Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 23
Vísnasamkeppnin
Framhald.
2) Drekkur vatn úr ljósri lind
er litfríð blómin skína.
Svafa Guðmundsdóttir.
Dalsmynni, Hnappadalss.
1) Víðáttan og vorsins þeyr
vermi þá og iðgræn heyin.
2) í fjallageim, við litla lind
leikur sér með geðið fína.
3) Krímóttir og kiðfættir
og kostulega broslegir.
4) Ærslafull og engum lík
ertu, litla vinan mín.
5) Vinan, hún er vænsta hnoss,
viðmótsþíð með augnasindur.
6) Mikið yrði Kollu#) kær
með krúnótt lamb að vori.
8) Eftirlæt þér árbítinn,
ertu búinn að tyggja?
Kristrún ísaksdóttir.
Undirvegg, N.-Þing.
1) Eðlisvísir eru þeir
að arka bezta veginn.
Arný Bjarnadóttir,
Syðri-Tungu, S.-Þingj.
6) Hún hleypur, þegar frelsið fær,
til fjallanna á vorin.
7) Þetta er mesta þarfadýr
þegar hún er borin.
8) Á eftir máttu, auminginn,
uppí hjá mér liggja.
Friðbjörg H. Finnsdóttir,
Skriðu, Hörgárdal, Efjs.
1) Er þeir koma tveir og tveir
til að eta heyin.
4) Engri skepnu ertu lík,
elsku bezta tíkin mín.
5) Fái hún hjá mér fínan koss,
flýgur hún eins og sindur.
Jón Hjörleifsson,
Gilsbakka, Skag.
1) Sleipnir, Muggur, Grani, Geir,
og gráðugir í heyin.
#) Stytting úr nafni Kolfinnu (
Kirkjubóli).
2) Uppi í hlíð, við litla lind
lömbin eru að tína.
7) Elskuleg og undur hýr
og ekki telur sporin.
Guðm. Helgason,
Árnesi, Lýtingsstaðahr., Skag.
3) Baulið heyrðu úr Bankastræti,
bandóðir þá urðu af kæti.
5) Eittsinn bar hún orðu og kross,
er hún reiddi kóngsins boss.
6) Feginn vildi ég fá mér tvær,
framgengnar að vori.
8) Ekki hræddur, auminginn,
ei ég mun þig styggja.
Lára Axels,
Brekkug. 14, Ólafsfirði.
4) Engri skepnu ertu lík,
alltaf söm er tryggð til mín.
6) Finnst ei kind hér fjær né nær
fyllri af kjark og þori.
7) Kominn er hingað kálfur nýr,
kusa mín er borin.
8) Upp á heiðar, auminginn,
eiga spor að liggja.
Gunnar Árnmarsson,
Bakkagerði, Reyðarfirði.
1) Skjóni, Jarpur, Faxi, Freyr
flytja mig út á teiginn.
4) Sífellt elur hún systur tvær
saman á hverju vori.
Guðlaug Ámmarsdóttir,
Rakkagerði, Reyðarfirði.
4) Þótt þú eigir enga flík,
ertu stöðugt hrein og fín.
5) Út’ á dal og upp við foss
oft við fundum kindur.
6) Fór hún upp á fjall í gær,
fann þar ilm af vori.
7) Þegar hún heim úr haga snýr
henni er létt um sporið.
Andrés Árnmarsson,
Bakkagerði, Reyðarfirði.
1) Orðstír þeirra aldrei deyr,
þótt enginn nenni á bak þeim
[meir.
2) Upp til fjalla, í veður og vind,
er viknar fönn og þiðnar lind.
Sveinn Sigurbjarnarson,
Hafursá, Völlum, S.-Múl.
1) Ekkert gleði eykur rneir
en á þeim skeiða veginn.
2) Upp við fjalla fagra lind
fer hún grös að tína.
4) Ó, ég vildi að önnur slík
arkaði hérna heim til mín.
5) Þeir, sem eiga þvílík hnoss,
þjóta eins og sindur.
Ingibjörg Lilja Gísladóttir,
Fit, Barðaströnd.
1) Vinir mínir tveir og tveir
tölta hér um veginn.
2) Ekki má hún út í vind
ullinni sinni týna.
6) Gengur hún með gimbrar tvær
glöð á hverju vori.
8) Viltu ekki, vinurinn,
vænan bita tyggja?
Sigríður I. Ragnarsdóttir,
Forsæludal, Vatnsdal, A.-H.
2) Hún mun ætla upp á tind
í sig grös að tína.
4) Einstaklega artarrík,
úr augum þínum tryggðin skín.
5) Oft á baki ber hún oss
börnin, það er mikið hnoss.
6) Hún er okkur afar kær,
aukabita margan fær.
7) Þið skuluð ala ykkar dýr
svo ei þau þynni horinn.
8) Mundu nú, að matinn þinn
mikið skaltu tyggja.
Sigurbjörn Pálsson,
Sigríðarstöðum, Haganesvík.
1) Hverjir hafa mönnum meir
megnað stytta veginn.
6) Ó, að hún dætur ætti tvær
eins á næsta vori.
8) Víst þig fremur, vinurinn,
vil þig gleðja en hryggja.
Gunnar Örn Númason,
Gilsstöðum, Strandasýslu.
(Framhald).
Heima er bezt 239