Heima er bezt - 01.07.1960, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.07.1960, Blaðsíða 26
ast. Hún ætlar ekki að flýja hana. Frú Eygló nemur staðar hjá Signýju og býður henni glaðlega góðan dag. — Góðan daginn, svarar gamla konan og lítur næst- um feimnislega á ókunnu konuna. Þær virða hvor aðra fyrir sér um stund, og gömlu konunni lízt þegar svo undur vel á gestinn, Það er eins og einhver unaðsleg áhrif stafi frá þessari ungu konu, og því er gamla kon- an óvön að kynnast. Frú Eygló horfir hlýtt á Signýju og les í svip hennar skýrt og skilmerkilega letur rauna og lífsreynslu, en hún lítur þó alls ekki út fyrir að vera það, sem dreng- irnir sögðu við hana áðan. Hún er sennilega ein af þeim, sem heimurinn misskilur. Frú Evgló er gagntekin heitri samúðarkennd til þess- arar gömlu konu, og langar jafnframt til að kynnast högum hennar, ef hún gæti eitthvað fyrir hana gert. Hún rýfur þögnina og segir: — Við höfum víst aldrei sézt áður. Ég heiti Eygló. — Nafn mitt er Signý. — Nei, við höfum víst aldrei sézt fyrr. Attu heima í borginni, kona góð? — Já. Býrð þú hér í þessu húsi? — Já, ég bý hér ein. — Leiðist þér ekki einveran? — Nei, hún hæfir mér bezt. — Þú heyrðir hvað drengirnir sögðu við mig áðan, og því læra börnin mál- ið, að fyrir þeim er haft. Þetta er víst álitið á mér hjá samferðamönnum mínum nú í seinni tíð, sem börnin kalla á eftir mér. — En drengirnir ætla aldrei að segja slíkt oftar. Þeir vita nú að það er ósæmilegt orðbragð. — Það gerir mér ekkert til, hvað blessuð börnin segja, eða mennirnir álíta um mig, það er Guð einn sem allt þekkir, og allt dæmir rétt. — Já, um hans réttlæti þurfum við aldrei að efast. Signý virðir frú Eygló enn betur fyrir sér, og hún er undrandi yfir því, að þessi ókunna kona skyldi fara að leggja leið sína til hennar, og það eftir að hafa heyrt drengina segja, að hún væri vitlaus. Slíkt hefðu líldega flestir látið ógert. En þessi kona er eitthvað frábrugð- in því fólki, sem hún á að venjast, og Signýju langar svo ósegjanlega mikið til að bjóða henni inn í litla hrör- lega bæinn sinn og ræða við hana nánar, þó hún sé yfir- leitt ekki mannblendin á síðari árum. Gamla konan horfir næstum því feimnislega á frú Eygló og segir: — Kemur þú langt að? — Nei, ekki er það nú. Ég er að koma frá vinkonu minni, sem býr hér nokkru innar, og ég er á heimleið. — Þú ert kannske á hraðri ferð? — Nei, nei, ég hef nægan tíma. — Mig langar til að bjóða þér að koma inn til mín, fyrst þú lagðir lykkju á leið þína hingað, en það er upp á lítið að bjóða. — Ég þarf einskis með, en ég hef ánægju af því að mega koma inn í húsið þitt. — Jæja, gerðu þá svo vel. Signý hraðar sér að opna dyrnar, og frú Eygló gengur með gömlu konunni inn í litla hrörlega bæinn hennar. Signý fylgir henni inn í stofu sína. Þar inni er legubekkur, eitt lítið borð og dragkista, sem stendur við legubekkinn. Önnur húsgögn eru ekki í stofunni. Svo fátæklega búna stofu hefur frú Eygló ekki séð áður, en þar er allt hreint í fábreytni sinni. Signý býður gesti sínum sæti á legubekknum, og frú Eygló sezt þar. Síðan gengur gamla konan fram í eldhúsið til þess að setja ketilinn yfir eldinn, því kaffi ætlar hún að bjóða gestinum. En frú Eygló virðir stofuna fyrir sér á með- an. Hún veitir því fyrst eftirtekt, að á borðinu við legubekkinn stendur mynd af ungum dreng, sennilega í fermingarfötunum, og hjá myndinni liggur Biblían og Passíusálmarnir. Þetta þrennt hefur þá gamla konan á borðinu við legubekkinn sinn. Frú Eygló horfir á myndina og virðir fyrir sér andlit drengsins, sem er mjög frítt, með bjartan og hreinan sakleysissvip fermingarbarnsins. Skyldi þetta vera son- ur Signýjar? Frú Eygló langar til að spyrja gömlu kon- una að því, það ætti ekki að geta sakað neitt. Signý kemur brátt inn aftur í stofuna og tekur sér sæti á dragkistunni við legubekkinn. Gamla konan sér, að gesturinn horfir stöðugt á myndina á borðinu, og raunalegt andvarp líður frá brjósti hennar. En frú Eygló snýr sér þegar að Signýju og segir hlýrri röddu: — Mikið lízt mér vel á þennan dreng hérna á mynd- inni. Er hann eitthvað skyldur þér, Signý mín? — Já, hann er einkasonur minn þarna á fermingar- fötunum. Hann er nú dáinn. — Ertu nýbúin að missa hann? — Já, hann drukknaði í desember síðastliðnum. — Áttu þá ekkert barn á lífi? — Jú, líklega er dóttir mín lifandi, en hún býr í ann- arri heimsálfu, og ég frétti lítið af henni. Hún er sem sagt dáin frá mér, ef svo mætti að orði komast. — Ertu þá alger einstæðingur hér, Signý mín? — Já, það held ég að ég megi með sanni segja. — Það er svo. — Blessuð gamla konan, hugsar frú Eygló. Signý gamla varpar öndinni. — Það á hver sína sögu, og mín er sjálfsagt ekkert raunalegri en margra ann- arra. En ég hef bara ekki verið nógu trúuð og vilja- sterk til þess að bera reynsluna réttilega. — Það er víst ekki viðeigandi, að ég sem er þér alveg ókunnug, fari að hnýsast um hagi þína og einkamál, Signý mín, en mig langar til að rétta þér vinar- og hjálparhönd, ef ég gæti á einhvern hátt. Það væri mér sönn gleði. Signý lítur á frú Eygló og les einlæga mildi og kær- leika í svip hennar. Þreytt og einmana sál gömlu kon- unnar, sem þráir heitt samúð og skilning, er gripin innilegum klökkva, og jafnframt ákafri löngun til að mega trúa þessari ókunnu konu fyrir öllum raunum sín- um. Henni myndi sjálfri létta mikið við það. Signý strýkur hönd sinni yfir augun og segir síðan: — Ég þakka þér fyrir þín hlýju orð, góða mín. Hing- að til hef ég lítið gert að því að þylja öðrum raunir mínar, enda enginn óskað eftir að hlýða á þær. En mér 242 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.