Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 27
GUÐRÚN FRÁ LUNDI
ÞRÍTUGASTI OG FIMMTI HLUTI
„Hvaðan kemur þú, kona?“ spurði Kristján.
„Ekki langt að. Hérna ofan frá Mclhrygg, þar hef
ég verið síðan gömlu hjónin fluttu héðan. Eg var búin
að hírast hjá þeim í húsmennsku í nokkur ár. Ég hef
verið í kaupavinnu á sumrin, en nú hefur mér hrakað
svo til heilsunnar, að ég treysti mér ekki lengur til að
vera við heyvinnuna. Mér datt í hug hvort ég gæti
fengið að vera hér áfram. Ég kann svo vel við mig
hérna. Þess vegna skildi ég eftir koffortið mitt og fata-
kistuna. Þú hefur líklega seð það í stofugarminum.“
Já, hann hafði séð það.
„Okkur fannst óviðkunnanlegt að sjá þennan mikla
reyk upp úr eldhúsinu leggja langt út á sjó,“ hélt Val-
borg áfram. „Hverju voruð þið að brenna?“
„Við vorum að brenna heyinu úr rúmunum. Kven-
fólkið óttaðist að það væri fullt af flórn og einhverju
enn þá verra,“ sagði Kristján. „Og eins og þú hlýtur
að vita, kona góð, verðum við karlmennirnar alltaf að
vera auðmjúkir þrælar kvenfólksins, ef vel á að fara.
Og nú er komið nýtt hey í alla bálkana.“
„Jæja, svo þið létuð ykkur detta í hug að gamla
húsmóðirin hefði haft flær í rúmunum sínum, önnur
eins þrifamanneskja,” sagði Valborg.
Hartmann varð fyrir svörum:
„Við þekktum hana náttúrlega ekkert, en ekki sýnist
mér gólfið líta svoleiðis út, að hún hafi kunnað að
skúra. Þú hefðir átt að sjá gólfin hjá henni Geirlaugu
á Hofi, kona góð.“
„Einu sinni þekkti ég þá stúlku. Ekki var hún nú svo
sem álitin nein sérstök manneskja þá, en henni hefur
víst farið fram eftir að hún kom að Hofi, eins og fleir-
um,“ sagði Valborg. Svo bætti hún við og beindi tali
sínu til Kristjáns: „Ég svaf alltaf í þessu rúmi bak við
hurðina. Mig langar til að flytja í það aftur.“
„Við sjáum nú til,“ sagði Kristján. „Ég þarf að
bregða mér ofurlítið frá, áður en ég svara þér.“
Hann ráðfærði sig við föður sinn. Hann var oft ráð-
hollur. Hann vildi láta hann taka kerlinguna. Hún gat
orðið hjálpleg í bænum. Ásdís gæti þá göslað úti, það
átti bezt við hana. Það yrði lítið úr þeirri gömlu að
vera ein í bænum.
Valborg var búin að taka sundur prjóna, sem hún
hafði haft meðferðis og farin að prjóna þegar Kristján
kom inn aftur.
„Ég er að hugsa um að lofa þér að flytja í rúmið
þitt aftur, kona góð. Ef þú verður ekki á sífelldu ferða-
lagi sé ég að þú getur verið mömmu til skemmtunar
og gagns, þegar við erum við útivinnuna. Hún hefur
víst aldrei verið samtíða þeirri manneskju, sem hún
hefur ekki getað lynt við, svo þú mátt vera slæm til
geðsmunanna ef það getur ekki blessazt. Þú hefur frítt
fæði og kannske eitthvað meira, ef allt gengur að ósk-
um,“ sagði Kristján.
Hún þakkaði honum fyrir.
„Það var ekki Iengi að bætast í búið hjá dreng,“
sagði móðir hans ánægð.
Ásdís vissi ekkert hvort henni ætti að líka betur eða
verr, að þessi kerling væri að troða sér inn í heimilið.
Hún hefði helzt viljað að þau væru ekki nema fjögur
í heimilinu.
„Ég er þessu fegin,“ sagði Valborg, „því ég kann
hvergi eins vel við mig og hérna á Bakkagreyinu.“
„Þú hjálpar svo mömmu að taka upp búslóðina, Ás-
dís, og koma henni fyrir. Ég þarf að þekja básana í
fjósinu áður en kýrnar koma,“ sagði Kristján.
„Hafið þið margar kýr?“ spurði aðkomukonan.
Ásdís varð fljót til svara: „Fjórar og kvígu og kálf.
Þetta er nú svo sem ekkert smábú, skal ég segja þér.“
„Það eru margir gripir,“ sagði Valborg. „Þau höfðu
aldrei nema tvær kýr hjónin gömlu, en túnið fóðrar
fleira. Ég held þið komizt tæplega fyrir hérna.“
„Við erum nú svo stórhuga að okkur nægir ekld
minna,“ sagði Ásdís og hló.
„Hvað er gert með að hafa svona margar kýr handa
svona fáu fólki?“ spurði Valborg.
„Við búum til skyr og svo var stundum farið með
mjólk út á Eyri og svo náttúrlega selt smjör,“ sagði
Ásdís.
„Það þarf víst ekki að segja við,u sagði Arndís
gamla, „því að Geirlaug gerði það allt. Ég sé nú ekki
hvernig ég fer að gera skyr, það er víst gleymt eins og
fleira.“
Heima er bezt 435