Heima er bezt - 01.01.1959, Blaðsíða 41
Stórir möguleikar á ah verha eigandi einnar hinna ágœtu
Ferguson-aástoðarvéla algjörlega ókeypis
Já, nú fáið þið enn einu sinni tækifæri til að eignast ágætan
hlut ókeypis, ef þið takið þátt í hinni glæsilegu, nýju verð-
launagetraun „Heima er bezt“, sem hefst í þessu hefti og
lýkur í marz-heftinu.
Að þessu sinni höfum við þá ánægju, að geta veitt þrenn
verðlaun af hinum’heimsþekktu TERGUSO'N-aðstoðarvélum,,
sem hafa þann mikla kost, að það er sérlega auðvelt að tengja
þær við allar gerðir af hinum útbreiddu og vinsælu FERGU-
SON-dráttarvélum.
Við erum vissir um að þessi getraun mun verða sérlega
vinsæl hjá áskrifendum „Heima er bezt“, kannske fyrst og
fremst hjá sveitafólki, en auðvitað getur hver sem er talizt
heppinn að eignast slík verðlaun, því að tækin halda alltaf
sínu verðgildi.
Að þessu sinni er getrauninni þannig hagað, að í hverju
hefti af fyrstu þrem heftum þessa árgangs verða þrjár spurn-
ingar, sem þið eigið að svara, og þegar þið hafið svarað öll-
um níu spurningunum, það er að segja í marz-mánuði, þá
sendið þið svörin til afgreiðslu blaðsins. En frá því verður
nánar skýrt í marz-heftinu.
Og þá er ekki annað eftir en að óska ykkur gæfu og gengis
með lausnina í verðlaunagetrauninni, og vonurn við að þið
munið hafa ánægju af að taka þátt í henni.
Og hér koma þá fyrstu þrjár spurningarnar:
L í hvaða landi eru aðalverksmiðjurnar, sem framleiða
FERGUSON-landbúnaðarvélarnar?
Er það x Grikklandi? Italíu? Englandi?
1. ....................
2. Hvaða ár var fyrsta FERGUSON-dra'ftou/e'Zm flutt til
Islands?
Var það árið 1933? 1949? 1953?
2. ....................
3. Hve margar FERGUSON-drátlarvélar (allar tegundir
samanlagt) hafa verið fluttar til íslands fram til þessa?
Eru þær því sem næst 404? 1409? 2100?
3.
Hér birtast úrslit í verMaunagetraunum ,,Heima er bezt“, sem lauk i nóvember
FYRSTU VERDLAUN, hina glæsilegu svissnesku handprjónavél
PASSAP M-201, hlaut:
SOFFÍA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Vesturvegi 32, Vestmannaeyjum.
ÖNNUR VERÐLAUN:
SIGRÚN VIGNISDÓTTIR,
Munkaþverárstræti 3, Akureyri.
ÞRIÐJU VERÐLAUN:
HREIÐAR AÐALSTEINSSON,
Öxnhóli, Hörgárdal, Eyjafirði.
Rétt ráðning á getrauninni var:
1) Eiríkur Hansson eftir J. Magnús Bjarnason.
Jón Arason eftir Gunnar Gunnarsson.
Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson.
Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín.
Brynjólfur Sveinsson eftir Torfhildi Þ. Hólm.
Jón Gerreksson eftir Jón Björnsson.
Símon í Norðurhlíð eftir Elinborgu Lárusdóttur.
Salka Valka eftir Halldór Kiljan Laxness.
Indriði miðill eftir Þórberg Þórðarson.
Ólöf í Ási eftir Guðmund Friðjónsson.
2) Vísan er eftir Jónas Hallgrímsson.
3) Myndin er af Ármanni Kr. Einarssyni.
Úrslitin í bamagetraununum eru sem hér segir:
GETRAUN FYRIR STÚLKUR:
FYRSTU VERÐLAUN (vefstól) hlaut:
GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Kleppjárnsstöðum, Tunguhreppi, N.-Múl.
ÖNNUR VERÐLAUN (lampagrind og bast í borðlampa) hlaut:
MARGRÉT BÖÐVARSDÓTTIR,
Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, Ámessýslu:
GETRAUN FYRIR DRENGI:
FYRSTU VERÐLAUN (,,Blitz“-módelbátasett) hlaut:
JÓN GUÐMUNDSSON,
Vífilsnesi, Tunguhreppi, N.-Múl.
ÖNNUR VERDLAUN (,,Bambi“-svifflugmódelsett) hlaut:
GUNNAR ÞORSTEINSSON,
Hamarstíg 27, Akureyri.
„Heima er bezt“ óskar öllum sigurvegurunum i getraunun-
um til hamingju með vinningana og biður þá að njóta þeirra
vel og lengi.
Heima er bezt 37