Heima er bezt - 01.07.1960, Blaðsíða 14
Tók aðeins sá eldri undir kveðjuna og þó dauflega, en
um leið og þeir fara frá okkur, segir hann við mig:
„Þú munt bráðum fá að reyna á þolrifin, lagsmaður“.*)
Vaknaði ég nú, og varð draumurinn ekki lengri. Var
mér hrollkalt, því að ég var sveittur, er ég lagðist fyr-
ir. Stóð ég nú upp og litaðist um, en sá ekkert frá mér,
svo svört var hríðin. Gekk ég þarna um gólf á að gizka
tvo tíma og barði mér til hita. Fór þá ögn að rofa til
svo að ég lagði af stað, en vissi ekkert hvert halda
skyldi, hafði þó óljóst hugboð um að ég væri alltof
vestarlega. sótti því í veðrið og hugðist að ná Runu.
Þegar ég hafði gengið um stund, sá ég tvo menn ganga
skammt á undan mér. Hélt ég að þarna væri Helgi
kominn og hefði hann hitt einhvern. Hljóp ég lengi
á eftir mönnum þessum og kallaði á þá, en þeir gegndu
ekki og héldu stöðugt áfram. Gengu þeir samhliða og
dró hvorki sundur né saman með okkur. Skildi ég ekki
hverju þetta sætti og fór að gruna, að ekki myndi allt
einleikið. Virti ég þá nú nánar fyrri mér og sá þá, að
þeir voru báðir lægri vexti en Helgi, sem er hár mað-
ur. Tók ég nú líka eftir því, að engin slóð sást eftir
þá, þótt þeir væru skammt á undan mér. Greip mig nú
hálfgerð hræðsla og komu mér í hug draummennirnir;
sá ég að búningurinn var sá sami og á þeim. Leizt mér
ekki á, að elta þá lengur, tók því aðra stefnu og vildi
komast frá þeim. En ekki hafði ég gengið lengi í þá átt,
er ég varð var við, að þeir voru þar komnir á leið mína
aftur. Breyti ég stefnu aftur, en það fer á sömu leið.
Gekk í þessu þófi alla nóttina fram í dögun. Ég reyndi
alltaf að komast frá þeim með því að skipta um stefnu,
en þeir voru alltaf eftir litla stund komnir fram fyrir
mig aftur. Fór ég ýmsa króka og hringi um nóttina,
merkti ég það af því, að ég kom hvað eftir annað á
slóð mína aftur. Þegar dagaði, hurfu þeir.
Hríðin var sú sama. Hélt ég áfram allan daginn og
sótti móti veðrinu. Var ég nú orðinn allþjakaður og
gat ekki farið jafnhratt yfir, enda var ég matarlaus,
því að Helgi flutti nestið. Svarf nú að mér, bæði hung-
ur og svefnleysi. Þegar kvöldaði, sá ég þá félaga aftur.
Gengu þeir spölkorn á undan mér, alveg eins og nótt-
ina áður. Reyndi ég alltaf að losna við þá með því öðru
hvoru að breyta um stefnu, en allt fór á sömu leið og
fyrri nóttina: Hvaða stefnu sem ég tók, voru þeir þar
komnir fram fyrir mig. Þvældist ég þetta sitt á hvað,
því aldrei vildi ég elta þá. Leið nóttin þannig til morg-
uns, þá hurfu þeir mér aftur, og var ég laus við þá all-
an þann dag til kvölds. Birtust þeir mér þá enn á ný,
en nú var ég orðinn svo sljór, að ég skeytti lítið um
þá og ranglaði hugsunarlaust á eftir þeim. Eftir að
hafa gengið þannig skamma stund, kom ég að djúpu
*) Síðar sagði ég draum þennan gömlum manni, Eiríki á
Skatastöðum. Kannaðist hann við menn þessa eftir lýsingu
minni á þeim. Höfðu þeir orðið úti á Nýjabæjarafrétt, hrap-
að þar fram af björgum, og fundust bein þeirra ekki fyrr en
mörgum árum síðar. Höfðu þeir verið þrír á ferð, villzt og
ekki komið saman um stefnuna. Skildi þá einn við hina og
hafði sá sig til byggða.
klettagili. Þar hurfu þeir mér alveg og hef ég aldrei
orðið þeirra var né séð þá síðan. Eftir gili þessu rann
stór á. Ekki sá ég hvert hún rann, því að gilið var svo
djúpt. Ég var staddur í nokkrum halla. Gekk ég nú
meðfram ánni undan brekkunni, þar til ég kom að ár-
mótum. Hafði ég stóru ána á vinstri hönd. Var hún
alveg ófær yfirferðar. Rak ég staf minn niður í hana,
til þess að ganga úr skugga um, hvert hún rynni. Hin
áin var miklu minni, en full af krapi. Lagði ég út í
hana og tók hún mér vel í mitti. Þegar yfir kom, gerði
blíðuveður, lygnt og frostlítið, en snjónum kyngdi nið-
ur. Ég var nú orðinn mjög máttdreginn af svefnleysi
og hungri, auk þess rennandi úr ánni, drógst því áfram
af veikum burðum, skreið meira en gekk, því ófærð
mikil var á dal þessum. Ekki vissi ég, hver hann var.
Urðu mörg smágil á leið minni, sem ég skreiddist yfir,
hélt mig með stóru ánni og varð að gæta mín vel að
hrapa ekki í gilið, því dimmt var af hríð og náttmyrkri.
Þegar neðar kom á dalinn, varð fyrir mér hrossahópur,
þóttist ég kannast við eitt hrossið, skjótt að lit, en gat
ekki áttað mig á því til fulls, því þau hræddust mig og
þutu burtu, vegna þess að skrjáfaði í frosnum fötum
mínum. Nokkru síðar kom ég að bugðu nokkurri á
gilinu, myndaðist þar nokkurs konar klettahvammur.
Þegar ég var kominn fyrir hvamm þennan, heyrði ég
hundgá og glaðnar nú heldur yfir mér. Býst ég við að
vera kominn nálægt mannabyggðum, en veit þó ekki,
nema það geti verið útilegumenn. Stefndi ég samt á
hljóðið. Eftir nokkra stund kom ég að fjárhúsum. Sá
ég þau ekki fyrr en ég svo að segja rakst á þau, svo
var dimmt af myrkri og hríð, en þau hulin snjó. Opn-
aði ég fjárhúsdyrnar, en var á báðum áttum um, hvort
ég ætti að ráðast til inngöngu eða ekki, því verið gæti
að útilegumenn væru fyrir. Afréð ég þó að hætta á
það og hét sjálfum mér því, að bjóðast til að sverja
þeim trúnaðareiða, svo þeir dræpu mig ekki. Þá heyrði
ég hundgána aftur, heyrðist mér hún vera hinum meg-
in í dalnum, gegnt húsunum. Hugsaði ég að hundur
þessi hlyti að vera nálægt einhverjum bæ. Hætti ég nú
við að fara inn í húsið, batt það aftur og gekk á hljóð-
ið. Eftir að hafa gengið kippkorn, varð á á leið minni.
Rann hún í hina ána. Hinum megin við hana grillti ég
í reisulegan bæ, en áin var svo mikil, að ég treysti
mér ekki yfir hana. Áleit ég óhugsandi að gengið væri
á húsin frá þessum bæ. Gekk ég því dálítinn spöl upp
með ánni. Varð þá fyrir mér bær. Fór ég þangað heim
og gerði vart við mig. Var þetta í bládögun. Kom mað-
ur út, og spurði ég hann hvaða bær þetta væri. Sagði
hann það vera Hof í Dölum. Stendur það austan við
Jökulsá. Var það hún, sem ég fylgdi um nóttina, en
Hofsá áin, sem ég kom að um morguninn. Bað ég
manninn að skila til húsbændanna, að ég bæði þá að
lofa mér að hvíla mig þarna og var það velkomið. Hétu
hjónin Jónatan og Guðríður. Tóku þau snilldarvel á
móti mér. Sagði ég þeim, hvernig á ferðum mínum
stæði, fór úr vosklæðum, en konan hljóp út í fjós og
Framhald á bls. 233.
230 Heima er bezt