Heima er bezt - 01.11.1960, Side 5
síðastliðinn segir hann frá því á þessa leið, og er það
ekki ómerk menningarsöguleg heimild:
„Ég byrjaði að draga til stafs í nóvember 5 ára gam-
all. Eg man það svo vel. Mig langaði til að fara að
skrifa og hangdi í pilsum móður minnar, sérstaklega
man ég einn hríðardag, rökkvuð híbýli og fönn á
gluggum.
Móðir mín var að sjóða mjólkurgraut til miðdegis-
verðar, en ég fylgdi henni fram og inn og bað hana
að útbúa pennastöng og blek og útvega mér pappír.
Til þessa hafði ég að vísu oft mælzt þetta haust, en
ekki orðið ágengt. — Nú sótti ég þetta fastast, svo að
hún hafði engan frið. Hún finnur hálfóhreint pappírs-
blað, óskrifað annars vegar, tálgar spýtu og finnur
ryðpenna og bindur á spýtuna með tvinna, og blek
býr hún til úr svörtum lit og lætur upplausnina í gamla
byttu, gefur mér svo forskriftina, litlu stafina aftur að
g, þá var blaðið þrotið.
Hún er bundin við matargerðina, en leggur áhöld
þessi á bekk í baðstofunni og lætur mig krjúpa við
bekkinn á moldargólfið, og ég fer að skrifa. Hún gaf
sér ekki tíma að sýna mér, hvar byrja ætti á stöfunum,
og enginn stafur sat á strikinu. „Ekld er það gott, en
það er kannske sæmileg byrjun,“ varð henni að orði,
en ég lauk við blaðið, og það var myndin.
Seinna um veturinn gaf pabbi mér stafróf á hreint og
strikað póstpappírsblað og léði mér pennastöng og góð-
an penna. Hann stýrði hendi minni, svo að ég lærði rétt
að byrja á stöfunum, og nú skrifaði ég allt stafrófið,
litlu stafina.“
Björn gerðist síðar ágætlega skrifandi, og um allt
frekara nám var hann mjög skilningshvass og minnug-
ur, og það held ég víst, að með ágætum vitnisburði
yrði hann á sínum tíma efstur við fullnaðarpróf, og
var þar þó við enga aukvisa að keppa.
Ekki varð af skólanámi eftir fullnaðarpróf. Á þeim
tíma urðu margir hinna efnilegustu námsmanna að
sitja heima, þegar riðið var til Möðruvalla eða suður í
Lærða skólann í Reykjavík.
Á uppvaxtarárum Björns mátti með nokkrum sanni
segja, að Atlastaðir lægju í þjóðbraut. Þar var áfanga-
staður fjölda manna á leiðinni yfir til Skagafjarðar um
Heljardalsheiði. Þágu margir frá Atlastaðabændum
brautargengi og fylgd yfir ógreiðan og illgengan
fjallveg.
Þá er Björn óx upp, gerðist hann allmikill á velli og
þrekmenni að burðum, röskur göngumaður og við
fjallferðir í senn vaskur og varfærinn.
Hlutskipti hans varð því tíðum að fylgja ferðamönn-
um yfir heiðina. Fór hann t. d. 18 ára gamall hartnær
20 sinnum yfir Heljardalsheiði eða aðra fjallvegi úr
Svarfaðardal til Skagafjarðar. Urðu þessar ferðir hon-
um drjúgur skóli á ýmsán hátt, og vafalaust má fræða-
söfnun hans að einhverju leyti til þeirra rekja. Hann
Anna Stefanía Stefánsdóttir, eiginkona Björns.
Björn var i moldarvinnu þegar .ljósmyndarinn kom
og í óhreinum fötum, cn Ijósmyndarinn þurfti að
flpa sér, og varð þvi að ráði, tað fljótlegast vœri að
fara úr fötunum. Björn var þá 26^ ára gamall.
Heima er bezt 413