Heima er bezt - 01.07.1960, Side 24
Ingibjörg Sigurðardóttir:
I 3jónustu Meistarans
SKALDSAGA
FJÓRÐI
HLUTI
— Það vitum við ekki, Fjóla mín. Hún á sínar til-
finningar eins og við.
p ° .
— Eg er ekkert ósátt við hana lengur.
— Það er gott, Fjóla mín. Ég veit að þú skemmir
ekki æskuhjarta þitt með því að bera óvildarhug til
nokkurrar manneskju. Og ef þú vilt síður fara ein
heim til stjúpu þinnar til að kveðja, skal ég koma með
þér.
— Óskar þú eftir því, að ég kveðji stjúpu mína?
— Já, vina mín, ég vil að þú gerir það. Þið þurfið að
sættast, þurfið báðar að eignast þann frið, sem fylgir
því að fyrirgefa.
— Þá vil ég fara og kveðja stjúpu mína, og viltu þá
koma með mér? I þinni fylgd er ég svo örugg.
— Já, vina mín, ég skal koma með þér. Og við skul-
um fara strax, því það er orðið svo áliðið kvölds.
Kvöldsólin varpar hinztu geislum sínum yfir borg-
ina. Frú Eygló og Fjóla leiðast heim að húsinu, þar sem
áður voru heimkynni Fjólu, og frú Eygló kveður dyra.
Hurðin opnast brátt, og stjúpmóðir Fjólu stendur í
dyrunum.
— Gott kvöld, komdu blessuð og sæl, segir frú
Eygló alúðlega.
— Gott kvöld, komdu sæl. — Konan horfir dálítið
undrandi á frú Eygló, og viðkvæmni bregður fyrir í
svip hennar, svo henni hefur þá orðið að þeirri ósk
sinni að fá að sjá þessa ókunnu prestskonu aftur. Fjóla
færir sig nær dyrunum og býður einnig gott kvöld.
— Gott kvöld. — Stjúpan lítur á hana, og svipur
hennar verður kaldur. Frú Eygló sér svipbrigðin á and-
liti konunnar og segir hlýlega og milt:
— Stjúpdóttir þín er á förum héðan úr borginni. Hún
er ráðin í sveit á komandi sumri, og hana langar til að
kveðja þig og systkinin sín.
— Svo-o? Konan virðir Fjólu fyrir sér nokkur and-
artök, og roðnar. Það hefur orðið mikil breyting á
henni, frá því hún rak hana á dyr síðast, og nú ber út-
lit hennar glögg merki um heilbrigðt líf og sanna æsku-
gleði. Hún finnur sektartilfinningu vakna upp í sál
sinni. Hefði Fjóla komið ein til að kveðja hana, hefði
hún líklega ekki tekið kveðju hennar, en í návist hinn-
ar ókunnu prestskonu er hún ósjálfrátt snortin af þeim
undarlegu áhrifum, sem yfkgnæfa kuldann í sál henn-
ar. Svipur konunnar mildast og hún segir:
— Það er verst, að pabbi hennar skuh ekki vera
heima. Hann er nýfarinn út á sjó, en ég sagði honum,
hvar hún væri niðurkomin, og honum þótti vænt um
að heyra það. Viljið þið ekki koma inn, svo að Fjóla
geti kvatt krakkana, þau eru háttuð.
— Jú, þakka yður fyrir, sagði frú Eygló glaðlega.
Hún tekur um höndina á Fjólu, og þær fylgjast með
konunni inn í fátæklega, vanhirta stofu. Fjögur börn
eru þar háttuð, tvö í hvoru rúmi,og það yngsta er sofn-
að. Börnin horfa forvitnislega á systur sína og konuna,
sem með henni er. Fjóla er orðin svo falleg og fin, að
þau þekkja hana varla. En Fjóla ætlar ekki að tefja lengi
á gamla heimilinu sínu. Hún er aðeins komin til að
kveðja.
Fjóla kveður systkinin í flýti með hlýjum kossi, og
réttir síðan stjúpu sinni höndina. Frú Eygló stendur
hjá þeim og horfir á þær til skiptis. Konan tekur um
hönd Fjólu, en lítur svo eins og ósjálfrátt á frú Eygló,
og undarlegur klökkvi leitar fram í sál hennar. Einhver
innri rödd hvíslar því skýrt að henni, að hún hafi
brugðizt skyldu sinni gagnvart þessari móðurlausu
stúlku. Þrátt fyrir fátæktina gat hún reynzt henni bet-
ur en hún gerði. En nú er það orðið um seinan.
— Vertu sæl, Fjóla, segir hún dapurlega. — Líði þér
ætíð vel.
Fjóla lítur á stjúpu sína, og henni finnst hún vera eitt-
hvað svo raunaleg, að hún kennir sárt í brjóst um hana.
Hún minnist orða frú Eyglóar í kvöld: — Þið þurfið
báðar að eignast þann frið, sem fylgir því að fyrirgefa.
— Sjálf hefur hún fundið þann frið, og hún vill einnig
gefa stjúpu sinni hlutdeild í honum.
Fjóla horfir hlýlega á stjúpu sína og segir: — Eigum
við ekki að gleyma því sem liðið er og skilja sáttar,
stjúpa mín?
— Jú, Fjóla. Konan dregur hana að sér, þær fallast í
faðma og sættast að fullu. — Fjóla hefur kvatt og geng-
ur til dyra. En frú Eygló strýkur hönd sinni um vanga
barnanna í kveðjuskyni og réttir síðan konunni hönd-
ina. Konan tekur fast um hönd hennar og segir klökk:
— Ég þakka þér fyrir komuna hingað í kvöld, ég
veit, að það hefur verið fyrir þín orð, að Fjóla kom og
kvaddi mig.
— Hún vildi það sjálf, en kveðjustund ykkar í kvöld
varð mér til sannrar gleði. Guð vaki yfir þessu heimili,
vertu blessuð og sæl.
— Vertu blessuð alla tíð.
Frú Eygló og Fjóla leiðast á brott, en konan stend-
240 Heima er bezt