Heima er bezt - 01.07.1960, Síða 33
Hún blessaði þann dag sem gömlu hjónin höfðu kom-
ið á heimilið þó henni hefði ekki litizt á það í fyrstu.
Daginn eftir skrifaði Kristján fyrrverandi tengda-
móður sinni bréf, þar sagði hann jörðinni lausri nema
hún vildi setja eftirgjaldið niður.
Þá var það búið, hugsaði sá gamli. I þetta sinn hafði
hann ekki þurft að hvetja son sinn til að skrifa. Það
gæti kannske átt sér stað, að hún færi að hugsa sig
tvisvar um, sú aldraða, áður en hún sleppti öðrum eins
landseta.
Jólafastan leið tíðindalaust að öðru leyti en því, að
Hartmann gamli sótti gamla manninn á Bala til að
spila á hverju sunnudagskvöldi. Þau höfðu gaman að
spila og Kristján lílta. Þá vantaði þann fjórða í vistina.
Stundum var spilað þó ekki væri sunnudagur. Fyrir
kom það líka að Leifi kom og þá var spilað, þó ekki
væri sunnudagur. Svo kom jólapósturinn. Gömlu hjón-
in fengu tvö bréf heiman úr sveitinni sinni. Kristján
fékk tvö bréf. Ásdís sagði að það væri hönd Rósu utan
á öðru bréfinu.
„Datt mér ekki í hug að það kæmi að því að hún
léti til sín heyra,“ sagði Hartmann sigursæll. Hann fór
með bréfin og blöðin inn fyrir til Kristjáns. „Þú færð
nú bara tvö. Það fengum við líka svo það þarf ekki að
öfunda þig,“ sagði gamli maðurinn hlýlega.
„Farðu þá fram fyrir og lestu þín bréf, lofaðu mér
að vera í næði með mín,“ sagði Kristján. Hann læsti
húsinu á hæla honum.
„Hvern fjandann getur Rósa svo sem verið að skrifa
honum,“ tautaði Ásdís. „Mér finnst að þær manneskj-
ur, sem skilja við menn sína eigi nú bara að hafa sig
hægar.“
Hartmann hneggjaði. „Ég var nú svo sem ekki í vafa
um það, að hún sæi það hvað hún hefði misst.“ Svo
bætti hann við í hvíslandi róm við konu sína: „Náttúr-
lega er hún búin að vinna móður sína til að byggja
honum jörðina með betri skilmálum. Það þarf að beita
ráðkænsku við þetta slegti.“
„Þú ert nú held ég of bjartsýnn, Hartmann. En ég
vildi að það yrði eins og þú vilt,“ sagði gamla konan og
fór að stíga rokkinn hraðara. „En ekki get ég neitað
því, að oft hefur gengið eftir því, sem þú hefur spáð.“
„Það er nú enginn vandi að ráða svona gátu fyrir þá,
sem hafa sæmilega skynsemi,“ sagði hann drjúgur.
Ásdís heyrði einhvern ávæning af samtalinu. „Ég er
svo sem ekkert á móti því að hún komi hingað. Þetta
var ákaflega viðkunnanlegur unglingur og það var lát-
ið vel af henni eftir að hún tók hér við húsforráðum.
Maður losnar þá við kerlinguna hana Geirlaugu,“ sagði
hún dauflega..
„Það er nú einmitt það eina sem getur haldið í Geir-
laugu á þessu heimili ef Rósa kemur. Annars bindur
hún víst ekki sína skóþvengi hér,“ sagði gamla konan
og gaf Ásdísi hálfkuldalegt hornauga. Spurði svo eins
og hún væri að tala við þriðju persónu: „Er Ásdís að
hugsa um að verða hér þó eiginkonan komi heim
aftur?“
„Náttúrlega verð ég hér vegna drengsins. Hann verð-
ur að njóta réttar síns og alast upp hjá föður sínum“,
sagði Ásdís.
„Já, ójá, það er flest hægt að bjóða okkur konun-
um“, sagði gamla konan. „Én líklega tala ég eitthvað
við son minn, ef hann ætlar að haga sér Svoleiðis."
„Hvaða fjas er þetta,“ sagði maður hennar. „Eins og
allt sé ekki tilvinnandi ef víkingsduglegur kvenmaður
fæst við útivinnuna.“
„Þetta er talað frá þínu eigin brjósti. Svona er hugs-
unarháttur ykkar karlmannanna“, sagði hún, skaut frá
sér rokknum, bankaði í hurðina hjá syni sínum og sagði
til sín.
„Mér líkar við þig, Hartmann minn. Þú ert skynsam-
ur maður,“ sagði Ásdís. „Það yrðu léleg vinnubrögðin
utan húss ef ég færi. Bara Bogga og Geirlaug gamla,
sem sjaldan kemur út úr bæ.“
„Hann fengi sér líldega eitthvert annað fólk. Ein-
hvern veginn hefur verið hægt að búa og vinna áður
en þú komst. Þú telur þér bara trú um að þú sért
ómissandi. Hvað skyldirðu alltaf þurfa að vera að þvæl-
ast í fjárhúsunum. Ég get sjálfsagt hirt í öðru húsinu
en Kristján í hinu, fyrst Grímsi gamli hirðir lömbin,"
sagði hann stuttlega.
„Ég sleppi nú varla hendinni af fjármennskunni fyrst
ég tók tryggð við rollurnar á annað borð. Ég efast um
að þú sért eins góður fjármaður og þú lætur,“ sagði
hún.
„Jæja sörlastu þá í því. Það er bezt að láta það óum-
talað.“
Gamla konan kom fram úr húsdyrunum eins og
mjór skuggi og settist hljóðlátlega við hlið manns síns
og dró til sín rokkinn.
„Hvað segirðu þá?“ spurði hann lágt. Hún hristi
höfuðið:
„Það eru fáeinar línur frá drengnum. Ekki orð frá
henni. Hann óskar honum gleðilegra jóla og nýjárs.
Hann er farinn að skrifa fjarska vel svona ungur. Hann
setur ekki einu sinni kveðju frá henni. Það er meiri
mæðan.“ Hún strauk tárvot augun.
„Já, auðvitað er það fjandans mæða, satt er það. Ég
sé að það sýður á katlinum og ætla að hella á gott kaffi
handa honum,“ sagði Hartmann.
En Kristján var búinn að læsa húsinu aftur þegar
honum var boðið kaffið og vildi það ekki.
„Við drekkum þá bara þess meira,“ sagði Ásdís
kjánalega kát eins og vanalega þegar það átti verst við
að gleðjast. Svo bætti hún við: „Mér finnst nú alveg
óþarfi að setja upp dökkt yfir svona löguðu. Hvaða
ástæða er til að hún sé að skrifa honum fyrst hún for-
smáir að vera hjá honum.“
„Þú talar eins og þú hefur vitið til, garmurinn,“ sagði
Hartmann.
Daginn eftir sagði Kristján föður sínurn að hitt bréf-
ið hefði verið frá kerlingarskassinu. Hún aftæki að
lækka eftirgjaldið.
(Framhald).
Heima er bezt 249'