Heima er bezt - 01.07.1960, Side 21

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 21
dóttir, henni fannst alveg sjálfsagt, að allir litu upp til sín, og leit hún óspart niður á kaupakonuna. En Sig- mar bróðir hennar var ekki á sama máli. Það mátti með sanni segja, að honum litist mjög vel á nýju kaupa- konuna. Svo var það eitt kvöld síðla sumars, að fólkið hafði verið að hirða og voru nú Sigmar og Sigga að ganga frá síðustu dreifunum. „Það á að vera skemmtun að Hjalla um næstu helgi. Sigga, má ég ekki bjóða þér að koma með okkur Helgu þangað“. „Eg veit ekki, Sigmar, ég kann svo ósköp lítið að dansa, og svo þekki ég engan þar“, svaraði hún. „Og ég býst ekki við að Helga vilji tala við mig frekar venju, og varla langar þig til að tala við lítilsvirta kaupakonu og vera svo fyrirlitinn af systur þinni og vinkonum hennar, sem von er“. „Við skulum nú sjá til, eigurn við ekki að segja, að það sé ákveðið, að þú komir með okkur?‘. „Jú, ætli það ekki, mig langar hvort sem er að koma á skemmtun hér, áður en ég fer, og átt þú ekki að sýna íþróttir?“ „Jú, það er víst.“ Þau voru nú koniin heim og buðu hvort öðru góða nótt og gengu til hvílu. Laugardagurinn rann upp með sólskini og góðu veðri. Það var mjög margt fólk saman kornið að Hjalla þenn- an dag. Sigga stóð ein síns liðs og horfði á. Hún sá, að Helga hafði hitt skólasystur sína og var að rabba við hana. Sigga gat ekki varizt því, að líta oft í þá átt, er hún vissi af Sigmari, og gat ekki annað en viður- kennt með sjálfri sér, að hann bæri af þeim ungu mönn- um, sem voru þar saman komnir. En hún vissi ekki, að margra augu hvíldu á stúlkunni með glóbjarta hárið, er stóð ein síns liðs og horfði á íþróttirnar, og hún vissi ekki, að það voru allir sammála um, að hún bæri af öðr- um stúlkum og væri meira að segja fegurri en Helga hreppstjóradóttir, sem hafði hingað til þótt allra kvenna fegurst. Þegar dansinn byrjaði, fór unga fólkið að streyma í áttina að danspallinum, og barst Sigga með straumnum þangað. Allt í einu fann hún, að hönd var lögð á öxl henni, og hún leit við. „Sigmar?“ „Já, Sigga, ég er kominn til að biðja þig urn dans. Hvernig hefur þú skemmt þér?“ „Ágætlega, þakka þér fyrir“. „Jæja, komum þá“. Þau stigu upp á pallinn. Hann lagði arminn utan um hana og þau svifu út á gólfið. Þau dönsuðu lengi sam- an og hvíldu margra augu á þeim. Helga Björnsdóttir var nú komin þangað. Hún sá bróður sinn vera að dansa við kaupakonuna. Það gat hún ekki þolað. Hvílík lítilsvirðing það var, eins og hann sæi ekkert annað. Voru þær kannske ekki margar hér, sem voru álitlegri? Til dæmis prestsdóttirin. Hún vissi hug hennar til bróður síns. Nei, þetta gat ekki gengið lengur. Hún rigsaði inn á pallinn og greip í öxl bróður síns. „Ég er orðin þreytt, og mig langar til að fara að kom- ast heim,“ sagði hún. „Okkur langaði nú til að vera dálítið lengur,“ svar- aði hann, „en eins og þú vilt.“ Þegar heint kom, fóru þau strax inn og ætluðu að ganga til hvílu. Helga svaf á neðri hæðinni og var á undan inn til sín. Herbergi Sigmars var á efri hæðinni og Siggu einnig. Sigrnar hafði orðið á undan upp og var nú kominn inn í herbergið sitt. Sigga gekk eftir ganginum, það var þreifandi myrkur, og sá hún þess vegna ekki, að dyrnar á herbergi Sigmars voru opnar. Hún rakst allt í einu á hurðina, fann til sársauka í höfð- inu og svo varð allt svart. „Ástin mín, meiddirðu þig mikið?“ Hvar var hún, hvað hafði komið fyrir? Af hverju var hún hér á ganginum í þreifandi myrkri í fangi Sig- mars? Hún hallaði höfðinu augnablik að brjósti hans, svo rétti hún sig upp. „Hvað kom fyrir? Hvers vegna er ég hér um há- nótt?“ „Þú rakst þig á hurðina hjá mér, ég var sá dærna- lausi ldaufi að vera ekki búinn að loka henni. Má ég nú ekki styðja þig inn til þín“. Hann tók utan um hana, og þau gengu inn í herberg- ið hennar. Allt í einu var hún í fangi hans. Hann þrýsti henni að sér og beygði sig niður að henni, en þá datt henni Helga í hug. Hvað mundi hún segja? Bróðir hennar, sem bráðum mundi verða hreppstjóri í faðm- lögum við ómenntaða kaupakonu. Hún ætlaði að slíta sig lausa, en hann hélt henni fastri. „Sigmar, við megum þetta ekki,“ sagði hún með grátstafinn í kverkunum.,, „Hvers vegna ekki? Ég hélt að þér þætti ofurlítið vænt um mig. Er það þá allt misskilningur? “ sagði hann og horfði í augu hennar. „Nei, en þú ert menntaður hreppstjórasonur og verð- ur bráðum hreppstjóri, en ég er aðeins fátæk og ó- menntuð kaupaltona. Heldur þú að ég vildi verða til þess að allir ættingjar þínir fyrirlitu þig og smáðu fyr- ir að ganga að eiga fátækan og umkomulausan stúlku- vesaling? Og hvað heldurðu, að Helga myndi segja?“ „Sigga, þú veizt, að ég elska þig, og held að ást mín sé endurgoldin. Það sjá allir, að ekki er til betri og duglegri stúlka en þú. Pabbi og mamma mundu áreið- anlega ekki verða ánægðari, þótt ég kvæntist prinsessu. Hvað Helgu snertir, er hún ekki annað en hrokafull- ur unglingur, sem ber ekkert skyn á lífið og ástina, og svo veit ég ekki til að nokkrum komi þetta við nema okkur tveimur“. Þá gafst hún upp, og leit blíðlega á hann. Hann tók hana í fang sér og kyssti hana fast og innilega.“ Þessi sýnishorn af ritsmíðum skólanemenda í Reykja- skóla læt ég nægja í þetta sinn, en væntanlega fæ ég tækifæri til að birta síðar sýnishorn af ritsmíðum ung- menna í fleiri menntastofnunum í strjálbýlinu. Stefán Jónsson. Heima er bezt 237

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.