þau vorharðindi snertu alla, og ekki sízt unglinga, sem
voru að vaxa upp og mótast á þessum árum. Höfundurinn bregð-
ur upp mörgum myndum af mönnum, atburðum og umhverfi.
Frásögn hans er ljóðræn og lifandi með ágætum. Ýmsir kaflar
eru hreinn og t:rr skáldskapur, gerður af ósvikinni list. Má þar
til dæmis nefna kaflana, þegar gamla baðstofan var rifin og brott-
flutninginn fr;i, gamla heimilinu. En allt um það er frásögn höf-
undar raunsæ, svo að mér er nær að halda, að fáum hafi betur
tekizt að lýsa viðhorfum æskumanna á þessum árum og lífi
þeirra, sem brutust til mennta af litlum efnum. Höfundur er
mildur í dómúm, ef til vill sums staðar um of. En af allri sögu
hans andar góðvild, hlýju og bjartsýni, og þess vegna verður bók
hans lesandanum hugstæð.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Fólk og saga. Reykja-
vík 1958. Norðri.
Benedikt Gíslason er mikilvirkur rithöfundur, margfróður og
gæddur miklu hugmyndaflugi. Orðhagur er hann og frásagnar-
gleði hans mikil en rík tilhneiging að fara ekki troðnar slóðir.
f bók þessari eru tíu þættir. Fimm hinir fyrri eru um liðna at-
burði, sem höfundur leitast við að bregða yfir nýju ljósi, þótt
misjafnlega takist, en hinir síðari eru um samtímamenn. f hinum
sögulegu þáttum kemur höfundur fram með ýmsar nýstárlegar
kenningar, sem ekki er unnt að rökræða hér. Á tvennt skal þó
drepið. Tæplega mun röksemdafærsla hans nægja til þess að
sápuþvo Herluf Ifaae, né varpa miklum skugga á þá feðga, Odd
biskup og Árna lögmann, þótt þeir væru breyskir. f þættinum
um Revnistaðarbræður leitast höfundur við að skýra hvarf lík-
anna á góðgjarnlegan og mannúðlegan hátt. En rök hans verða
ekki sannfærandi þegar þess er gætt, að Tómas Jónsson, sem
fyrstur fann tjald Reynistaðarmanna, gaf þann eiðfestan vitnis-
burð, að hann hefði með vissu séð lík Bjarna í tjaldinu og hönd,
sem hann taldi vera Einars, hjá því, og staðfestu förunautar
hans þetta.
Af nútímaþáttunum er þátturinn um Sala skáld merkastur, en
allir eru þeir vel læsilegir. Prófarkalestur á bókinni er með end-
emum. Þannig er prentað: Herluf, Hereluf, Heerluf og Harluf,
allt sami maðurinn; einnig bæði Reynistaða- og Reynistaðarmenn.
Selárvellir og Selsárvellir, Hauksstaðir og Haugsstaðir, svo að fá-
ein dæmi séu nefnd um meðferð nafna.
Vilhjálmur Finsen: Hvað landinn sagði erlendis.
Reykjavík 1958. Norðri.
Hér hefur Vilhjálmur Finsen, Nestor íslenzkra blaðamanna,
safnað í eina bók blaðagreinum frá löngum blaðamennskuferli
erlendis. Eru greinar þessar mestmegnis í viðtalsformi. Má segja,
að þar sé rætt um flest meiri háttar dagskrármál íslendinga frá
1922 og fram undir siðari heimsstyrjöld. Þarna koma fram til við-
tals fjölmargir þeirra manna, sem hæst bar 'í þjóðlífinu á
þessum tíma. Segja má að vísu, að til séu aðrar heimildir og oft
fyllri um þessi mál, en oft mun verða leit úr þeim, og handhægt
er að hafa þær þarna á einum stað. Þá er og harla fróðlegt að
hafa fyrir sér viðhorf samtíðarmanna til málanna, þótt einungis
sé um skyndimynd að ræða hverju sinni. Það hlýtur að vekja
undrun og aðdáun, hversu vökull höfundur hefur verið um ís-
landsmál, og hve rækilega hann hefur kynnt sér þau á erlendum
vettvangi. Þá eru í bókinni nokkrar dánarminningar. En fyrsta
greinin er minningar og frásagnir höfundar um nýlendusýning-
una dönsku árið 1905, sem fslendingar kölluðu „Skrælingjasýn-
ingu“, en út af henni risu miklar deilur á sínum tíma. Er sú
grein skemmtilegasti kafli bókarinnar, sem öll er hin læsilegasta.
Elinborg Lárusdóttir: Leikur örlaganna.
Reykjavík 1958. Norðri.
Það er orðinn nær tugur ára síðan Elinborg Lárusdóttir hefur
sent frá sér skáldrit. Hún hefur hins vegar unnið ötullega að
ævisagnaritun og gert þar margt stórvel. Fjarri fer því, að hún
hafi tapað sér við sagnagerð á þessum árum. Efast ég um, að
hennj hafi í annan tíma betur tekizt um sagnagerð en í þessari
bók. Sögurnar eru meitlaðar að efni, og fellur frásögnin að efn-
inu sem bezt má verða. Beztar þykja mér sögurnar „Ástin er hé-
gómi“ og „Steinn gamli gerir uppreisn". Prýðilega fer höfundur
með hið dulræna efni í „Váboði", en „Fiskarnir" er síður sann-
færandi. Næmleiki höfundar á mannlegar tilfinningar, sarnúð
með lítilmagnanum og einlæg réttlætiskennd ásamt bjartsýnni
trú á lífið, gera sögur þessar hugþekkar sem hinar fyrri bækur
höfundarins. * St. Std.
36 Heima er bezt