Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 11
rannsóknum á þessum slóðum, eða síðan 1931. Kona hans, María, hefur tekið þátt í leiðangrum hans um óbyggðir Kenya og Tanganyika, og hin síðari árin er einnig ungur sonur þeirra með í ferðalögunum. Upp á síðkastið hafa rannsóknir hans einkum beinzt að hliðar- dal við sigdalinn mikla, þar sem heitir Olduvai-gljúf- ur, en þar er ótrúleg gnótt steinrunninna leifa af dýr- um, sem uppi voru á Jökultíma. Leifar þessar eru í um 100 metra þykkum leirsteinslögum, sem orðið hafa til í vatni á sínum tíma. Enginn skyldi halda, að rannsóknir á þessum svæð- um séu nokkur gamanleikur. Svo er þurrt þarna utan regntímans, að leiðangursfólkið hefur þurft að flytja neyzluvatn sitt um 35 mílna leið. Mikil mergð villtra dýra er þarna, og heimsóttu þau leiðangurinn oftsinnis. í þeim hópi voru meðal annarra, Ijón, hýenur og nas- hyrningar. ÖIl virtust dýrin vera að leita vatns, og var engu líkara en þau fyndu þefinn af vatnsbirgðum leið- angursmanna. Svo voru þau nærgöngul, að einu sinni t. d. vissi matsveinninn ekki fyrri til en að hlébarði næstum því rak í hann trýnið, þar sem hann sat við hlóðin að eldamennsku, úti fyrir tjaldskörinni. Heima er bezt 419

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.