Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 29
„Já, þetta hefur verið ágæt tíð það sem af er sumr- inu,“ sagði Rósa eins og úti á þekju. — Hvað skyldi hún vera að hugsa um núna? hugsaði systir hennar. Hún fann það á sér, að það var eitthvað. — Rósa systir var alltaf talsvert herraleg við hana og tók ekkert tillit til þess, þó að hún væri prestskona, sem allir þéruðu. í hennar augum var hún bara yngri systir, sem sjálfsagt var að láta heyra sína meiningu. „Hvað er nú annars langt síðan þú fluttist hingað til höfuðstaðarins?" var næsta spuming Rósu. „Það em sjö ár, en gætu verið helmingi fleiri.“ „Já, einmitt það. Einhvem tíma hefur þér fundizt tíminn lengi að líða, systir mín,“ sagði Rósa. „Því hef- urðu aldrei stytt hann með því að fara norður á fornar slóðir?“ „Ég sagði dóttur minni það, þegar við skildum, að mig langaði til að verða flutt í garðinn, þegar þar að kæmi, en að fyrr myndi ég ekki koma að Hofi,“ sagði Karen með köldum málrómi. „Var þetta síðasta kveðjan?“ spurði Rósa með sams konar málrómi. „Já, en samt var það ekki mitt síðasta orð. Hún kom fram í skipið til að kveðja mig betur. Það bætti mér að miklu leyti upp það, sem ég var búin að missa,“ sagði Karen. „Blessuð nafna mín,“ andvarpaði Rósa. „Annað hélt ég að biði hennar en eintóm vonbrigði, þegar norður kæmi. Hún hlakkaði svo mikið til að koma heim.“ Karen bar nú fram diskana og sagði systur sinni að vera ekkert að hreyfa sig, þegar hún gerði sig líklega til að hjálpa henni við uppþvottinn. Henni myndi ekki veita af að hvíla sig eftir ferðalagið. „Ég sat nú allan tímann, svo að ég er svo sem ekki þreytt. Annað hefði verið, ef ég hefði komið fótgang- andi alla leið,“ sagði Rósa en sat þó kyrr. „Hefurðu fengið bréf að norðan nýlega?" — Byrjar hún þá að tala um það, sem ég vildi sízt af öllu hlusta á, hugsaði Karen. „Nei, ég hef ekki fengið bréf að norðan síðan í haust. Ég er orðin pennalöt og hef líka heldur lítið af mér að segja.“ Hún hló kuldahlátri. „Hvað svo sem ætti ég að skrifa henni? Hvað ég syði í matinn þennan eða hinn daginn. Rósa mín er líka orðin leið á að skrifa mér, en Stefán í Þúfum skrifar mér og segir mér það markverð- asta úr sveitinni." „Hefur hann sagt þér, hvemig dóttur þinni hefur liðið, síðan þú kvaddir hana fyrir sjö árum?“ spurði nú Rósa. „Ég býst ekki við að það sé neitt sérstakt um hana að skrifa,“ svaraði Karen og ræskti sig með erfiðismun- um. „Hann segir, að Kristján sitji vel jörðina og sé orð- inn stórbóndi, græði og fjölgi skepnunum með hverju ári. Það kalla ég góðar fréttir. Ég lét Rósu mína fara í kvennaskóla eins og systur hennar. Það álíta víst bæði ég og aðrir að sé góð undirstaða að heimilishaldi, eða svo sýnist mér, að Sigrún mín hafi haft gott af því.“ „Ég efast ekki um að það sé ágætt fyrir konur, sem lenda í kaupstað og giftast skrifstofumanni, sem alltaf kemur inn á blánkuðum skóm, tárhreinn og fágaður. Annað er kannske, að taka við forarplöggum í sveit- inni eða slorfötunum af sjómönnunum. Ég kannast við það hvort tveggja,“ sagði sjómannskonan. „Ég þykist nú ekld vera algerlega ókunnug því, hvernig er að búa í sveit,“ hnussaði í maddömunni. „Ég lét alltaf vinnukonumar hugsa um þjónustubrögðin á piltunum. Þeim sið býst ég við að Rósa mín haldi.“ „En er það nú ekki alltaf talin heldur fákunnandi húsmóðir, sem ekki kann að þjóna manninum sínum til fótanna? Það heyrði ég, á meðan ég var í sveitinni. Og varla hefur henni verið kennt það á kvennaskólan- um. En þú hefur nú kannske verið búin að kenna henni skógerð?“ Karen kom inn í stofuna, og var dökkrauð í andliti af gremju. „Ég er nú bara aldeilis hissa á þessum spum- ingum,“ sagði hún. „Það var áreiðanlegt, að hún kunni að gera skó handa sér sjálfri. En vinnukonurnar hugs- uðu um karlmennina. Það var ég búin að segja þér.“ „Það getur vel gengið, ef vinnukonurnar era svo vel verki farnar, að þær geti gert það, sagði nú Rósa. „Hvaða kvenmaður heldurðu að sé svo aumur, sem uppalin er í sveit, að hún kunni ekki að gera skó? Og þó svo væri, þá hefur Rósa Geirlaugu. Hún er áreiðan- lega betri en engin.“ „Já, það er hún sjálfsagt, en hún getur nú fallið frá, eins og allir aðrir,“ sagði Rósa. „Það er nokkuð einkennilegt, hvernig þú hagar sam- ræðunum í þetta sinn, systir góð,“ sagði Karen. „Það er eins og þú getir ekki um annað talað en það, sem mér er ógeðfelldast. Ég hef reynt að hugsa sem minnst um heimilið á Hofi og því síður að tala um það.“ „En ég kom hingað til þess að tala um það heimili. Þó að Rósa sé ekki dóttir mín, þá hef ég þó reynt að hafa spurnir af henni. Það var háseti hjá manninum mínum í vetur þarna úr sömu sveit. Ekki er hægt að segja að hann sé málgefinn, en samt hafði ég margt upp úr hon- um, sem gerir mig talsvert áhyggjufulla,“ sagði Rósa. „Hann sagðist hafa verið vinnumaður hjá þér, seinustu árin, sem þú bjóst á Hofi?“ „Var það Ásgeir frá Giljum?“ spurði Karen. „Hann hefði eins getað litið inn til mín og sagt mér fréttir. Ég hefði þá getað spurt hann eftir Rauð mínum.og hvort hann væri lifandi ennþá.“ „Jæja, svo þig langar meira til að frétta, hvað hestin- um líður en af dóttur þinni,“ sagði Rósa og brosti köldu brosi. „Það hefði sjálfsagt verið sama, þó hann hefði litið inn til þín. Þú hefðir varla farið að minnast á Hof við hann, fyrst þú vilt ómögulega að á það sé minnzt.“ Karen settist niður, þar sem systir hennar sá ekki andlit hennar. „Talaðu þá,“ sagði hún. „Hvaða fréttir færði hann þér?“ „Hvemig féll þér við hann sem ráðsmann, þann sem nú er orðinn tengdasonur þinn?“ „Mér féll vel við hann,“ sagði Karen. „Hann hugsaði um heimilið eins og hann ætti það.“ Heima er bezt 105

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.