Heima er bezt - 01.07.1960, Page 28
HEIMA_______________
BEZT BÓKAH I LLAN
Barði Guðmundsson: Uppruni fslendinga. Reykjavík
1959. Menningarsjóður.
Það vakti enga smáræðisathygli á sínum tíma, þegar Barði Guð-
mundsson lét í ljós þá skoðun, að landnámsmennirnir íslenzku
hefðu ekki verið af norsku bergi brotnir, heldur komnir af inn-
flytjendum í Noregi, sem verið hefðu danskrar og sænskrar ættar.
Þótti sumum slík kenning ganga næst goðgá. Hins vegar voru
röksemdir Barða svo skýrar, að ekki varð fram hjá þeim gengið.
1 bók þessa er safnað ritgerðum hans um þetta efni ásamt nokkrum
ritgerðum um frumsögu Norðurlanda. Hafa þeir Stefán Pétursson
og Skúli Þórðarson annazt útgáfuna, og skrifar Skúli inngangsrit-
gerð. Það sem fyrst og mest vekur eftirtekt lesandans, er hug-
kvæmni höfundarins og rökvís málflutningur. Smáatriði úr sög-
unura, sem engum sagnfræðingi fyrr hefur dottið í hug að þýðingu
gætu haft, verða í höndum Barða mikilvæg sönnunargögn eða
leiðarvísun um, hversu rekja skuli rás viðburðanna. Og erfitt er
að mótmæla röksemdum hans. Því verður vitanlega ekki neitað,
að oft sýnist teflt á tæpasta vaðið, en ályktanirnar eru alltaf senni-
legar. En auk þess sem ritgerðir Barða opna lesandanum nýja sýn
inn í sögu vora og gæða marga kafla úr fornsögu vorri nýju lífi,
þá eru þær svo skemmtilegar aflestrar, að líkt er sem maður sé að
lesa spennandi skáldsögu. Aðferð höfundar er víða lík og leynilög-
reglumannsins, hann rekur ferilinn eftir fáum og strjálum sporum,
og þótt lesandanum finnist í fyrstu, að allt hljóti að lenda í ó-
göngum, sér hann að lokum enga lausn aðra en þarna er fundin.
Veigamestar eru ritgerðirnar um uppruna íslenzkrar skáldmennt-
ar, en skemmtilegast þykir mér, hvernig höfundur rekur feril for-
feðra vorra langt út yfir endimörk Norðurlanda og raunverulega
sýnir, að hinar goðsagnakenndu frásagnir Snorra um feril óðins
og Ása á Norðurlönd eiga rætur að rekja til forsögulegra atburða.
Það er trúa mín, að þessi bók verði mikið lesin bæði af lærðum og
ólærðum söguunnendum.
Karl Bjamhof: Fölna stjörnur. Kristmann Guðmunds-
son íslenzkaði. Reykjavík 1960. Almenna bókafélagið.
Bók þessi hefur þegar aflað höfundi sínum frægðar víða um
lönd. Slíkt vekur ekki undrun, er vér kynnumst henni, þótt stund-
um sé ekki mikið að leggja upp úr frægðarorði, sem bækur hafa
hlotið. Þarna er sögð æsku- og þroskasaga drengs, sem smám saman
er að missa ljós augna sinna. Stjörnur himinins eru raunverulega
að fölna fyrir sjónum hans. Öll frásögnin er gerð af djúpum skiln-
ingi á sálarlífi drengsins, án þess að nokkurs staðar komi fram of
mikil eða sjúkleg meðaumkun, síður en svo. Hvert viðbragð
drengsins er hnitmiðað, og hann berst við örlög sín með hetjuskap
og skilningi. Og ósjálfrátt finnst lesandanum að svona og öðruvísi
ekki hafi saga hans hlotið að vera. En það koma fleiri við sögu en
drengurinn einn. Svo má heita, að allar persónur bókarinnar verði
lesandanum minnisstæðar. Þær eru gerðar af sálfræðilegri þekk-
ingu, skilningi og samúð. Viðhorf hvers og eins eru náttúrleg og
skiljanleg. Höfundurinn lendir hvergi í smeðjulegri viðkvæmni
eða helkulda samúðarleysis. Frá upphafi til loka er bókin mann-
leg í hryggð og gleði. Þess vegna grípur hún lesandann þeim tök-
um, að hann leggur hana frá sér með söknuði og kveður persónur
hennar sem góðkunningja, er hann hefur dvalizt með í gleði
þeirra og mótlæti.
Jón Dan: Tvær bandingjasögur. Reykjavík 1960.
Almenna bókafélagið.
Við fyrstu athugun virðist nafn bókarinnar valið af handahófi,
en við nánari kynni verður ljóst, að það er hnitmiðað við efni
sagnanna. Báðar sögurnar fjalla um raenn, sem eru bandingjar
illra örlaga, sem hafa lagt þá í fjötra og knúið þá til alls konar
glapræðisverka. En samt eru sögurnar ólíkar um margt. Höfund-
ur hefur mikla og þjálfaða frásagnargáfu, og stíll hans er þrótt-
mikill og persónulegur. En hins vegar er eins og eitthvað vanti í
meðferð efnisins, til þess að sögurnar nái fullum tökum á lesand-
anum. Virðist mér þar einkum koma tvennt til greina. Persón-
urnar eru ekki nógu sannar og atburðirnir stundum óeðlilegir og
jafnvel fjarstæðir því, sem gerist í lífinu, og höfundi hættir um
of til að skipa persónum sínum í tvo flokka, fullkomna í góðleik
eða varmennsku.
Söguhetjan í fyrri sögunni, Nótt í Blæng, er þjáður af ótta við
skyndilegan dauða, en viðbrögð hans eru mörg býsna óeðlileg, og
frásagnirnar af barsmíðum og áflogum, einkum þó í gangnakof-
anum í Blæng, eru með furðumiklum reyfarablæ.
Enda þótt atburðarás siðari sögunnar, Bréf að austan, sé á alla
lund sannari, og þar kenni snarprar ádeilu á ýmislegt sem miður
fer í þjóðlífi voru, þá tekst höfundi ekki að gera söguhetjuna,
Óla Finn, svo sanna, að lesandinn finni til með honum. Braski
og spillingu stríðsáranna og síðar er lýst með sterkum dráttum, og
fremur öllu öðru sýnir höf. hvernig kuldi og skilningsleysi gagn-
vart unglingum getur eitrað allt líf þeirra og rangsnúið allri ævi
þeirra.
Ljóð Williams Blakes. Þóroddur Guðmundsson þýddi.
Reykjavík 1959. ísafoldarprentsiniðja h.f.
Fyrir nokkrum árum ritaði Þóroddur Guðmundsson grein í
Skírni um enska skáldið og listamanninn William Blake. Fyrir
þann tíma mun nafn hans hafa verið næsta óþekkt meðal Islend-
inga. En greinin vakti forvitni margra um að kvnnast nánar verk-
um þessa merkilega manns, sem orti ljóð, samdi lög við þau, var
söngmaður með ágætum, málari, eirstungumaður, og lagði gjörva
hönd á fleiri fagrar listir, en var um leið gæddur spámannlegu
innsæi. Og nú hefur Þóroddur gert betur, þar sem hann þýðir tvo
ljóðaflokka Blakes: Söngua sakleysisins og Ljóð lifsreynslunnar,
og um leið er lesandanum gefið lítið sýnishorn af dráttlist og
bókagerð höfundar. Ljóð þessi eru þrungin fegurð, speki og virð-
ingu fyrir manninum. Þau fara ekki með neinum hávaða en leita
til hinna dýpri tilfinninga. Það er ekki víst, að lesandinn fylgist
alltaf með skáldinu, en hann verður að hugsa um ljóðin, og þau
veita manni óblandna ánægju. Á tímum kjarnorku og kalda stríðs-
ins er það hressandi að dvelja við Ijóð Blakes, sem eru jafn ný og
fersk eins og þau væru ort á vorum dögum, en ekki fyrir tveimur
öldum. Hann var uppreisnarmaður á sínum tíma, og barðist fyrir
sigri frelsis og mannúðar, og rödd hans nær ekki síður til vor nú
en þegar hann fyrst kvaddi sér hljóðs. Þýðingin virðist vandvirkn-
islega af hendi leyst, og skrifar þýðandinn þar greinargott yfirlit
um skáldið og stuttar skýringar við ljóðin sjálf.
St. Std.
244 Heima er bezt