Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 23
að leik. Nonni litli kemur fyrstur auga á föður sinn og
hleypur glaður á móti honum. — Keyptirðu skóna
handa mér, pabbi minn? hrópar hann í barnslegri eftir-
væntingu.
— Nei, ég keypti enga skó.
— En mamma bað þig að kaupa skó handa mér, þeg-
ar þú fengir peningana þína í dag.
— Þú færð skó einhvern tíma seinna, strákur.
— Á ég þá að vera í þessum görmum á morgun, svo
allir krakkarnir hlæi að mér? Hvað keyptirðu þá fyrir
peningana þína, pabbi?
— Þegiðu, strákur! Hallur snarast reiðilegur inn um
kjallaradyrnar, en drengurinn hans reikar einn aftur
fyrir húsið, vonsvikinn, og grætur þar. Af hverju þarf
hann að eiga svona pabba?
Hallur kemur fasmikill inn í stofuna, en hann hægir
brátt á sér. Þar inni hjá Rögnu situr ókunnug kona, sem
hann hefur aldrei séð fyrr. Það er óvenjulegt að sjá
gesti á heimili þeirra hjóna. En Ragna snýr sér þegar
að manni sínum og kynnir frú Eygló fyrir honum.
Þegar þau hafa heilsazt, segir Ragna við Hall:
— Þetta er konan, sem gaf henni Lillu okkar pening-
ana um daginn, þú manst að ég sagði þér frá því.
— Já, ég man það. Hallur réttir frú Eygló höndina.
— Ég þakka yður fyrir bamið mitt, segir hann.
— Það er ekkert að þakka. Frú Eygló tekur hlýtt í
höndina á Halli. Hún sér hvernig hann er á sig kom-
inn og hefur djúpa samúð með honum. Ragna rís á fæt-
ur og gengur fram úr stofunni. Hún ætlar að lofa
Eygló að ræða við Hall í einrúmi, því það telur hún
bezt til árangurs.
Hallur lætur fallast niður á stól við borðið og virðir
gestinn fyrir sér um sttmd. Þetta er bráðfalleg kona,
eitthvað svo björt á svip, og hún fór að gefa barninu
hans peninga. Slíkt er óvanalegt, að minnsta kosti hefur
Ragna ekki sagt honum frá neinum peningagjöfum
fyrr. Honum er þegar hlýtt til þessarar ókunnugu
konu. Og það er hálfleiðinlegt, að hann skyldi koma
svona drukkinn heim núna og láta hana sjá sig í þessu
ástandi. En nú er of seint að fást um það. Hann verður
bara að vera nógu kaldur fyrir öllu. Áfengið er tekið
að stíga honum mikið til höfuðs. Hann hlær kæruleysis-
lega, lítur á frú Eygló og segir:
— Ég er svolítið mjúkur núna, frú mín. Þú dæmir
það vonandi ekki hart?
— Ég dæmi engan, til þess hef ég ekkert vald, svarar
frú Eygló milt og alvarlega. — En ég hef djúpa samúð
með þeim, sem neyta áfengis, því það er hræðilegt í
mínum augum.
Hallur hlær þvingaðan hlátur. — Heldur þú að við
eigum svona bágt? Nei, þá líður manni einmitt vel.
— Getur verið, meðan vitundin er ofurseld áhrifum
áfengisins. En hvemig er líðanin á eftir, þegar áhrif
þess vara ekki lengur?
— Hún er nú ekki alltaf sem bezt. Þeir era ekkert
mjúkhentir „timburmennirnir", og svo er þetta leiðinda
veiklyndi að iðrast. Það er verst. Hallur nær í áfengis-
flöskuna og fær sér sopa úr henni. Síðan réttir hann frú
Eygló flöskuna.
— Má ég bjóða frúnni snafs?
— Frú Eygló hristir höfuðið. Slíkt hefur enginn boð-
ið henni fyrr, en hún má ekki móðgast við Hall. Hún
er hingað komin í öðrum tilgangi, og hún segir því
hlýlega:
— Nei, þakka þér fyrir. En það var þetta sem þú
sagðir áðan með veiklyndið og iðrunina. Fylgir það
alltaf eftir áfengisnautninni?
— Því er nú verr, frú mín. Þegar runnið er af manni,
þá fer rnaður að hugsa um kontma og krakkana, og hve
maður sé mikill ræfill, og það er vond líðan, skal ég
segja þér, alveg hræðileg.
— En því þá ekki að hætta allri áfengisneyzlu og
losna þar með við þessi hræðilegu eftirköst?
— Hætta? Það er nú hægar sagt en gert. Þú þekkir
víst ekki, frú mín, hve freistingin í áfengið er mögnuð.
— Nei, en ég er þess fullviss, að engin freisting sé svo
mögnuð, að ekki sé hægt að sigrast á henni með guðs
hjálp og einbeittum vilja.
Hallur horfir nú sljóum augum, en þó undrandi á
frú Eygló, og orð hennar fara sem nýr straumur um
sál hans þrátt fyrir sljóleikaástand hans, en hann segir
drafandi: — Ég er svo djúpt fallinn. Hann tekur áfengis-
flöskuna upp á ný og teygar úr henni.
Frú Eygló finnur, að tilgangslaust er að ræða frekar
um þetta við Hall svona á sig kominn. Hún verður að
gera það við hann síðar allsgáðan. En hún segir þó: —
Það er enginn svo djúpt fallinn, að hann geti ekki byrj-
að nýtt líf, ef nægur vilji er fyrir hendi.
— Þú ert bjartsýn, frú mín, en ég er ræfill, ég veit
að ég er ræfill. Hallur rís á fætur og slagar fram úr
stofunni og út. Frú Eygló horfir döpur á eftir honum,
en þar sem baráttan er hörðust, verður sigurinn líka
stærstur, og hún trúir örugg á sigur hins góða.
Ragna kemur inn í stofuna til frú Eyglóar og segir
raunalega við hana:
— Jæja, hvernig lízt þér á manninn minn?
— Vel, Ragna mín. Hann á bágt nú sem stendur, en
það á eftir að lagast með Guðs hjálp.
— Þá hlýtur líka að gerast kraftaverk.
— Og það gerist líka.
Ragna andvarpar í örvæntingu. — Nú er hann farinn
eitthvað út, og guð má vita, hvenær hann kemur aftur.
— Er hann vanur að vera lengi að heiman, þegar
hann er í þessu ástandi?
— Stundum. En svo liggur hann alltaf veikur eftir
hverja helgi.
— Þá ætla ég að koma hingað aftur á mánudags-
morguninn og vita hvernig þá líður.
— Vertu hjartanlega velkomin, þá verður líðanin
sorgleg hjá Halli, ef ég þekki rétt.
Frú Eygló rís á fætur og býst til heimferðar. Ragna
fylgir henni út, hún ætlar að kalla á börnin sín inn um
leið, því hún þarf að fara að hjálpa þeim í rúmið. Þau
verða að komast í ró, hvað sem hennar sjálfrar bíður á
Heima er bezt 431