Heima er bezt - 01.07.1960, Side 20

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 20
/ borðstoju Reykjaskóla Innan stundar var kröftuglega rykkt í og síðan dró ég minn fyrsta fisk. Nú drógum við hver í kapp við ann- an langa stund. Þetta var verulega æsandi. Svitinn bog- aði af ásjónum okkar af erfiðinu, en það var ekki einu sinni skeytt um að þurrka hann. Hugurinn var allur við það að koma sem mestu af hinum dýrmæta feng úr djúpinu. Fiskarnir hlóðust upp við fætur okkar og runnu til og frá um bátinn. Þetta var að mestu leyti þorskur, en einnig drógum við nokkrar ýsur og smá- lúður. Að lokum fór fiskurinn að verða tregur. Þá „kipptum“ við lengra frá landi. Þar endurtók sig sama sagan, nema hvað fiskurinn gekk fyrr til þurrðar, og enn færðum við okkur. Degi var tekið að halla og sólin að fá á sig kvöld- rauðan blæ. En okkur langaði enn í meiri afla, og nú drógum við meir en nokkru sinni fyrr. Eg var með sex öngla á færinu mínu, og það kom fyrir, að fiskur væri á hverjum öngli. Karlarnir voru svo handfljótir, að ekki mátti auga á festa, þegar þeir voru að innbyrða. I þessari skorpu fylltum við alveg bátinn, og nú var hugsað um að komast í land. Við skiptumst á um að róa og smátt og smátt skýrðust línur dökkleitrar strandarinnar í kvöldhúminu. Þegar báturinn lenti eftir klukkutíma róður í land, ultum við frekar en gengum út úr bátnum, og nú fengu allir sér kaffisopa. Þessari skemmtilegu og árangursríku sjóferð var lokið“, Að lokum kemur hér smásaga, sem heitir: Kaupa- konan í Nesi. Höfundur vill dylja nafn sitt, en nefnist Sóley frá Vík. „Sigga steig út úr áætlunarvagninum, hún var að fara að Nesi í kaupavinnu. Hún leit í kringum sig. Henni hafði verið sagt, að einhver mundi verða við vegamótin, en þar var enginn kominn. Sigga var aðeins 18 ára að aldri, en hún hafði orðið að þola meira af forlögunum en margir, sem eldri eru. Hún hafði misst móður sína þegar hún var fjögra ára, og þá stóð faðir hennar einn uppi með fjögur smábörn. Hann hafði fengið gamla konu til að annast um börn- in sín, og hafði hún gengið þeim í móður stað eftir beztu getu. En þegar Sigga var 12 ára, þá fer faðir hennar með gömlu konuna, sem var orðin lasburða, til læknis. A leiðinni heim varð það slys, að faðir hennar missti stjórn á bílnum, og þau fórust þar bæði. Nú voru systkinin munaðarlaus í annað sinn. Tveir eldri bræðurnir, sem voru 14 og 15 ára, fóru til dvalar á sveitabýli þar í nágrenninu, en Sigga fór með bróður sinn, sem var 9 ára, til ókunnugra hjóna. Hjónin reynd- ust þeim vel, en þau gátu ekki veitt þeim nógu mikla umönnun, því að þau áttu sjálf mörg börn. Þar voru þau þangað til Sigga var 16 ára. Þá fór hún til Reykja- víkur, en bróðir hennar varð eftir hjá fólkinu, því hann var farinn að geta hjálpað til. Og nú var Sigga að fara í kaupavinnu að Nesi. Hún hafði verið í vist hjá systur Björns hreppstjóra og hún hafði svo ráðið hana þangað. Hún heyrði vélardyn í fjarska. Grár landbúnaðar- jeppi kom akandi eftir veginum og nam staðar hjá henni. Aætlunarbíllinn var farinn og henni var orðið hrollkalt af að standa úti í næðingnum. Út úr bílnum steig ungur maður, hár og grannur, dökkhærður með hrokkið hár. Hann heilsaði henni með handabandi og sagðist heita Sigmar, sonur Björns í Nesi og vera nú kominn til að sækja hana. Hann sá að hún hríðskalf og bauð henni að setjast upp í bílinn. Hún varð mjög fegin og þáði það strax. Þau héldu af stað og komu von bráðar að reisulegum bóndabæ og námu þar staðar. Þau gengu inn, og heilsaði Sigga öllu fólkinu með handabandi. Heimilisfólkið var Björn hreppstjóri, Hildur kona hans, Sigmar sonur þeirra, er hafði sótt hana, og Helga systir hans, sem var 19 ára. Leizt henni mjög vel á allt fólkið, að Helgu undan- tekinni. Henni fannst hún vera bæði köld og hroka- full. Siggu líkaði mjög vel í Nesi. Hún gekk að heyvinnu ásamt Birni og Sigmari. Hildur húsfreyja hugsaði um heimilið, en Helga eyddi mestu af deginum í stofu sinni. Henni fannst víst, að hún væri yfir það hafin að ganga að útistörfum með hinu fólkinu. Hún, sem hafði verið á kvennaskóla og var þar að auki hreppstjóra- Danshljómsveit Reykjaskóla 1959—1960 236 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.