Heima er bezt - 01.03.1959, Blaðsíða 31
Kristján tók allt, sem ég átti, barnið mitt og jörðina,
sem mér þótti svo óumræðilega vænt um. Ég stóð eftir
einmana. Þú getur ekki trúað því, hvað ég var sárhrygg,
þegar ég fór frá Hofi. Þess vegna treysti ég mér ekki
til að sjá þær stöðvar aftur. Svo er bezt að tala um eitt-
hvað, sem geðfelldara er. Eiginlega finnst mér þú hreint
ekkert notaleg við mig, þá einu sinni við sjáumst. Það
væri víst bezt að fara að hugsa til að hita sér kaffi.“
„En því er nú verr, að ég verð að tala meira við þig,“
sagði Rósa. „Ég hefði varla farið að gera mér erindi
heim til þín, til að rausa um Hof við þig, ef Ásgeir hefði
ekki fengið bréf í fyrradag að norðan. Það hefur víst
komið með skipi, því svo stutt var síðan það var skrifað,
og það voru ekki góðar fréttir, sem það hafði að færa.
Mislingarnir hafa geisað þar. Rósa er búin að liggja lengi
og það sem meira er, talin lítil von um, að hún stigi á
fætur aftur, og Geirlaug liggur líka, svo að þú getur
ímyndað þér, hvernig ástæðurnar eru. Ég gat ekki ann-
að en látið þig vita, ef þig kynni að langa til að sjá hana,
áður en hún hyrfi úr heiminum, ef það á fyrir henni
að liggja.“
„Getur þetta verið satt?“ sagði Karen. „Ég á bágt með
að trúa því, að mér hefði ekki verið skrifað, ef svo væri
komið fyrir henni.“ Það var klökkvi í röddinni.
„Hver átti að skrifa?“ spurði Rósa. „Það er víst ekki
vanalegt, að sárveikt fólki leggi það á sig að skrifa. Svo
er Rósa sjálfsagt búin að skilja það, að þér sé nokkurn
veginn sama, hvernig henni líður, þar sem þú hefur
ekki tíma eða vilja til að svara bréfum hennar.“
„Kristján hefði sjálfsagt getað skrifað fyrir hana,“
sagði Karen.
„Hefur hann stundum setzt niður og skrifað tengda-
mömmu? Getur ekki skeð, að honum sé álíka kalt til
hennar og henni er til hans,“ sagði nú Rósa.
„En þegar svona er ástatt! Eg er að vona, að þetta
séu einhverjar öfgar. Ég get ekki trúað þessu,“ sagði
Karen. Hún stóð við gluggann og talaði við glerið en
ekki við konuna, sem sat í stólnum fyrir aftan hana.
Henni var ógemingur að horfast í augu við hana, eftir
að hún var búin að vinza viðkvæmustu sannleikskornin
úr frásögninni.
„Það er margur langt leiddur en nær þó fullri heilsu
aftur,“ heyrðist frá konunni í stólnum. Hún var farin
að finna til þess, að hún hefði verið heldur óvægin við
systur sína, að ryðja þessu yfir hana næstum því for-
málalaust. En það var vani hennar að drífa allt frá á
svipstundu, sem gera þurfti. „Það er vel líklegt, að þær
séu báðar komnar á fætur. Varla fara þær báðar í garð-
inn, eða geturðu ímyndað þér það, Karen?“
„Hvað skyldi ég svo sem vita um það,“ svaraði Karen
gremjulega. „Þú talar um þetta eins og það væri okkur
óviðkomandi. Ég hef vitað svoleiðis ósköp koma fyrir,
þegar skæðar sóttir ganga, eins og til dæmis taugaveiki.“
„Þú þekkir mig að því að vera nokkuð tannhvöss. Þú
verður tæplega mjög lengi reið við mig,“ sagði Rósa og
kom út að glugganum til systur sinnar og kyssti hana á
kinnina. „Ég hef alltaf verið nöldurskjóða við þig. En
núna hélt ég, að ekki veitti af kröftugum orðum til að
ýta við samvizku þinni, svo að hún vaknaði af margra
ára svefni.“
„Hún hefur ekki alltaf sofið,“ sagði Karen. „Þú hefur
þó ekki verið að búa þessa veikindasögu til?“
„Nei, guð varðveiti mig frá því. Ég segi einungis það,
sem mér var sagt. Ef þú ferð ekki norður að vitja um
nöfnu mína, þá fer ég, og á ég þó ólíkt óþægilegra með
það en þú, sem ekkert hefur um að hugsa annað en að
snúast innan um stofurnar og þurrka rykið af mynd-
unum og mublunum,“ sagði Rósa.
„En hvernig átti ég að geta grennslazt eftir líðan
hennar, fyrst enginn var svo hugulsamur að skrifa mér?“
spurði Karen.
„En síminn, manneskja! Gleymdu ekki þessum miklu
þægindum, sem við erum búin að fá.“
„Það er nú ekki hægt að hafa mikil not af honum, fyrr
en hann er kominn heim í sveitimar. Og hvem ætti ég
að kalla í síma, þar sem Rósa er veik í rúminu?“ spurði
Karen.
„Ja svona, þú ert bara eins og ráðalaus krakld, þessi
duglega kona,“ sagði Rósa og brosti. „Þú gætir þó allt-
af talað við lækninn. Hann getur sjálfsagt sagt þér það
manna bezt, hvernig dóttur þinni líður.“
„Það segirðu satt og rétt. Þú hefur alltaf ráð undir
hverju rifi,“ sagði Karen.
„Þá ætla ég að fara hérna yfir í næstu götu. Ég ætla
að heilsa upp á vinnukonu, sem var hjá mér í mörg ár.
Nú er hún bláfátæk og með mörg böm og hefur sjálf-
sagt þörf fyrir að hún sé glödd eitthvað,“ sagði nú Rósa.
„Ég skal lána þér almennilegt sjal. Þessi reiðingur,
sem þú varst með, getur gengið á sjónum en ekki héma
á götunum. Mér finnst lílta, að þú ættir að greiða þér
og láta húfuna fara svolítið skár á þér,“ sagði Karen.
„Þú ert nú alltaf svo fín með þig,“ sagði Rósa glettnis-
leg, en þó fór hún að tína prjónana úr húfunni. „En
hvernig gemrðu lánað mér sjalið þitt, ef þú ætlar að
fara að tala í síma?“ bætti hún við.
„Ég á annað sjal og kápu líka,“ anzaði Karen, allt
annað en hlýlega. „Það er líka sími hérna í húsinu, svo
ég þarf ekki út á götu.“
Maddama Karen svaf lítið næstu nótt. Systir hennar
hafði farið nærri um það, að samvizka hennar myndi
vakna við hennar óvægu átölur. Samvizkan hafði nátt-
úrlega oft verið óróleg, en nú var hún vöknuð fyrir
alvöm. Rósa hafði sagt, að hún hefði ýtt móðurástinni
algerlega til hliðar, svo að eigingirnin gæti átt hug
hennar allan. Stolt hennar hafði verið sært svo átakan-
lega, að hún hafði hugsað um það eitt, að komast sem
fyrst burtu, svo að enginn fengi grun um ósigur hennar
og sízt af öllu niðurlægingu. Rósa, sem ætlaði sér að
orna sér við þann eld, sem hún var búin að hugsa sér að
sitja við sjálf. — En systir hennar hafði, eins og fyrr,
tekið ómjúkum höndum á framkomu hennar við eftir-
lætisstúlkuna sína — hennar eigin dóttur. Það versta var,
að hún hafði sagt alveg satt. Hún hafði heimsótt Sig-
Heima er bezt íor