Heima er bezt - 01.07.1960, Side 10

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 10
happadag, er líklegt mjög, að hann hefði orðið eldsins var eða íkveikjunnar svo tímanlega, að við hefði mátt ráða. En jafnan dregur nokkuð til þess sem verða vill. Um Ólaf Davíðsson er skylt að geta þess, að okkur líkaði sérlega vel við hann þenan vetur, bæði sem kenn- ara og ekki síður í daglegri umgengni. Hann var laus við þéringarnar, sem mér fundust jafnan standa eins og múr á milli pilta og kennara. Hann stundaði starf sitt vel og neytti aldrei víns á virkum dögum, svo að ég vissi til, nema í þetta eina skipti. Á sunnudaginn boðaði Stefán pilta alla á fund í borð- stofunni, til að ræða við okkur um framtíðina. Hann lagði það til, að við reyndum að vera þarna áfram og taka próf. Efribekkingar áttu ekki eftir að vera í tím- um nema svo fáa daga, því upplestrarfrí átti að byrja að enduðu páskafríi. Hins vegar áttu neðribekkingar eftir að vera í tímum um hálfan mánuð. Auðvitað varð ekkert við því gert, og engin kennsla orðið, en hann taldi báða bekki hafa gott af að lesa upp og taka prófið. I húsi Stefáns voru tvö herbergi óþiljuð innan, og að- eins notuð til geymslu. Hann bauðst til að láta gera þau í stand þessa daga fyrir hátíðina, og gætu þetta orðið þolanlegar lesstofur fyrir okkur. Hann bauðst líka til að liðka allt til, sem hann gæti, svo að okkur gæti liðið þama þolanlega. Hann benti og á það, að við hefðum þegar greitt þjónustu og matreiðslu fyrir allan tímann, mundum líka eiga nokkrar matarbirgðir, sem okkur mundi lítið úr verða. Að lokum sagði hann, að sér væri það mikill þyrnir í augum, ef við yrðum allir að fara próflausir, þar sem hann ætti nú að heita skólastjóri í fyrsta sinn á æfinni. Nú féllust allir á þetta. Ég man ekki til, að neinir færu, nema tveir piltar af Akureyri úr efri bekk. Þeir sögðust geta lesið heima og komið til prófs, en hvað sem úr lestri hefur orðið, þá komu þeir ekki til prófs- ins. Þegar fram í páskavikuna kom, skánaði tíðarfar. Við náðum sumir í hressingu að innan og leið sæmilega, en engir komu til að þilja innan herbergin eins og lofað hafði verið, og leizt sumum illa á það. Seinni partinn á föstudaginn langa kem ég inn í borð- stofu úr einhverju rölti úti við. Þar eru þá því nær all- ir piltar mættir, og er nú rætt um að hætta að hanga hér. Það sé auðséð, að ekki eigi að útbúa þessi lesstofu- efni, eins og lofað hafi verið. Hér verði engin leið að lesa undir próf eða taka það öðru vísi en að það verði öllum til skammar. Það var einkum Bogi Ólafsson, sem túlkaði þetta og Magnús Sigurðsson frá Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. Ég brá nú við, fór til Stefáns og sagði honum, hvern- ig sakir stæðu. Ég hafði reynt að fá þá til að hætta við þetta, en það stoðaði ekkert. Stefán kom nú brátt á vettvang og tók að rökræða málið. Hann kvaðst ekki hafa getað fengið smiðina til að koma út eftir á þriðjudaginn, því að þeir hefðu ekki viljað vinna við þetta um lægri helgarnar fyrir páska. Þeir hefðu hins vegar lofað að koma á annan í páskum og sagt, að þetta mundi ekki taka nema tvo mest þrjá daga, svo að þetta hefði lítil áhrif, þar sem páskafríið ætti að standa fram í miðja vikuna eftir páska. Sennilegt er, að aldrei hefði komið til þessa uppþots, ef Stefán hefði sagt okkur strax frá þessu, þegar hann kom heim, en það hafði hann alveg vanrækt. Nú var komin ólga mikil í liðið, einkum efribekkinga, og hvernig sem Stefán beitti mælsku sinni og lagni, gat hann ekki komið á sáttum. Bogi og Magnús voru ekki alveg á því að láta í minni pokann, báðir voru stífir og stórir. Þeir héldu því fram, að engin leið væri að lesa hér undir próf, enda þótt þessar stofur kæmu í gagnið seint og síðar meir. Slíkt próf yrði okkur öll- um til minnkunar. Ég man vel, að Stefán sagði við Boga, sem var dá- lítið við skál: „Þótt þú værir nú tekinn til prófs þarna á stundinni eins og þú ert nú, og ólesinn, þá mundir þú hljóta fyrstu einkunn, hvað þá ef þú færð skilyrði til að lesa undir prófið.“ Eftir ærið þjark þarna í borðstofunni urðu þau mála- lok, að fimrn piltar úr efri bekk kváðust fara mundu alfarnir á morgun frá Möðruvöllum. Neðribekkingam- ir allir létu sefast, enda veit ég ekki, hvort þeir höfðu tekið ákvörðun um að fara, því að ekki mun hafa verið hafin atkvæðagreiðsla um málið áður en Stefán kom til sögunnar. Neðribekkingar voru líka æfinlega viðráðanlegri og betri viðureignar, ef eitthvað skarst í odda með piltum og kennurum, má ef til vill víkja að því síðar. Þeir sem voru ráðnir í því að fara voru þessir: Bogi Ólafsson, síðar yfirkennari við Menntaskólann í Reykja- vík, Magnús Sigurðsson, síðar bóndi á Hjartarstöðum á Héraði, Björn Jónsson frá Hreiðarsstöðum í Svarfað- ardal, Páll Árnason frá Atlastöðum í Svarfaðardal, síð- ar bóndi í Ártúni við Hofsós, og Björn Jónasson frá Reykjum í Hjaltadal, mun síðar lengi hafa verið barna- kennari þar í dalnum. Mikið lögðu þeir að mér, þessir vinir mínir, einkum þó Bogi og Magnús, að fara líka, en ég var líka þrár og lét mig ekki frekar en þeir. Þeir tóku nú saman pjönkur sínar um kvöldið, og ætluðu þeir Bogi og Magnús inn til Akureyrar, en hin- ir held ég hafi ætlað beint út í Svarfaðardall. Við ætl- uðum ýmsir félagarnir að fylgja þeim á leið. Að lokn- um morgunverði var því farið út í hús, til að kveðja Stefán, skólameistarann þennan vetur, annað sæmdi vit- anlega ekki þeim, sem voru að fara alfarnir. Við komum nú inn í tilvonandi lesstofurnar og gerð- um boð fyrir Stefán. Hann lét einn og einn koma inn til sín í einu, og dvaldist þeim mjög lengi. Ég man nú ekki, hvern hann tók fyrstan, þó hygg ég, að hann hafi tekið þá Boga og Magnús síðast og haft þá lengst til viðtals. Þeir, sem út komu aftur, voru hljóðir og sagnafáir um viðræðurnar við skólastjórann. Síðast tók hann þá inn alla í einu, en að því búnu komu þeir út fremur 226 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.