Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 15

Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 15
ROSBERG G. SNÆDAL: Maéur hittir mann að voru sárfáir í vagninum, og þessir fáu voru dreifðir um hann allan. Yfir að líta minnti þetta á gisna taflstöðu, og hver viðkomustaður kost- aði venjulega mann, einn eða fleiri. En það kom varla fyrir að vagnstjórinn þyrfti að opna fram- hurðina til að hleypa inn. Þetta var líka síðasta ferð. Farþegarnir voru syfjulegir, horfðu niður á tær sér, eða einblíndu út um glugga eða upp í loftið, án eftir- tektar. Engin orð. Eg sat í öfuga sætinu, næst aftast, og var þar einn um hituna. Gegnt mér, í aftasta sætinu, var líka einn mað- ur. Hann sat þar þegar ég kom. Ég horfði ekki mikið á hann, enda kom hann mér ekkert við, en nágrennið neyddi mig til að vita þetta: Hann var hvassnefjaður og augun lágu djúpt í tóttunum. Hann var sköllóttur og hélt á hattinum í skauti sér, líklega til að brengla ekld kúluna, ef hann ræki sig uppundir. Hann gæti hafa verið skrifstofumaður, en sennilega þó nærri einhverri kaúpmennsku, — kannske líka sölumaður eða sjoppu- eigandi. Það getur vel verið, mér finnst það einhvern veginn. Hann var í góðum holdum og sömuleiðis góð- um frakka. Hann talaði ekki orð við mig, enda gaf ég honum ekkert tilefni, en hann talaði við annan mann, sem á eftir að koma við þessa sögu, ef sögu skyldi kalla, og er einmitt tilefni hennar. Vagninn. Hann er heimur út af fyrir sig. Vegir hans eru útreiknaniegir, en fólkið, innihaldið, óútreiknan- legt. Alaður sér það, og sér það ekki, — heyrir það tala og heyrir það ekki. Það er ópersónulegt. Það er iða, — straumurinn sem kemur og fer. Lífsstraumurinn. Hann gjáipar á flúðum og steytir á steinum. Leitar rennslis, þrár, áleitinn — og hefur sitt fram. Auga mætir auga. Maður hittir mann, til að heilsast og kveðja. Tilviljunin ræður, sameinar og sundrar. Dagurinn og vegurinn og dynur vagnsins ymur í eyra. Rósamál um ævintýri og ástir seytlar inn í hlustir óvið- komandi. Fögnuður er hér, fálæti þar. Vagninn er heimur út af fyrir sig. Fólk talar um allt í strætisvagni, eins hitt sem ekki er hægt að tala um í fjölmenni. En fólkið í vagninum er ekki venjulegt fólk, það er fólk að fara. Og hann sat þarna gegnt mér, maðurinn með hattinn á hnjánum. Vagninn nam staðar, og vagnstjórinn muldraði eitt- hvað, sem ég heyrði ekki. Enginn sagði „já takk“, en vagnstjórinn opnaði framhurðina og einn maður kom inn. Hann kom afturí til okkar, fikaði sig alla leið með stuðningi stólbakanna, en notaði ekki loftslána. Hann mundi vera óvanur að ferðast í vögnum. Honum lá við falli þegar vagninn tók áfram og slangraði illa við hverja ójöfnu, sem varð fyrir hjólunum. En aftur í vildi hann komast og hafnaði í aftasta sæti, hjá mann- inum með hattinn. Áður en komumaður hafði lokið við að setjast, reis hinn upp til hálfs með auðsæjum fagnaðarlátum og fag- urgala, þreif hendur hans í sínar og hristi þær lengi og innilega: — Nei, ert það þú virkilega sjálfur? Blessaður, bless- aður, ævinlega. Þar sem þetta gerðist rétt við nefið á mér, komst ég ekki hjá því að veita náungunum eftirtekt. Mér varð á svipstundu ljóst að þarna hittust afskaplega miklir vinir eftir afskaplega langar fjarvistir og sennilega hefðu þeir afskaplega mikið og merkilegt að segja hvor öðr- um. Vinfengi þeirra birtist mér einnig í því, að hattur- inn, sem hvílt hafði á hnjám eiganda síns valt nú niður á gólf, yfirgefinn og gleymdur í bili. Ég tók hann upp og geymdi meðan fagnaðaraldan reið yfir. Hinn nýkomni fór sér í öllu hægar en hinn, en tók þó kveðjunni hlýlega. — Já, komdu blessaður. Já, þú hér. Ég þóttist þekkja þig. Blessaður og sæll. Gaman að sjá þig. Hvað segirðu annars til? — Já, gamli vinur. Segi? Það er nú það. Já, margt gæti maður nú sagt. En hvað segir þú? Það er orðinn tími síðan ég hef séð þig, Páll. — Segjum tveir. Ég veit svo sem ekki hvað er langt síðan ég sá þig seinast. — Ég man það víst ekki heldur upp á hár. En það er orðið langt, svo mikið veit ég. — Sjálfsagt ein tuttugu, þrjátíu ár, gæti ég trúað. — Já, það er sjálfsagt, ef ekki meira. — Já, kannske það sé líka meira. Og maður hefur aldrei sézt þennan tíma. Það er tími maður. — Já. Tíminn líður áður en maður veit af. — Ef það nú er. Hann líður fljótt, það segirðu þó satt. Meira en það. Hér varð aðeins hvíld í samræðunum og mennimir hagræddu sér í sætunum. Ég notaði stundina og fékk eigandanum hattinn. Hann varð feginn og þakkaði mér hofmannlega fyrir! — Þakk yður fyrir. Þakk fyrir. Já, þakk yður fyrir. Þeir flýttu sér ekkert að byrja samræður aftur, vin- Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.