Heima er bezt - 01.11.1960, Qupperneq 7
og krydda efni það, sem um er ritað. Mjög er hann
hneigður til orðkynngi, og réttur frásagnarsnillingur
má hann heita, þegar bezt lætur.“
# * #
Að ytra borði er líf Björns R. Árnasonar ekki frá-
brugðið lífi fjöldans. Hann var alinn upp við hvers-
dagsleg störf og óbreytt kjör í harðbýlli sveit. En
meðfæddir og áunnir hæfileikar skipa honum sérstak-
an sess.
Sama stétt og sama vinna,
sama stríðið, sömu kjör,
kvað Stephan G., þegar hann minntist þess tíma, er
hann var daglaunamaður vestanhafs. Samt fann hann,
að hann var öðruvísi en hinir. Eins hlaut líf Björns
Ámasonar að verða með nokkuð öðrum hætti en fjöld-
ans. Sköpunarþörf listamannsins vakti í blóðinu og lét
hann ekki kyrran. Hann hlaut að sinna köllun sinni og
skrifa. Vinna úr því efni, sem sagan og samtíminn
færði á fjörur hans. Fegurð tungunnar birtist honum
í sígildum ritum þjóðarinnar. Hagorðir menn og sterk-
orðir urðu honum fyrirmynd. Hann varð lærisveinn
Bólu-Hjálmars og Jóns Espólíns. Og þó mun höfuð-
hvötin að skrifum hans um persónusögu og ættir hafa
verið ræktarsemin, sívakandi og sleitulaus. Honum var
það ekki sársaukalaust, að sveitungar hans, kjarabræð-
ur og vinir lægju óbættir hjá garði. Hann hafði deilt
með þeim jafningjakjörum og unnið hörðum höndum
eins og þeir til þess að fullnægja sömu frumþörfum.
Hann skildi og mat viðleitni þeirra að vinna fæðingar-
sveit og fósturlandi gagn, og ódrepandi seigluna að
bæta mannlífsskilyrðin stig af stigi. í Svarfaðardal
verða að vísu ekki háreistar byggingar né véltæk ný-
ræktarflæmi við Björn kennd. En fósturlaunin hefur
hann goldið hinum snæsama og vetrarríka fæðingardal
sínum svo ríkulega, að öðrum veitir ekki betur. Hann
hefur skapað þau verðmæti sögu og tungu, sem lengur
Lifa steinhúsi og vél. Hann hefur spunnið gilda þræði
sína í meginþætti íslenzkrar menningar.
^| ^
V etrarkomusálmur
Lofi Drottin hjarta’ og hugur. Drottinn gefur, Drottinn tekur. i
Þér hljómi þökk, Guð almáttugur, Hann deyðir, skapar, endurvekur. i
| er sumar hverfa sjáum vér. — Hans voldugt nafn sé vegsamað. |
Fannir leysti bliði blœrinn Láti’ hann blómið falla’ að foldu, \
f og björg og auðlegð gaf oss sœrinn hann fræið geymir djúpt i moldu,
og dýrðarstund var dagur hver. unz vorið blíða vekur það.
\ í grösum glóði mold, Þótt höfði hneigi blóm
er gróðri skrýddist fold. við haustsins kalda róm, |
f Lífsins herra, sigur lífsins f
| um land og sæ, oss sýndur er, \
1 um sveit og bœ, þá sumra fer. i
1 þú sjálfur fórst í blíðum blce. — Ó, lifsins herra, lof sé þér!
\ Þökkum Drottni. — Efumst eigi, Þegar brattir boðar risa, f
I en allir glöðum rómi segi: oss blessuð náð þín, Guð, mun vísa \
Þér dýrð og þökk sé, Drottinn hár! á færa leið, er þóknast þér. §
Þín var gjöfin grasið friða Þegar vetrarveður dynja f
og góða sumarveðrið bliða og vötnin frjósa, björgin stynja \
| og heillaríkt og hagsælt ár. — og fönnum barin foldin er, — f
Allt gott er gjöf frá þér, er Guð vor hjálp og hlif, \
það glaðir játum vér. vort hæli traust og lif. f
i Drottinn, Drottinn! Drottinn, Drottinn! f
Hver dagur nýr Vort annist ráð \
i var dásemd skír, þín eilif náð, \
sem oss til þakkar alla knýr. sem ei er timaskiptum háð. f
'"miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiimiimiiimiiiiiiiimiiiimiiimiiiiiimmiiiiiimimiimmmtmi imimmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmiiiiiiiir
Heima er bezt 415