Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 7
Verzlunarhús KEA á Akureyri.
Teiknað og byggt 1929—1930
af Sveinbirni Jónssyni.
■
Nú liðu nokkrar vikur, og hafði ég alveg lagt hita-
veitumálið á hilluna. Komið var fram á vetur og nokkur
snjór fallinn, bæði á fjöll og láglendi, svo að landleiðin
var að minnsta kosti lokuð mótorhjólum, en Sveinbjörn
var nú ekki á því að hætta við svo búið. Hann hafði
gert nýja áætlun. Von var á Novu til Akureyrar, og
með henni gátum við komizt til Húsavíkur. Nokkrum
dögum síðar átti svo skip að koma til Húsavíkur á leið
til Akureyrar, og þá átti erindi okkar að vera lokið.
Þetta gekk allt eftir áætlun. Af tilviljun bættist þriðji
maðurinn í hópinn, Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri,
en hans erindi var að fræða Þingeyinga um mjólkur-
framleiðslu og samlagsmál. Á Húsavík tók Sigurður
Bjarklind, kaupfélagsstjóri, á móti okkur, og hjá hon-
um og frú hans dvöldumst við í bezta yfirlæti meðan
við vorum á staðnum. Boðið var til almenns borgara-
fundar tvö kvöld í röð, og þar fluttum við mál okkar.
Voru fundir þessir vel sóttir, bæði af Húsvíkingum og
mönnum úr nærsveitum, einkum síðara kvöldið. Daginn
milli fundanna gengum við á skíðum suður að Hvera-
völlum og skoðuðum hverina.
Það kom að sjálfsögðu algerlega í hlut Sveinbjarnar
að reifa hitaveitumálið. Lagði hann fram Iauslega áætl-
un um stofnkostnað hitaveitu Húsavíkur og einnig um
rekstur hennar. Vafalaust hefur bjartsýni Sveinbjarnar
komið þar mjög við sögu, en hvað sem því líður, þá er
nú enginn vafi á því, að ef hitaveita Húsavíkur hefði
verið framkvæmd þá og þótt hún hefði kostað miklu
meira en Sveinbjöm áætlaði, þá myndi hagnaðurinn af
henni nú orðinn ómetanlegur.
Heldur fékk mál Sveinbjarnar daufar undirtektir.
Sumir töldu önnur mál meira aðkallandi en hitaveitu
fyrir Húsavík, aðrir höfðu lítinn áhuga fyrir vexti og
viðgangi Húsavíkur og töldu jafnvel þingeyskri sveita-
menningu stafa hætta af honum.
Ég læt mér ekki til hugar koma, að Sveinbjörn Jóns-
son hafi fyrstur imprað á hitaveitu frá hvemnum í
Reykjahverfi til Húsavíkur. Málið er svo augljóst, að
jafnvel blindum manni fær það vart dulizt. Hitt er stað-
reynd, að á kreppuárunum eftir 1930 hefði varla verið
hægt að finna marga menn, er hefðu látið sér detta í
hug að hrinda málinu í framkvæmd þá þegar. Til þess
þurfti bjartsýni og óbifanlega trú á málefnið og fólkið,
sem átti að leiða það til lykta. Sveinbirni varð þó ekki
að trú sinni. Málið vakti enga teljandi hreyfingu eða
hrifningu, og í þau 26 ár, sem hðin eru síðan þetta var,
hefur því þokað sáralítið áfram. Öðru hvom hefur því
þó verið hreyft á fundum, samþykktir gerðar og nefnd-
ir kosnar, en þar við hefur setið þar til nú nýlega, að fé-
lagsskapur hefur verið stofnaður um að undirbúa hita-
veituna og hrinda henni í framkvæmd. Má því segja,
að Sveinbjöm Jónsson hafi verið að minnsta kosti aldar-
fjórðungi á undan sinni samtíð í þessu máli.
Eftir að Sveinbjörn flyzt til Reykjavíkur, verða sam-
skipti okkar færri og kynni mín af störfum hans minni
heldur en á meðan hann var á Akureyri, en þó mun þá
hafa hafizt viðburðaríkasti og athafnasamasti þátturinn
í fjölþættri ævi hans.
Sveinbjöm hafði verið formaður Iðnaðarmannafélags
Akureyrar um langt skeið, en nú var hann kosinn í
stjóm Landssambands iðnaðarmanna og varð skrif-
stofustjóri þess og ritstjóri Tímarits iðnaðarmanna í 12
ár. Hversu skrifstofustörf hafa átt við skapgerð Svein-
bjarnar veit ég eigi, en eigi efa ég, að félagsmálastarf-
semi hentaði honum einkar vel, og þar naut samvinnu-
lipurð hans og hugkvæmni sín ágætlega. Hitt skiptir þó
vafalaust meira máli, að þar syðra, í höfuðborginni og
nágrenni hennar, fann Sveinbjörn frjórri jarðveg fyrir
hugðarmál sín, fleiri samherja og meira fjármagn en
Akureyri gat í té látið, og þarna í þessu nýja umhverfi
rekur nú hvert viðfangsefnið annað.
Sveinbjörn hafði áður látið vikurinn til sín taka, og
nú gerist hann einn af aðalstofnendum Vikurfélagsins
og hefur, ásamt Jóni Loftssyni, vikurnám vestur á Snæ-
Heima er bezt 83