Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1960, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.11.1960, Qupperneq 19
„Lítill Indíána-drengur var á gangi í skógi nálægt heimili sínu. Hann var 10 ára gamall, grannvaxinn og smár vexti, en hugrakkur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. í skóginum rakst hann á lítinn vængbrotinn arnar- unga. Hann vildi taka hann með sér heim og reyna að binda um brotið og bjarga þannig lífi hans. En það gekk ekki greitt að handsama hann. Unginn varðist af hörku, þótt smár væri, klóraði og reif, en að lokurn tókst drengnum að vefja úlpunni sinni utan um hann og bera hann heim til sín. Pabbi hans vildi strax aflífa ungann, en drengurinn lét sig ekki, og honum tókst að binda urn brotið, og eftir nokkra mánuði var unginn alheill. Var þá ákveðið að sleppa honum lausurn út í skóginn. Drengurinn bar þá öminn með sér langt út í skóg og sleppti honum þar. Hann varð feginn frelsinu og flaug hátt í loft og lék þar nokkra stund, en sveif svo á þöndum vængjum marga hringi yfir höfði drengs- ins, en þegar drengurinn lagði af stað heim, þá fylgdi hann honurn eftir. — En þá lék drengurinn á örninn. Hann faldi sig inni í holum trjábol. Lengi sveimaði örninn yfir trénu, en þegar hann var orðinn vonlaus um að sjá drenginn aftur, hækkaði hann flugið og hvarf út í geiminn. Sárhryggur labbaði drengurinn heim til sín. Hann saknaði arnarungans, sem var orðinn honum svo kær. — Líður nú haustið og næsti vetur, og aldrei sá dreng- urinn örninn. Sumarið eftir var drengurinn einu sinni að leika séf á smá-kænu út á straumþungu fljóti, en all-langt fyrir neðan var hár foss. Drengurinn var með færi, og lét bátinn reka meðan hann dorgaði. Er bátinn hafði rekið um stund, greip hann til ára og ætlaði að róa til lands, en þá brotnaði önnur árin. Bátinn rak nú stjórnlaust niður ána og barst nú óðfluga nær fossinum. Var eng- in lífsvon fyrir drenginn, ef bátinn bæri frarn af foss- inum. Hér var ekkert til bjargar. Enginn maður sást nærri og allt virtist vonlaust. Tregasteinn. Fullorðinn rnaður stendur hjá steininum. Tregasteinn og umhverfi hans. Allt í einu bar skugga á vatnið. Heljar stór og sterk- legur örn rennir sér niður að bátnum, svo nærri að klógulir arnarfæturnir nær því snerta höfuð drengsins. Hann þekkir samstundis vin sinn örninn og þrífur báð- um höndurn. um fætur arnarins. Drengurinn lyftist upp úr bátnum og augnabliki síðar nerna fætur hans við jörðu á fljótsbakkanum. Drengurinn sleppir þá tökun- um, en vinur hans örninn flýgur rnarga hringi yfir höfði hans, en hækkar svo flugið og hverfur sýnunr. Hann hafði bjargað lífi lífgjafa síns. EFTIRMÁLI. 1. Arnarungarnir frá Stórahrauni. Síðan ég hreinritaði kaflann um arnarungana frá Stórahrauni, hef ég fengið framhald sögu þeirra og hver urðu afdrif þeirra. Þorsteinn Kjarval er maður nefndur, bróðir Jóhann- esar Kjarval, listmálara. Hann dvelur nú í Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, áttatíu og tveggja ára, ern og léttur á fæti og fer oft í langar gönguferðir um hæðir og fjöll. Hann er fuglavinur mikill og hefur fengizt við margt um dagana. Það var Þorsteinn þessi Kjarval, sem ungana fékk frá Stórahrauni og sýndi þá í Reykjavík. Hann sagðist hafa sýnt þá urn haustið, á meðan ein- hver aðsókn var að sýningunum, en eftir áramótin fór hann með ungana til Englands með norsku flutninga- skipi, sem kom við í Hull. Sagði hann að sér hefði dottið í hug að selja þá til Þýzkalands. Þegar til Huli kom var þar allt í kaldakoli vegna stríðsins, en þá var fyrri heimsstyrjöldin í algleymingi, og engar samgöngur við Þýzkaland. Hann sýndi svo ernina nokkrum sinnum í Hull og nágrenni, en fór svo aftur heim með þá til Islands, þar sem hann taldi sig ekki geta fengið nógu hátt verð fyrir þá í Englandi, Heima er bezt 427

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.