Heima er bezt - 01.07.1960, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.07.1960, Blaðsíða 9
GISLI HELGASON FRA SKOGARGERÐI: Síéustu clagar Möéruvall askóla og Lruninn þar 22. marz 1902 (Framhald). Nú tók kvistþakið að loga, fóru þá eldflyksur að þeytast fram á hlaðið, svo að Stefáni þótti ekki hættu- laust, að fólk hefði þarna umgang. enda var þá víst bú- ið að bera að mestu leyti út úr stofum Hjaltalíns í suð- urendanum niðri. Eftir voru nú samt öll skólaborðin, þegar Stefán bauð öllum út að ganga. Þótti okkur það ekki gott sumum. Sögðum við Stefáni, að vel mætti ná borðum og bekkjum úr neðri bekk út um glugga. Við höfðum ekkert liik á þessu, en brutum í flýti ann- an gluggann úr, og tókum í snatri öll borðin út. Sumir vildu nú fara eins að í efri bekk, og býst ég við, að það hefði tekizt, en Stefán bannaði það með öllu, enda var nú eldurinn kominn lengra áleiðis þar, því kvisturinn var í sömu hliðinni. Nú var næsta skrefið að verja hús Stefáns, sem stóð líklega 15—20 metrum utar. Bótin var, að vindur stóð af því, en ekki á það, frá hinu brennandi húsi. Samt var nú grátandi kvenfólk tekið að bera þar út fatnað og fleira. Var nú það ráð tekið, að hlaða snjóhnausum upp með suðurenda hússins, og enda ausa snjó upp á þak- ið. Þótti nú sýnt, að ekki mundi húsið saka, ef vind- staðan breyttist ekki. Þetta gekk fljótt og var nú hætt við að bera út úr húsinu, og blessaðar konurnar létu huggast, Bækur allar og fatnað var farið með í kirkjuna. Þetta kvöld var búið um alla í flatsæng í kórnum, en næsta dag voru öll rúmfötin borin upp á loft, og þar sváfum við í flatsæng fram úr. Þó var hinum veikbyggðustu, einum 6 eða 8, holað niður inni í flatsæng, því að rúm- stæðin brunnu öll, en inni í húsi Stefáns var miklu hlýrra. Mig minnir, að 10 stiga frrost væri á kirkju- loftinu á stundum. Skólaborðin, skrínur og fleira var flutt út í leikhús. Þar tókum við svo prófið seinna við borðin úr neðri bekk, sem aldrei var neitt rótað við um veturinn, en hin sem virtust hrist og skekin um haustið, þau brunnu. Um nóttina voru fjórir piltar fengnir til að vaka, skyldu þeir einkum aðgæta hvort vindstaðan breyttist til óheilla. Skólahúsið var þá fallið fyrir stundu, orðið að brunarúst, sem eldtungur teygðu sig víða upp úr. Neistaflug var enn talsvert, en það barst allt brott frá hinum húsunum, því að vindstaðan hélzt óbreytt alla nóttina. Auk mín vöktu þarna Bogi Ólafsson og Jakob Frí- mannsson, Húnvetningur, en nú man ég ekki, hver var sá fjórði. Við sátum inni í borðstofunni, en litum út við og við. Við ræddunt um þennan óhappa atburð, og hver áhrif þetta mundi á skólann hafa. Við töldum lík- legt, að nú yrði skólinn endurreistur á Akureyri, því að komið hafði til umræðu í blöðum og á þingi að flytja skólann þangað, og við vissum að Stefán kennari var því fylgjandi. Hann var orðinn áhrifamaður mikill um þær mundir. Allir vorum við samt á einu máli um það, að skólinn væri betur kominn þarna, og máttum ekki til þess hugsa, að Möðruvellir legðust niður sem mennta- setur. Við höfðum tekið tryggð við staðinn. Nú vil ég víkja fáeinum orðum að upptökum elds- ins. Áður er sagt, að eldurinn hafi stafað frá ofninum á kvistinum. Það hefur getað orðið með tvennu móti. í hörkufrostum, eins og voru þessa daga, voru ofnarn- ir kyntir mjög með kolum, svo að þeif urðu stundum glóandi. Gat því hæglega kviknað í þili bak við hinn glóandi ofn, sem ekki var nema örstutt frá. Ég ætla, að svo hafi farið þarna, því er ég kom þarna að, var ofnstærðin nákvæmlega teiknuð með eldi, sem kominn var í gegnum þilið. Nú lá vitanlega rör frá ofninum um hanabjálkaloft að reykháf, kom í ljós, er Stefán lét athuga þetta, að eldur var líka kominn út frá því í þak- ið. Var þá sýnt, að ekki yrði húsinu bjargað. Senni- lega hefur hvort tveggja átt sér stað. Þess er áður getið, að Ólafur Davíðsson bjó á kvist- inum þennan vetur, en hafði fæði hjá Stefáni kennara. Hann fór æfinlega upp á kvist úr síðasta tíma, því að þeir mötuðust jafnan síðar en við. Við mættum Ólafi jafnan, þegar við vorum að koma utan úr borðstof- unni, þá var hann að fara til snæðings. Þennan dag brá nú Ólafur samt vana sínum. Hann hafði síðasta tíma sinn í efri bekk, bað einhvern piltinn að skreppa upp á safn með bók, sem hann hafði með sér í tímann, en fór rakleitt út í hús til Stefáns. Þetta mun hafa stafað af því, að Ólafur var aldrei þessu vant ofurlítið hreifur af víni þennan morgun, er hann kom í tíma. Nú var annríki laugardagsins lokið, við tók helgin, og engin synd að fá sér hressingu, eftir dagsins önn. Daginn áður fór fram á Möðruvöllum jarðarför Steindórs Jónassonar frá Þrastarhóli. Við urðum þess varir, að eitthvað höfðu þeir Stefán og Ólafur vín um hönd um kvöldið. Af því hefur Ólafi þótt þörf að hressa sig morguninn eftir. Ef Ólafur hefði ekki brugðið vana sínum þennan ó- Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.