Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 18

Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 18
I&ÁTTUJ!j* skuf^||^| Menntasetur I. REYKJASKÓLI í HRÚTAFIRÐI. r I strjáltýl inu Allt fram á síðustu aldamót og á fyrstu áratugunt tuttugustu aldarinnar, voru mörg fjölmenn heimili víða um hinar dreifðu byggðir landsins. Þessi stóru, fjöl- mennu heimili voru eins konar þjóðskóli íslenzku |sj óð- arinnar. Á þessum heimilum voru íslenzk fræði í heiðri höfð, mikið lesið upphátt á kvöldvökum og rímur kveðnar. Á þessum heimilum lærði fólkið þau vinnu- brögð, úti og inni, sem nauðsynleg voru hverju heimili. Fyrir breytta þjóðlífshætti eru þessi fjölmennu heim- ili horfin, en með hjálp véla, ræktunar og annarra ný- tízku þæginda, afkasta hin fámennu heimili meiru, en hin gömlu, fjölmennu heimili gerðu áður. Enn eru þó til nokkur fjölmenn heimili í strjálbýli sveitanna, þótt þau séu ekki jafnfjölmenn allt árið. — En þessi heimili eru svo fjölmenn yfir vetrartímann, að aldrei þekktust áður jafnfjölmenn heimili; ekki einu sinni á biskupsstólunum á fyrri öldum eða á Sturlunga- öldinni, þegar vinnumenn og aðrir heimilismenn voru eins konar vamarlið á heimilum hinna ríku höfðingja, sem marga áttu andstæðinga og óvini. Þessi fjölmennu heimili nútímans eru heimavistar- skólarnir. Ég hef átt þess kost undanfarna tvo áratugi, að kynn- ast nokkrum þessara stóru heimila, — heimavistarskól- unum — bæði barnaskólum og framhaldsskólum, og það er álit mitt að skólastjórn og heimilisstjórn á þessum fjölmennu heimilum nútímans, sé vafalaust erfiðasta og ábyrgðarmesta starf, sem þjóðfélagið leggur á herðar einstakra starfsmanna sinna. Starf skólastjóra og kenn- ara við þessa skóla, er svo vandasamt og því fylgir svo mikil ábyrgð og erfiði, að ég þekki ekkert starf, sem bundið er slíkum vanda. En þótt starfið sé vandasamt, þá á það sínar góðu, ánægjulegu hliðar. Jafnframt ábyrgðinni og vandanum að stjórna og kenna ungmennum, fylgir starfinu heill- andi lífsnautn. Starfið er ekki ólíkt starfi garðyrkju- mannsins, sem sér blómjurtir skjóta frjóhnöppum og trjástofna gildna og hækka í vel hirtum garði. Unglingar á æskuskeiði eru sjaldan leiðinlegir. Þeir geta verið hávaðasamir, óróir og baldnir, en það er ekki eðli þeirra að vera fýlulegir, þunglamalegir og kvartsamir. Hver kennari, sem er svo hamingjusamur að vinna sér traust unglinga, þarf engu að kvíða í starfi sínu, þótt ofurlítið slettist upp á vinskapinn einstöku sinn- um. Það er eins og vordögg á gróandi jörð, sem eykur gróðurinn eftir fyrstu sólskinsstund. Oft er um það rætt að unglingar 13—17 ára hugsi lítið 'sjálfstætt, og séu mjög háðir „stæl“ og tízku, en líklega er unglingum þarna gert rangt til. Æskan er dnl. Hún dylur áhyggjur sínar og alvarlegar hugsanir, en gleðin og óstýrilátt hugarfar veður uppi. En þegar þessir „ærslabelgiru og „tildursdrósir“ setjast niður og skrifa í skólablöðin sín um alvörumál lífsins,, þá kem- ur það í ljós, að æskan myndar sér sjálfstæðar skoðan- ir og brýtur til mergjar ýmis vandamál lífsins á frum- legan og sjálfstæðan hátt. í vetur gisti ég Reykjaskóla, tvær eða þrjár nætur, var þar á kvöldvöku skólanemenda og leit í skólablað- ið, sem ber nafnið Njgræðingur. fl í >ry* mmmmsm < i f- & ■$jP***ó *" - fesjBBuHfeit. ff TT| IBEBfSS m ? / 'rflflsl MHBy

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.