Heima er bezt - 01.11.1960, Side 12

Heima er bezt - 01.11.1960, Side 12
En þótt erfiðleikarnir væru margir, þá var stritið og hætturnar ríkulega launað með nýjum uppgötvunum. Sífellt fundust þar nýjar og nýjar tegundir dýra, sem ókunnar voru í vísindunum. Voru sumar þeirra hinar furðulegustu, og bættu inn í eyðurnar í þróunarsögu ýmissa spendýra. Þar voru leifar af svínategund (Afrochoerus), sem hefur verið á stærð við nashyrn- ing, er hún var með holdi og hamsi. Sauðkind (Pelor- ovis) var þar einnig, og hafði hún verið sex feta há á herðakamb, og gíraffi (Sivatherium) með horn, er minntu á elgshorn, svo að eitthvað sé nefnt af furðu- tegundum þeim, sem dregin voru fram úr fylgsnum jarðlaganna. Furðulegastur allra var þó ef til vill risa- vaxinn baviáni, en við hlið hans er górillan, stærsti nú- lifandi api, hreinn dvergur. Þá hafa og fundizt þama leifar af strútfugli, sem virðist hafa farið fram úr hin- um 4 metra háa Móafugli á Nýja-Sjálandi. í leitinni eftir þessum minjum urðu vísindamennirnir að sltríða upp og niður snarbrattar skriður, eða klifra um kletta- belti fram og aftur, og getur hver gert sér í hugarlund, hve létt það muni vera í 40—50 stiga hita undir brenn- andi hitabeltissól. Steingervingaleit. — Fremst d myndinni eru Leakey-hjónin, en á milli þeirra aðstoðarmaður úr Kikuyu-þjóð- flokknum. Til þess að ekkert týndist, þurfti að sálda möl og sand nákvcemlega. í baksýn sést fasta bergið, sem myndazt hefur i vatni, en þegar Austur-Afrikumaðurinn lifði þarna, hefur hann átt bólfestu á vatnsbakka. 420 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.