Heima er bezt - 01.07.1960, Side 16
irnir, — leituðu í vösum sínum að einhverju eða engu —
sennilega engu, — og horfðu helzt í gagnstæðar áttir.
Það kom í hlut mannsins með hattinn að taka þráðinn
upp að nýju.
— Þú hefur trúlega frá ýmsu að segja, eftir allan
þennan tíma, Páll minn.
— Alaður skyldi ætla það.
— Já, ef maður mætti nú vera að því að spjalla ær-
lega saman, í ró og næði meina ég. En það vill nú svo
illa til að ég er í þann veginn að komast á leiðarenda,
svo þetta verður ekki nein stund.
— Einmitt það já. Áttu heima hérna einhvers staðar?
— Já, blessaður vertu. Eg verð kominn heim eftir
svo sem — hvað á maður að segja? (Hann leit á úrið
sitt.) Eftir sirka fimm mínútur, kannski tíu.
— Nú, það er bara svona. Þá eru kannski ekki nema
tæpar tíu mínútur þangað til þú ferð.
— Nei, áreiðanlega ekki meira. Mér þykir sennilegt
að það verði ekki einu sinni svo langt. Við skulunr sjá
annars, hvað er nú klukkan? Já, hún er réttar tuttugu
mínútur gengin í tólf. Það mætti segja mér að ég yrði
kominn fyrir hálf tólf, eða rétt um það, — jafnvel þeg-
ar hún er tuttugu og fimm mínútur gengin.
— Það er bara svona. Eftir svo sem fimm mínútur?
sagði Páll og leit á sitt úr.
— Já, ég gæti trúað því. Þeir aka heldur greiðar
núna, þegar umferðin er farin að minnka.
— Já. Það er drjúg ferð á þessum stóru bílum, þó
manni finnist þeir ekki fara sérstaklega hart. Ég skal
segja ykkur það.
— Uss, ég er nú smeykur um það. Hann er býsna
drjúgur þessi jafni hraði.
— Hætt er nú við, það er þannig með allt. Og nú er
hún tuttugu og þrjár mínútur gengin. Sagðirðu ekki að
þú yrðir kominn á leiðarenda þegar hún væri tuttugu
og fimm mínútur gengin?
— Jú, ég gizkaði á það. Náttúrlega getur það leikið
á tveim til þrem mínútum.
— Já já, mikil ósköp, ég spyr nú ekki að því. — En
hvað segirðu annars til? Ekkert sérstakt, vænti ég.
— O hvað ætli maður segi, — allra sízt á þessum fáu
mínútum. En það hefði verið gaman að mega spjalla
við þig í ró og næði, eftir öll þessi ár. Og maðurinn
setti hattinn á höfuðið.
— Segðu það nú. Þú hefur það sæmilega gott vænti
ég?
— Já já, jú jú. Ég hef það, það held ég. Er ekki sama
með þig?
— Ojú, maður hefur svosem ekki undan neinu sér-
stöku að kvarta.
— Nei ekki það. Nema þá undan helvítis sköttunum.
Þeir ætla náttúrlega alla lifandi að drepa.
— Já, það er nú eins og hver sjái sjálfan sig með það.
Og útsvörin, segðu.
— Blessaður, nefndu ekki ósköpin. Það er allt eins
liðið hans Sveins.
Það er eitthvað til í því.
Mér þykir verst, að ég get ekki einu sinni boðið þér
að reykja. Það má aldrei kveikja sér í vindli í þessum
blessuðum vögnum.
Nei, það er víst stranglega bannað í þeim öllum.
Annars reyki ég ekki, en þakka þér fyrir, það er sama
og þegið.
Jæja já, nei, reykir ekki! Þú segir nokkuð. En nú er
klukkan þó tuttugu og fimm mínútur gengin. Þeir litu
báðir samtímis á úrin sín.
Já, og eina mínútu fram yfir eftir minni að dæma.
Það getur passað, mín er sennilega aðeins of sein. Ég
mun ekki hafa stillt hana um hádegið. Annars gengur
hún nokkuð rétt.
— Mín getur líka hafa flýtt sér aðeins.
Nú stöðvaðist vagninn. Vinirnir tóku bakföll og
sögðu samtímis: Hana.
— Þá er nú úti friðurinn, sagði maðurinn með hatt-
inn.
— Ber ekki á öðru, sagði Páll. Verst að geta ekki
spjallað meira við þig.
Ég segi það sama, en þýðir víst ekki um það að fást.
Heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Hann reis á
fætur og rétti Páli hendina. Það var þó sannarlega gam-
an að hitta þig eftir öll þessi ár. Vertu ævinlega bless-
aður — og við eigum kannski eftir að hittast aftur og
spjalla betur saman um gamla daga, hver veit. Hann
brosti innilega og hristi hendi vinar síns lengi.
Og Páll endurgalt kveðjuna:
— Já, vertu marg blessaður, Pétur. Það er alltaf gam-
an að hitta gamla kunningja.
— Ég vona svo að þú hafir það sem bezt ævinlega.
— Þakka þér fyrir. Ég óska hins sama. Að svo mæltu
sneri Pétur til dyranna og steig niður í tröppuna. Ég
sá, að hann var með stóreflis vindil milli fingra vinstri
handar. Áður en hurðin skall á hæla honum gaf hann
sér þó tíma til að líta til vinar síns og segja:
— Þú værir vís til þess að líta inn til mín, einhvern
tíma þegar vel stendur á. Blessaður gerðu það.
Þakka þér fyrir. Ég held það geti verið að maður
geri það. En heyrðu..,
Nú hoppaði Pétur niður á veginn, hurðin lokaðist
og vagninn rann af stað, Páll, sem varð að þagna í
miðri spurningarsetningu, lokaði líka munninum við
svo búið. Hann hissaði sér örlítið í sætinu og kom sér
betur fyrir. Svo leit hann rannsakandi augum upp í
niæninn á vagninum, meðan hann dró upp úr vasa sín-
um vandaðar silfurdósir. Hann fitlaði dálitla stund við
lokið og hélt áfram að horfa upp í mæninn. Ég heyrði
að hann tautaði við sjálfan sig, eða heilagan anda:
— Ég veit ekkert hvar hann er að hitta, — eða hvar
hann á heima.
Þegar hann hafði þetta mælt, leit hann niður á dós-
irnar, opnaði þær hægt og tók mikið í nefið. Honum
vöknaði vel um augu og hann gretti sig af vellíðan.
Svo leit hann aftur upp og tautaði:
Það verður þá að hafa það. — Gerir ekki svo mikið
til.
232 Heima er bezt