Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 8

Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 8
PRÓFESSOR DR. PHIL. RICHARD BECK: Kve&ja aé lokinni sumaravöl Ávarp, flutt í íslenzka Ríkisútvarpið 8. sept. 1960 æru landar, frændur og vinir! Eitt skálda vorra hefur nefnt eina kvæðabók sína Ljóð frá liðnu sumri. Ég get ekki valið þessum kveðjuorðum mínum betra heiti. Minningarnar frá þessu dásamlega sumri hér heima á íslandi munu syngja mér í huga eins og fagurt ljóð um ókomin ár og hita mér um hjartarætur. Mér finnst það í rauninni engin stund síðan ég steig fæti á íslenzka grund á undurfögrum morgni snemma í júní og ætt- jörðin breiddi mér sinn hlýja móðurfaðm. Síðan hef ég stöðugt séð hana skarta sínu fegursta sumarskrúði, en ég hef ferðast víðsvegar um land, til Vestfjarða, um Norðurland, til Austfjarða, komið í Grímsey og til Vestmannaeyja, og einnig farið allvíða um Suðurland, og yfirleitt verið óvenjulega heppinn með veður. Tign íslands, fjölbreytt náttúrufegurð þess og óvenjuleg litadýrð, hafa því hlegið mér við sjónum í ríkulegum mæli. Ég hef einnig flogið yfir ísland þvert og endi- langt, að kalla má, á þessum ferðum mínum og séð skírskorna og áhrifamikla ásýnd þess brosa við aug- um, og þá þótti mér land vort sannarlega yfirbragðs- mikið til að sjá, svo að ég víki ögn við fleygum orðum listaskáldsins. Allt hefur þetta látið mig finna sterkar til djúpstæðra tengsla minna við þetta fagra og stór- brotna land, sem „líkist engum löndum“, eins og Þor- steinn sagði réttilega og snilldarlega. Og þá er ekki að undra, þótt mynd þess meitlist ógleymanlega í huga sona þess og dætra og fylgi þeim í vöku og draumi, hvar sem þau eiga dvöl. Það á ekki sízt við um íslend- inga vestan hafs, eins og ljóð skálda þeirra sýna degin- um Ijósar. En boðberi ræktarhuga þeirra yfir hafið hef ég verið á þessu ferðalagi mínu, og get ekki hugsað mér kærkomnara hlutskipti, enda hef ég fundið þess órækan vott um land allt, að þær kveðjur falla í frjóa jörð. En nú dregur að sumarlokum og ferðalokum mínum, því að á sunnudagskvöldið kemur flýg ég vest- ur loftin blá, heiman—hehn. Ég hef, eins og kunnugt er, dvalið hér heima í sum- ar í höfðinglegu boði vina og velunnara víðsvegar um land. Ég votta öllum þeim, sem þar eiga hlut að málir hjartanlega þökk mína, og fæ aldrei launað að fullu þá sæmd, sem mér hefur verið sýnd með þessu virðu- lega heimboði, né heldur höfðingsskapinn og ástúðina, sem alls staðar hafa umfaðmað mig á ferðum mínum. Eiga þar ómælda þökk mína ættingjar mínir og vinir, gamlir og nýir, Forseti íslands og biskup, ríkisstjórnin, bæjarstjórnir og ýmis félagsleg samtök. Eitt af helztu erindum mínum heim um haf að þessu sinni var að halda hátíðlegt með samstúdentum mínum 40 ára stúdentsafmæli okkar. Sannarlega hefur mikið vatn runnið til sjávar, í mörgum skilningi, síðan við stúdentarnir frá 1920 gengum niður skólabrú, vonglað- ir og djarfhuga, eins og ungir stúdentar eiga alltaf að vera, því að þeirra er framtíðin, hvers konar gull, sem hún kann að leggja í lófa þeirra, og hvemig sem þeim kann að takast að spinna sinn æviþráð, svo að ég leyfi mér að breyta til um samlíkinguna. En þegar ég nú af sjónarhóli 40 ára stúdents renni augum yfir farinn veg, þá verður mér þetta ríkast í huga: Mikil gæfa er það að mega hafa verið íslendingur á fyrra helmingi hinnar tuttugustu aldar, að hafa lifað hina minnisstæðu og áhrifaríku atburði, sem gerzt hafa í sögu þjóðarinn- ar á því tímabili, er náðu hámarki sínu með endurreisn lýðveldisins fyrir 16 árum. Þá er það eigi síður metn- aðar- og fagnaðarefni hverjum sönnum íslendingi, hvar sem hann er búsettur, að minnast þeirra miklu fram- fara, sem orðið hafa með svo mörgum hætti í íslenzku þjóðlífi, bæði á athafna- og andlega sviðinu, á síðasta aldarhelmingi. Þetta hef ég fundið betur og betur í hverri nýrri heimsókn minni til ættjarðarstranda, en þetta er fjórða koma mín heim um haf síðan ég flutt- ist til Vesturheims fyrir 39 árum. Ekki má það heldur gleymast, að íslenzka þjóðin stendur á gömlum og traustum merg, sögulega og menningarlega talað. A það minnti Alþingishátíðin 1930 eftirminnilega, og þá eigi síður endurreisn lýð- veldisins 17. júní 1944. Sá dýrðardagur í sögu þjóðar vorrar verður alltaf ógleymanlegur öllum, sem þar voru viðstaddir, sveipaður miklum ljóma, því að þá rættist að fullu draumurinn um endurheimt frelsi, sem þjóðin hafði alið í brjósti kynslóðum saman. Lýðveldishátíðin dró einnig á áhrifamikinn hátt athygli erlendra manna, og þá eigi síður fslendinga sjálfra, heima og erlendis, að sögu þjóðar vorrar og afrekum hennar, í fáum orðum sagt: að dýrmætri og fjölskrúðugri menningararfleifð vorri. Þá er ég jafn- framt kominn beint að þeim félagsskap, Þjóðræknis- félagi íslendinga í Vesturheimi, sem ég fer með full- trúastarf fyrir í þessari heimför minni, en grundvallar- atriði í stefnuskrá og starfi þess félagsskapar er ein- mitt sannfæring margra í vorum hópi, íslendinga vest- an hafsins, að vér verðum sem gjöfulastir þegnar vors 416 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.