Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 20
enda tímdi hann varla að selja þá, þegar á átti að herða.
I júnímánuði vorið 1915, er ungarnir voru rúmlega
ársgamlir fór hann með þá í blíðu veðri upp í Öskju-
hlíð og sleppti þeim þar út í heiðloftin blá, og taldi
hann að þeir hefðu orðið frelsinu fegnir.
Þetta var „arnapar“, kvenfugl og karlfugl. Þeir virt-
ust vera fullþroska um áramót, eða fyrr, og var kven-
fuglinn stærri, — og svo mun það ætíð vera með erni.
Ef til vill er þetta arnapar enn á lífi, en um það getur
enginn vitað.
Einn minjagrip á Þorsteinn Kjarval enn um ernina,
en það er stór og sterkleg flugfjöður af öðrum ernin-
um, því að þeir höfðu þegar fellt fjaðrir inn í „búrinu“.
En búrið þeirra var, eins og á myndinni í október-
heftinu sézt, tágakarfa utan af leirvöru á stærð við hrip.
A sjóferðinni til og frá Englandi, var fuglabúrið
(karfan) bundið niður ofan á stjómpalli, nema þegar
veður var allra grimmast, var farið með körfuna ofan í
lest. Á útleið fékk skipið mjög vond veður og var
fulla 9 sólarhringa á leiðinni til Hull.
2. Tregasteinn.
Á meðfylgjandi myndum af Tregasteini, sézt hvað
kletturinn er gífurlega stór. Þegar borin er saman hæð
mannsins, sem stendur við klettinn á einni myndinni,
þá sér maður, að ekki er fráleitt að telja að kletturinn
sé um tuttugu mannhæðir, eins og í sögunni segir. —
Hæðin sýnist varla vera minni en 16—18 mannhæðir,
eða um 30 metrar.
— Aldrei mun sagan um barnsránið og Tregastein
verða sönnuð. Eins og oft er með þjóðsögur, þá skortir
staðreyndir. Enginn af sögumönnum mínum vissi um
nöfn hjónanna, sem barnið áttu. Sesselja Erlendsdóttir,
sem fyrst sagði mér söguna, sagði að bóndinn, sem
barnið og konuna missti, hefði strax klifið klettinn og
steypt undan erninum, en aðrir hafa sagt mér að maður
hafi verið fenginn til þess. En vissa er fyrir því að
föðurbróðir Hólmfríðar í Seljalandi steypti undan erni
í Tregasteini á árunum 1860—1870, en varla getur það
hafa verið í sambandi við barnsránið.
Hvergi mun sagan um Tregastein vera skráð í annál-
um eða þjóðsögum. Hún hefur aðeins lifað á vörum
fólks í Suður-Dölum og þó sérstaklega í Hiirðudal.
Eftir frásögn Sesselju Erlendsdóttur vorið 1933, reikn-
.aði ég út að atburðurinn hefði átt sér stað á árunum
1790—1820, en sönnunin fyrir því eða rökin er mér úr
minni fallið.
Um aldamótin átján hundruð held ég að lítil ritöld
hafi verið á íslandi. Móðuharðindin nýliðin hjá og
fátækt og alls konar armæða þjáði fólkið. Ekki er það
víst að barnsrán frá fátækum, ættlitlum hjónum, hafi
vakið mikla athygli út fyrir næsta nágrenni. Þá var
enginn sími og engin blöð, sem fluttu daglegar fréttir
um landið. Þess vegna verður sagan fyrst og fremst
minnisstæð þeim, sem næstir bjuggu. En nafnið á stein-
inum, þessum risavaxna drang, geymir minninguna um
atburðinn, og það er í einu skáldlegt og tregablandið.
A i —| "t,"-** "Wi "
f
w -i
J ■ Wr -ÁÁEA:
Mftp D4EGUS LLAGA^
Hanna og Helga, Bryndís, Lilja Ragnars og Guðrún
biðja um ljóðið: „Við gefwnst aldrei uppu. Höfundur
er Jón Sigurðsson, starfsmaður í Búnaðarbankanum.
Erlingur Ágústsson hefur sungið Ijóð og lag inn á
hljómplötu.
Um forfeður okkar, búin til var saga sú,
þeir sátu út í Noregi og áttu börn og bú,
en Haraldur með frekju fór að þröngva þeirra hag,
þeir þutu út í skipin sín og kváðu þennan brag.
Við gefumst aldrei upp þó móti blási.
Á íslandi við getum verið kóngar allir hreint,
og látum engan, yfir okkur ráða,
þó ýmsir vilji stjórna okkur, bæði ljóst og leynt.
Og Ingólf þeir eltu hingað austan yfir haf,
og allir þóttust garpar bera hverjum öðrum af,
og síðan hafa allir verið öllum fremri hér,
þó við höfum aldrei ráðið nema dönskum her.
Við gefumst aldrei upp o. s. frv.
Og seinna kom Tyrkinn, með sinn Tyrkjalega her,
og Tyrkja-Guddu rændu þeir, og höfðu burt með sér,
og eftir sátu í sárum margir seggir þennan dag,
en samt þeir undir kvöldið fóru að kyrja þennan brag.
Við gefumst aldrei upp o. s. frv.
Nú Bretinn, sem vinur, kom að vernda okkar mið,
þeir vildu ekki að Islendingar dræpu þorskgreyið,
en varðskip okkar skildu ekki að Bretinn mikið má,
og mikið meira en áður fóru að elta og pína þá.
Þó afdalasnáða vilji ýmsir telja okkur
og hugsa sér íslendinga geta ekki neitt,
við gefumst aldrei upp þó móti blási,
því ennþá streymir norrænt blóð í æðum okkar heitt.
Sigga og Bára, N. D. H. á Skatastöðum o. fl. biðja
um Ijóðið: „Ég vil fara“. Höfundurinn er Jón Sigurðs-
son, en Ellý Vilhjálms hefur sungið Ijóð og lag í út-
varp og á hljómplötu.
Eg vil fara
upp í sveit,
þar í sumar vil ég vinna,
428 Heima er bezt