Heima er bezt - 01.07.1960, Page 13

Heima er bezt - 01.07.1960, Page 13
ÁGÚST SIGFÚSSON: Sjálfs-f / s-rrasopn a fvill u Frásögn af villu þessari hefur áður verið prentuð í Hrakn- ingum og heiðavegum, I. bindi. bls. 162—174. Hefur Pálmi Hannesson rektor skráð hana eftir sögusögn þeirra leitarfé- laganna og nefnir hana Villa d Eyvindarstaðaheiði. Enda þótt frásaga Pálma sé með ágætum sögð, taldi ég rétt að birta þennan þátt, þegar hann barst mér í hendur, þar sem hann er skráður af manni þeim, er í villunni lenti, á mjög greinar- góðan hátt, en sjaldgæfar munu svo skýrar frásagnir manna, sem sjálfir hafa lent í slíku. Þá er þessi þáttur skráður um sjö árum fyrr en prentaði þátturinn. Eigin sögn Ágústs er og um sumt fyllri en hin prentaða saga, einkum um það, er við kemur tilfinningum hans sjálfs og líðan á meðan á vill- unni stóð. Þá er og draumur Ágústs allmiklu fyllri hér. Einnig ber á milli um bæinn, sem Ágúst fékk úrið lánað á. Segir hann það hafa verið í Ytri-Svartárdal, en ekki í Fremri- Svartárdal, eins og í prentaða þættinum. En þeim, sem kynnast vilja nánar, hvar leiðir Ágústs lágu, skal bent á prentaða þáttinn, því að þar rekur Pálmi þær af sinni frá- bæru þekkingu á þessum slóðum. — St. Std. Það mun hafa verið í nóvember 1886. Eg var þá vinnumaður hjá Jóhanni hreppstjóra Péturssyni á Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi, unglingur á nítjánda ári, frískur, fjörugur og léttur á fæti. Heimtur voru víða slæmar þar í sveitinni um haust- ið, og héldu rnenn að fé hefði orðið eftir á afréttum. Var því ákveðið að senda tvo menn í eftirleit á Ey- vindarstaðaheiði. Skyldi annar vera Helgi Björnsson á Anastöðum í Skagafjarðardölum, og átti hann að hafa umsjón með leitinni, því hann var kunnugur á heið- inni. Hinn manninn átti Jóhann hreppstjóri að leggja til. Bauðst ég til að fara. Samdi hann við Helga um, að flytja fyrir mig nestið, því að hann ætlaði með hest, svo ég gæti gengið laus. Tíð hafði verið fremur slæm og óhagstæð undanfarið; var komin talsverð fönn. Kvöldið áður en við lögðum upp á heiðina, fór ég fram að Ánastöðum og gisti þar um nóttina. Um morg- uninn var nokkurt frost, en annars bærilegt veður. Fór- um við frá Ánastöðum fram að Olduhrygg, fremsta bæ í dalnum, þaðan vestur og upp á svonefndan Litla- sand; ætluðum að vera um nóttina í Haugakofa (í Bug- um). Þar var köld aðkoma, kofinn hálffullur af gaddi, hafði verið gengið illa frá honum og því fennt inn í hann. Leið okltur illa þar um nóttina, sakir kulda og sváfum lítið. Gerði Helgi ráð fyrir að leggja snemma upp um morguninn og fórum við af stað fyrir dag og án þess að hafa etið morgunmat. Þegar við komum fram fyrir Haugakvísl, skipti hann göngum, skyldi ég leita fram með kvíslinni að vestan og hafa stuðning af henni til að rata, því að ég var ókunnugur, en sjálfur fór hann fram Ásgeirstungur, áttum við svo að hittast á Hraungarðshaus, sem er fram af tungunum, og sá, er fyrri yrði þangað, bíða hins, ef báðir kæmum ekki jafnsnemma. Ætluðum við svo þaðan til gistingar í Ströngukvíslarskála. Það er löng leið fram á Hraungarðshausinn. Var dag- ur því að ltvöldi kominn er ég kom þangað, og farið að syrta að með hríð, en Helgi ókominn. Beið ég hans þar þó hálfa klukkustund. (Eg leit reyndar eklri á úrið, sem ég hafði með mér, en gizkaði á,- að það hefði verið hálf stund). Fór mig nú að lengja eftir Helga og afréð að halda áfram og reyna að ná skálanum, en þangað hafði ég aldrei komið og vissi ekki hvar hann var, hafði að- eins hugmynd um, í hvaða átt hann væri. Var nú farið að hríða talsvert og þegar ég kom upp á Fossbrekku, var komin stórhríð og náttmyrkur. Undir brekkunni rakst ég á þrjár kindur. Elti ég þær um stund, en tap- aði við það áttunum og vissi nú ekki, hvað gera skyldi, einn og áttavilltur, uppi á reginfjöllum og langt frá mannabyggðum. Hugsaði mér þó að ná svokallaðri Runu (það er dalverpi, áframhald af Svartárdal og kall- að Svartárdalsruna eða aðeins Runa). Bjóst ég við að hríðin væri á norðaustan, fór því lengi vel á móti veðr- inu, en sló mér síðan það undan, að ég hafði hríðina á vinstri vangann. Færi var ágætt, því mjög var hvasst, og reif snjóinn burtu. Gekk ég hratt, en var nú orðinn rammvilltur og vissi ekkert, hvert ég fór. Hljóp ég þarna um hraunin, þar til ég kom loks að háum hnjúk, vestan í honum var dálítið skjól og hafði myndazt þar skafl. Kasta ég mér niður í hann, því að ég var orðinn mjög þreyttur, syfjaður og hrakinn. Lá ég þarna litla stund, festi ofurlítinn blund og dreymdi eftirfarandi draum: Eg þóttist staddur heima á Brúnastöðum og eiga að fara að binda hey fyrir Jóhann bónda. Var ég með þrjá gráa hesta í taumi, en með mér var vinnukona á Brúna- stöðum, María Guðmundsdóttir að nafni. Þá þótti mér við mæta tveim mönnum; gengu þeir samhliða, var annar maðurinn noltkuð roslrinn að sjá (um sextugt), alskeggjaður, heldur meir en meðalmaður á hæð og þrekvaxinn, var hann með hatt á höfði, þykkan og stóran mórauðan trefil, vafinn um hálsinn og í síðri kápu, sem náði ofan á mitt læri. Hinn var unglingspilt- ur, að því er virtist 14—15 ára gamall; var hann með niðurfletta húfu á höfði, trefil um háls og í stuttri kápu; báðir voru þeir í dökkum buxum. Menn þessa þekktum við ekki. Heilsuðum við þeim að fyrra bragði, Heima er bezt 229

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.