Heima er bezt - 01.11.1960, Page 2

Heima er bezt - 01.11.1960, Page 2
„Alpingi götunnar Á hverju ári bætast tungu vorri ný orðtök, ný víg- orð eru tekin upp í baráttu dagsins, og nýir atburðir gerast í þjóðlífinu. Á nýliðnu sumri var upp tekið víg- orðið „alþingi götunnar“, og nú í haust gerðust þeir atburðir, sem áður voru lítt þekktir í þjóðlífi voru, en sýndu, að hér var um annað meira að ræða en orðin tóm. Tiltekinn hópur manna sýndi sig reiðubúinn til þess, að gera alþingi götunnar að veruleika, og láta það leggja úrslitalóðið í vogarskálina á þeirri stundu, sem ráðin væru örlög þjóðarinnar. Enginn hlutur er hættulegri mannlegri hugsun og þjóðfélagi en tómlætið. Þegar tómlætið grípur mann- inn verður hann ef svo mætti segja skilningslaus og sneyddur öllum áhuga. Hann hristir höfuðið í ímynd- uðum virðuleik yfir því, sem gerist í kringum hann, og fyrr en varir er hann farinn að dansa eftir þeirri píp- unni sem hæst lætur. Viðbrögð alltof margra gegn víg- orðinu um „alþingi götunnar" hafa einkennzt af tóm- læti. Þeir hafa litið á þetta sem meinlaus barnabrek, sem ekki verðskuldi afskipti þeirra. Sljóleiki hins vanalega öryggis hefur stungið þeim svefnþorn. En hvað er þá „alþingi götunnar“? Það skal þegar fram tekið, að hér er ekki beinlínis átt við þá atburði, er hér hafa gerzt að þessu sinni heldur það þjóðfélags- fyrirbæri, sem um er að ræða almennt. Enginn fer í grafgötur um það, að hér er á ferðinni undirbúningur að fjöldauppþotum, þar sem fólki er hóað saman með hávaða og ærslum. Með æsingaræðum og upphrópun- um á að sefja fjöldann, svo að hann fylgi foringjunum í blindni. Fjöldinn, sem þannig safnast saman, á síðan að ógna löggjafarþingi og ríkisstjórn, svo að þau glúpni og hagi gerðum sínum eftir því, sem „alþingi götunn- ar“ vill vera láta. Þessi er tilgangurinn og annað ekki. Meginhornsteinn hvers frjáls þjóðfélags er virðing þegnanna fyrir lögum þess og stjómskipan. Hvenær sem þegnamir gera sig bera að virðingarleysi fyrir stjórnskipan landsins tekur þjóðfélagið að riða til falls. Þetta á ekki skylt við það, að gagnrýni sé útilokuð. Það er þvert á rnóti aðalsmerki lýðræðislegs þjóðfélags, að hverjum manni er frjálst að láta í ljós skoðanir sínar og gagnrýna stjórnarathafnir. En fara verður þar eftir settum leikreglum. Lýðræðið gerir þær kröfur til þjóð- félagsþegnanna, að þeir kunni þær reglur og hlýði þeim. Ein fyrsta reglan í lýðræðislegu þjóðskipulagi er að einstaklingurinn megi og eigi að hlýða sannfæringu sinni, og borin sé virðing fyrir sannfæringu annarra. Höfuðbrot þessarar reglu er skoðanakúgun, og hættu- legasta vopnið til að ónýta hana er múgsefjun. Þar skiptir engu hver sá er, sem verknaðinn fremur. í þessu er fólginn styrkur lýðræðisins en einnig veikleiki þess. Það er siðferðilegur styrkur, að leyfa öllum að hafa sínar skoðanir og halda þeim fram á opinberum vett- vangi, en veikleikinn er í því fólginn, að um leið er þeim öflum, sem vilja lýðræðið feigt, leyft að leika lausum hala. En þar er einmitt fólgin hættan frá „alþingi götunn- ar“. Það er tilraun til að grafa undan einum styrkasta hornsteininum í þjóðskipulaginu, þ. e. ógna lög- gjafarsamkomu landsins til þess að hverfa frá þeirri stefnu, sem hún álítur réttasta. Enginn fær neitað því að löglega kosið þing er löggjafarsamkoma þjóðarinn- ar, og samkvæmt viðurkenndum þingræðisreglum fer meiri hluti þess með völdin hverju sinni. Ef hann mis- notar þau, þá er á valdi kjósendanna að ryðja honum úr vegi við næstu kosningar. Allar aðrar aðferðir til þess að hrinda meiri hluta þings í hvaða þingræðislandi sem er, er ofbeldi og tilraun til þess að brjóta niður þingræðisreglur og lýðræðislega stjómskipan. Margt hefur verið sagt misjafnt um löggjafarsam- komu vora, Alþingi, og vitanlega hefði margt mátt þar betur fara, en allt um það verður því ekki móti mælt, að það er elzta og virðulegasta stofnun þjóðfélags vors, og vegur þess og vegur þjóðarinnar órjúfanlega sam- antengt. Hver athöfn, sem miðar að því að draga úr virðingu þess meðal þjóðfélagsþegnanna er tilraun til að vega að sjálfstæði þjóðarinnar. Engin þjóð, sem sýn- ir löggjafarsamkundu sinni fyrirlitningu, er fær um að halda virðingu sinni eða frelsi. Þótt í smáu hafi verið, hefur oss íslendingum verið sýnt í verki á þessu ári, hvað „alþingi götunnar" er og hyggst fyrir. Það kom greinilegast í ljós við setningu Alþingis. Þeir atburðir ættu að nægja til þess að draga af efann um, hvert er stefnt. Frá þeim atburðum er skammt til stærri óspekta, t. d. að hleypa upp fundum, ef þeir eru í andstöðu við ofbeldismennina, og síðan að fremja ofbeldi á einstaklingum. Aðferðin er kunn frá nazismanum á sinni tíð. Hreyfingin hófst sem „al- þingi götunnar“, en vegna tómlætis þjóðarinnar óx hún henni brátt yfir höfuð. 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.