Heima er bezt - 01.07.1960, Side 22

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 22
Undanfamar vikur hafa mér borizt allmörg bréf, þar sem beðið er um birtingu vinsælla dægurljóða. — Ljóðið, sem flestir biðja um nú, er: í kjallaranum. Ljóð og lag er eftir Jón Sigurðsson, starfsmann í Búnaðar- bankanum, en hann þarf ekki að kynna fyrir lesendum þessa þáttar. — Óðinn Valdimarsson, hinn vinsæli dæg- urlagasöngvari, hefur sungið ljóðið í útvarp og á hljóm- plötu. Um þetta Ijóð hafa beðið: Maja og Lína í Hafnar- firði, Magga Matthíasar og Solla Jóns, Rósa og Guja í Súgandafirði og Grýta við ísafjarðardjúp. í kjallaranum, í kjallaranum honum Kela reikningslistin brást. I kjallaranum, í kjallaranum en Keli lærði aldrei neitt um koss og meyjarást. Það sagt hefur verið í sögum og sungin um það Ijóð hvað ástin er ótrygg og hverful þó ungmeyjan sé við þig góð, en allt er það ekkert að marka, sem á því má glögglega sjá, að piltarnir yrkja oftast um þær, sem aldrei líta á þá. í kjallaranum, í kjallaranum o. s. frv. Hann Keli í kjallaranum fæddist, og Keli var mesta efnisbam, og lærði fljótt meira en allir aðrir. Hvort úti var sólskin eða hjarn, hann sat alltaf sveittur við að læra, og sást aldrei úti um nótt, þótt krakkarnir allir kölluðu á hann, á koddanum svaf hann rótt. I kjallaranum, í kjallaranum o. s. frv. En svo þegar hann var átján ára, hann áttaði sig loks á því, að konan er karlmanninum yndi, það kveikti bál honum í. Þær stungu hann af ein eftir aðra, sem er kannske dálítil von, því hann kunni minna um koss og ást, en Kötlu og Jón Gerreksson. t kjallaranum, í kjallaranum o. s. frv. Svo gafst hann upp á þessu öllu og orkti mörg og döpur Ijóð: Hve ástin gæti verið indæl ef einhver væri honum góð. En loksins ein, sem var við aldur, að sér hann Kela tók, á endanum lenti í hjónaband, nú aldrei hann lítur í bók. í kjallaranum, í kjallaranum o. s. frv. Því kerlingin var kraftaleg og iðin, hann Keli má nú vinna eins og þræll, og andvaka yrkir hann kvæði hve áður hann var glaður og sæll, og svona það sannaðist á Kela, sem sagði ég áður frá, að piltarnir ættu að yrkja um þær, sem aldrei líta á þá. í kjallaranum, í kjallaranum o. s. frv. Sigrún í Hvammi, Sigga, Silla, Magga og Maddý í Stafneshverfinu, og Guðný og Kalla í Súgandafirði hafa beðið um ljóðið Æskuástir, sem er þýtt úr ensku af E. A. — Erling Agústsson hefur sungið lag og ljóð á hljómplötu. — í bréfunum nefna flestir þetta ljóð: Þú ert ungur enn, — en það heitir Æskuástir. Nonni, Nonni, Nonni, þú ert ungur enn, æskuástir seint gleymast, ungur enn, oft sterkar reynast, of ungur enn, til að elska og þrá, en ástin er ekki’ að spyrja’ um, hvað hér má. Af hverju fór hún frá mér? Hjarta rnitt er sárt og þjáð. Ekki mun ég aftur reyna að elska aðra í bráð. Ungur er ég enn að árum, en aldrei ég gleymt því get,. að ást mín var ætluð henni, sem alltaf ég mikils met. Þú ert ungur enn, æskuástir seint gleymast, ungur enn, oft sterkar reynast. Of ungur enn til að elska’ og þrá, en ástin er ekki’ að spyrja’ um, hvað hér má. Af hverju fór hún frá mér? Hjarta mitt er sárt og þjáð. Ekki mun ég aftur reyna að elska aðra í bráð. Ungur er ég enn að árum, en aldrei ég gleymt því get, að ást mín var ætluð henni, sem alltaf ég mikils met. Þú ert ungur enn, æskuástir seint gleymast, ungur enn, oft sterkar reynast, of ungur tnn til að elska’ og þrá, en ástin er ekki’ að spyrja’ um, hvað hér má. 238 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.