Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 8

Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 8
Björn Blöndal i gróðurhúsi sinu. sums staðar, en þess ber þó að minnast, að hvarvetna finnur lesandinn þó karlmennið að baki. Því að höf- undur er að vísu tilfnninganæmur, en hins vegar gædd- ur þeirri sönnu karlmennsku, sem sízt lætur bugast, þótt á móti blási, eða gefst upp þó að torleiði sé frarn undan, heldur finnur hvarvetna ráð til bjargar. Eins og fyrr getur er alvaran víða blönduð gamansemi, en Björn er gæddur hárfínni skopvísi og kann að beita henni flestum betur. Eins og Jón Thoroddsen, langafi hans, hefur hann næmt auga fyrir því, sem kátlegt er í fari manna, og kann að draga upp af því ógleyman- legar myndir. Mætti þar t. d. nefna persónuna Helga Hálfdanarson. Efast ég um að slíkri manngerð hafi verið uerð betri skil annars staðar í íslenzku máli. Björn kann ótrúlegan fjölda af sögum og skrítlum, sem hann lagar í hendi sér og gerir sögulegar. Fléttar hann þær oft inn í aðrar frásagnir af ótrúlegum hag- leik. Einkum gætir þessa í skáldsögunni Örlagaþræðir. Spilla þær að vísu heildarmynd sögunnar, en eru les- andanum slíkt hnossgæti, að það fyrirgefst með öllu. Það er löngum tízka að rekja, hvaðan rithöfundum korni áhrif til þessa eða hins í verkum þeirra. Vafa- laust hefur Björn Blöndal orðið fyrir slíkum áhrifum eins og flestir aðrir. Hann er maður víðlesinn á skáld- skap, og kalla má, að íslenzkar fornbókmenntir og þjóðtrú sé honum í blóð runnið. En engu að síður fer hann sínar eigin leiðir, og naumast held ég, að hægt sé nokkurs staðar að benda á eftirhljóm frá öðrum höf- undum í ritum hans. En, hann hefur numið mál ís- lenzkrar náttúru betur öllum samtímarithöfundum ís- lenzkum, og hann hefur teygað af nægtabrunni ís- lenzkrar þjóðtrúar. Af þeim lindum hefur hann sótt sér lífsins drykk. En fyrst og fremst eru rit hans sprott- in af eigin skaphöfn hans og reynslu, ríkum tilfinning- urn og djúpum skilningi og samúð. Þar er engin upp- gerð, engin tilraun gerð til að skreyta sig með ann- arra fjöðrum. Það má ef til vill segja, að sá reitur, er hann hefur ræktað á akri bókmenntanna sé ekki ýkja stór, en hann er ræktaður af kostgæfni. Þar spretta ein- ungis kostajurtir, en illgresiskló verður hvergi fundin. Þess vegna hefur hann unnið hugi lesenda sinna. Og þótt erfitt sé að spá um framtíðina, hygg ég að gróður- blettur hans muni lengi bera ferskan lit í gróðurlendi íslenzkra bókmennta. Ritverk Björns Blöndals eru ekk- ert tízkufyrirbæri, þau eru hljómar frá einurn þýðasta strengnum í íslenzkri þjóðarsál. Það er styrkur hans og aðall. (Ljósmyndirnar af Birni J. Blöndal, sem birtast með þessari grein, eru allar teknar af Þorsteini Jósepssyni). Viá Svartíiöfóa „. . . Drengurinn læðist efst að höfðanum. Hann egnir öng- ulinn og kastar færinu út í ána. Svo gefur hann út línuna og straumurinn ber hann niður ána og í átt til lands. Þegar drengurinn hefur kastað nokkrum sinnum, finnur hann að eitthvað kippir í færið. Skyldi það vera lax? Hann fær ákaf- an hjartslátt og gefur eftir á hjólinu. Enn hefur hann engan laxinn veitt. Þetta er 1 fyrsta sinn, sem hann reynir þar, sem laxa er von. En stóra sjóbirtinga og vænar bleikjur er hann vanur að veiða. Fiskurinn kippir nokkrum sinnum í færið, og drengurinn smágefur eftir. Svo lyftir hann stönginni og kippir dálítið í. Fiskurinn er fastur á önglinum. Drengurinn þreytir fiskinn og heldur, að þetta sé stór sjóbirtingur. Einn af þeim fáu, sem stökkva ekki. En þegar fiskurinn er full- þreyttur og hann liggur á hliðinni í lítilli vík, þá sér dreng- urinn, að þetta er lax. Drengurinn hrópar: „Lax! Lax!“ Gleðiópið berst yfir ána og út í bláinn. Lóuþrælahópur, sem er á eyrinni í ánni, flýgur upp. Hljóðöldurnar vekja hann af draumum sínum. Drengurinn tekur um sporðinn á laxinum og ber hann upp á bakkann. Þetta er lítill lax, varla meira en þrjú pund. Það skiptir nú ekki heldur svo miklu máli, þó að hann sé lítíll. Lax er það samt. . ..“ Úr bókinni „Hamingjudagar“ eftir Björn J. Blöndal. Af þessari bók eru til nokkur eintök hjá afgreiðslu „Heima er bezt“. Verð í lausasölu kr. 100.00. Til áskrifenda „Heima er bezt“ aðeins kr. 70.00. 224 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.