Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 13

Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 13
Hauskúpa Austur-Afrikumannsins. — Þútt neðri kjdlkann vanti, eru mannfrœðingar sammála um að enginn vafi sé á því, að hauskúpan sé úr manni. Dr. Leakey telur, að minnsta kosti tuttugu einkenni, sem likjast meir nútimamanni en hálfmönnum Suður-Afriku. En þótt dýraleifar þessar allar væru mikils virði fyr- ir vísindin, stóð hugur Leakeyshjónanna sífellt til ann- ars og meira, þ. e. að finna leifar frumstæðra manna. Þegar á árunum 1931—32 fundu þau steina, sem báru þess merki að vera frumstæð áhöld steinaldarmanna. Þeir voru af líku tagi og stein-axir, sem fundizt höfðu annars staðar, en þó enn þá frumstæðari og verr mót- aðir. En þó að steinvopn þessi væru fundin, vissu menn ekkert um eigendur þeirra. Vonin um að finna leifar þeirra, og geta með því lyft dularblæjunni af þessari frumstæðu manngerð, rak sífellt á eftir Leakeyshjón- unum og fékk þau til að gleyma hættum og þrautum ferðanna. Og loks fengu þau laun erfiðis síns 17. júlí 1959. Þann dag var dr. Leakey lasinn, hélt hann sig því heima í tjaldi, en kona hans fór ein á vettvanginn að steingervingaleitinni, því að engan tíma mátti missa. Ekki var langt liðið á daginn, þegar hún kom heim í tjaldbúðina og var mikið niðri fyrir. Hið eina, sem hún fékk sagt í fyrstu var: „Ég hef fundið hann.“ „Fundið hvern?“ spurði dr. Leakey undrandi. „Nú, manninn, sem við höfum alltaf verið að Ieita að, eða öllu heldur tennurnar úr honum.“ Lasleiki dr. Leakeys, hvarf samstundis út í veður og vind. Hann þaut á fætur og var að vörmu spori kom- inn af stað í jeppanum ásamt konu sinni, og innan stundar voru þau á fundarstaðnum. Jú, mikið rétt, ekki varð um það villzt, að fram úr leirberginu gægðust jaxlar, sem enginn vafi gat leikið á, að væru úr mann- legri veru, enda þótt þeir væru tvisvar sinnum stærri en jaxlar nokkurs nútímamanns. Fögnuði þeirra hjóna verður naumast með orðum lýst. Hann var af því tagi, sem sjaldgæft er í mannlegu lífi. Þeim höfðu hlotnazt ríkuleg laun fyrir margra ára þrotlaust erfiði og fórnir, áratuga langur draumur þeirra hafði allt í einu rætzt. Þau stóðu hér andspænis leifum af eldri mannveru, en nokkurn tíma hafði áður fundizt, og um leið mátti gera ráð fyrir að nýr kapituli yrði skráður í þróunar- sögu mannsins á jörðunni. Næstu vikurnar héldu þau þrotlaust áfram að leita að meiri leifum af mannveru þessari. Mörgum smálest- um af leirsteini varð að moka á brott, og hvern stein- mola varð að skoða gaumgæfilega til að ganga úr skugga um, hvort hann geymdi beinflís, tönn eða eitt- hvað þess háttar. Loks eftir þriggja vikna hvíldarlaust erfiði höfðu þau fundið bein úr heilli hauskúpu, en Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.