Heima er bezt - 01.07.1960, Side 34

Heima er bezt - 01.07.1960, Side 34
432. Frú Thomson reynir að hugga mig eftir beztu getu. Eg er mjög sorgbitinn út af þvi, að foreldrar mínir skuli vera dánir. Meðan við erum að tala um þetta, kemur lögreglumaður i heimsókn. 433. Það er óeinkennisklæddur leyni- lögreglumaður, harðlegur á svip. Hann kemur frá sjúkrahúsinu, sem Perlberg var lagður á, og segir okkur stutt og lag- gott að Perlberg sé nýdáinn. 434. Perlberg hafði rétt fyrir andlátið gert játningar. Tilefni þess, að hann lét ræna mér var það, að látinn ættingi hafði í erfðaskrá sinni arfleitt mig að húsinu, sem Perlberg bjó í. 435. í erfðaskránni voru þau ákvæði, að ef ég félli brátt frá, skyldi Perlberg eignast húsið. Af þessu stafaði drauga- gangur hans í bókasafninu, að hann bjóst við að geta snuðrað þar uppi erfða- skrána. 436. Það var þessi vel geymda erfðaskrá sem hann leitaði að og fann ekki. Nú skýrði lögreglumaðurinn mér frá því, að Vestaralandsherrasetur og húsið, sem Perlberg hefði búið í, félli í minn hlut sem einkaerfingja. 437. Ég hefði nú átt að verða mjög hamingjusamur út af þvi að vera allt í einu orðinn herragarðseigandi. En satt að segja var ég mjög hryggur af því að hafa ekki getað fundið foreldra mína á lífi. 438. Um kvöldið geng ég með Mikka út í skóginn. Ég geng þar lengi og víðs vegar. En að lokum sezt ég niður á tréstúf og fer að velta fyrir mér öliu því, sem við hefur borið núna á skömm- um tíma. 439. Allt í einu heyri ég hátt hróp í fjarlægð, og mér heyrist það vera neyð- arhróp. — Skyldi nú einhver vera í hættu staddur? Mikki sperrir eyrun. Nú er aftur hrópað og ennþá greini- iegar en áður. 440. Mikki þýtur nú af stað eins og örskot i áttina þaðan sem hljóðið kom. Ég hleyp á eftir honum eins hart og ég framast get. Jú, það er alveg áreiðan- legt að einhver er að kalla á hjálp ein- hvers staðar ekki langt frá!

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.