Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 44

Heima er bezt - 01.01.1959, Síða 44
Takið þatt í hinni nýju og stóru verðlaunagetraun Heima er bezt" og vinnið FERGUSON-aðstoðarvél 1 þessu hefti byrjum við á nýrri og stórri verðlaunagetraun fyrir fasta áskrifendur að „Heima er bczt“, með verðlaunum, sem eru samtals að verðmæti kr. 5.645.00. Verðlaunin eru sem hér segir: 1. FERGUSON-HEYKLÓ. Verð kr. 3.440.00. Þessi heykló er til þess að taka heysátumar af túninu og flytja þær beint heim í hlöðu, eða til þess að setja þær á heyvagn. Þetta er sérstaklega þægilegt áhald um sláttinn og mun spara yður mikinn tíma og fyrirhöfn, en um leið verður vinnan að leik. Þessi þrjú hjálpartæki við FERGUSON dráttarvélina munu vera kærkomin verðlaun hverjum einasta bónda. Og ef þér emð ekki sjálfur bóndi, hvað væri þá ánægjulegra en að geta sent vini sínum uppi í sveit eitt af þessum ágætu tækjum að gjöf? Þau spara mikinn tíma og pcninga, og öll em þau mjög auðveld í meðförum, þegar þau eru tengd við FERGUSON-dráttarvélina. Lesið nánar um fyrsta hluta verðlaunagetraunarinnar á bls. 34 2. FERGUSON-REIMSKÍFA. Verð kr. 1.405.00. Þeir, sem eiga reimskífu á FERGUSON-dráttarvélina, telja hana ómissandi, enda má setja í samband FERGUSON-saxblásara, súgþurrkun, viðarsög, loftpressu og dælur ýmiss konar, er reimskífan er fyrir hendi. 3. FERGUSON SJÁLFVIRKUR DRÁTTARKRÓKUR. Verð kr. 800.00. Nauðsynlegt áhald, þegar notaðir era vagnar með hlassi. Einn maður getur auðveldlega tengt vagn með fullu hlassi við FERGUSON-dráttarvélina, en það væri útilokað, ef ekki væri sjálfvirkur dráttarkrókur fyrir hendi. TTARVÉLAR H.F., REYKJAVIK

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.