Heima er bezt - 01.07.1960, Page 27

Heima er bezt - 01.07.1960, Page 27
finnst ég geti trúað þér fyrir öllu, þó að ég þekki þig ekki neitt. Og ég er þess fullviss, að Guð hefur stýrt sporum þínum hingað til mín. — Það vona ég líka að hann hafi gert, blessaður, seg- ir frú Eygló. — Eg hef svo oft þreifað á hans handleiðslu um mína löngu ævi, og þess vegna hef ég aldrei yfirbugazt með öllu, þrátt fyrir veikleika minn. En ýmislegt hef ég reynt um dagana, og nú skal ég segja þér aðalþráðinn úr sögu minni, ef þú vilt hlýða á hann. En þann trún- að hef ég engum sýnt áður. Frú Eygló tekur hlýtt um hönd gömlu konunnar án þess að mæla orð, og þögnin tengir þær órjúfandi trún- aðartrausti á þessari stundu, en síðan hefur Signý sögu sína á þessa leið: — Eg fæddist á afskekktum sveitabæ. Móðir mín var þar vinnukona. Faðirinn vildi í fyrstu ekki kann- ast við mig, en varð þó að gera það um síðir. Elann skipti sér aldrei neitt af mér, og get ég varla sagt, að ég sæi hann nokkru sinni, svo að ég þekkti hann. Móð- ir mín var með mig í vinnumennsku, þar til ég var þriggja ára, en þá veiktist hún af berklum og varð að fara á hæli. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt og dó þar eftir nokkur ár. Fram að dauða móður minnar var ég kyrr á bænum, þar sem ég fæddist, en eftir að hún var dáin, var ég látin fara þaðan. Var mér þá komið fyrir á öðrum bæ í sömu sveit. Þar var ég fram yfir fermingu. Ég hef víst sannarlega verið óvelkomin í þennan heim, enda fannst mér stöðugt slíku anda að mér frá flestum, sem ég umgekkst í æsku. En á þessu síðar- nefnda heimili var gömul kona, móðir húsbóndans, mér samtíða. Eíún var eina manneskjan, sem sýndi mér hlýju í uppvextinum, eftir að rnóðir mín varð að fara frá mér, og hennar nafn blessa ég líka meðan ég lifi. Ég var látin sofa hjá gömlu konunni, og hún kenndi mér margar fallegar bænir og sálmavers, þegar við vorum háttaðar á kvöldin. Þetta hefur síðan orðið mér til ómetanlegrar blessunar fram á þennan dag. Því upp af þeim frækornum óx sú guðstrú mín, sem bezt hefur lýst mér á skugga- og reynslubrautum lífsins. En þessi gamla kona dó, meðan ég var innan við fermingu, og þá varð ævi mín dapurleg, það verð ég að segja. Þegar ég var orðin 18 ára, réðst ég vinnukona á stórt og ríkmannlegt heimili í næstu sveit. Húsmóðirin þar var ströng og vinnuhörð, en reyndist mér vel þrátt fyrir það. Hún fann að ég var fremur lagin til verka, en sérstaklega þó í því, sem að saumaskap laut og öðru slíku. Og þegar ég var um tvítugt, stakk hún upp á því við mig, að ég færi einn vetur til Reykjavíkur og lærði þar fatasaum. Hún átti frænku búsetta í Reykja- vík og gifta kaupmanni þar, og hjá henni bauðst hús- móðir mín til að útvega mér fæði og húsnæði. — Ég tók þessu góða boði með miklu þakklæti, og fannst þetta vera ósegjanleg hamingja, sem félli mér í skaut, að fá tækifæri til að læra fatasaum, en það þótti nú ekkert lítill lærdómur á þeim árum. — Um haustið fór ég svo til Reykjavíkur og byrjaði að læra karlmannafatasaum. Kaupmannshjónin sem ég fékk verustað hjá, hétu Helga og Geir. Þau bjuggu í stóru og vistlegu húsi á þeirra tíma vísu, og voru talin í röð betri borgara bæjarins. Einn son áttu þau hjónin, sem Gunnar hét. Hann stundaði þá nám við lærða skól- ann, og var mesti gæða og efnispiltur. Við Gunnar komum bæði heirn á svipuðum tíma til hádegisverðar, og fórurn um líkt leyti að heiman aftur. — í fyrstu beið ég þess, að hann færi af stað á und- an mér að loknum hádegisverði, og þannig gekk það um langt skeið. En er leið fram á veturinn, tók Gunn- ar upp á því að bíða í forstofunni, þar til ég varð tím- ans vegna að leggja af stað á saumaverkstæðið, og verða mér síðan samferða niður að lærða skólanum, en þar skildu leiðir okkar, því ég stundaði nám mitt lengra niður í bænunt. — Þetta var orðið að föstum vana, og mér fannst ekkert athugavert við það. En svo var það eitt sinn, að ég var fyrr tilbúin að leggja af stað heldur en Gunnar, og var komin fram í forstofuna á undan hon- um. Einhvern veginn kunni ég ekki við að fara á und- an honum og staðnæmdist í forstofunni. Frú Helga, móðir Gunnars, átti leið fram í forstofuna og sá, hvar ég stóð ferðbúin. Hún leit á mig og spurði með óvenju- lega kaldri rödd, eftir hverju ég væri að bíða. — Ég fann að blóðið þaut frant í kinnar mínar, og ég svaraði lágt og vandræðalega: — Ég er svo sem ekki að bíða eftir neinu. — Síðan hraðaði ég mér út og niður á saumaverkstæði. En all- an daginn var ég að hugsa um þetta litla atvik, og mér var undarlega órótt. Um kvöldið þegar ég kom heim, var frú Helga eins og hún átti að sér að vera við mig, og ég reyndi að gleyma þessu. Framhald. VILLI Heima er bezt 243

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.