Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 22
Ingibjörg Sigurðardóttir: ÁTTUNDI HLUTI I 3jónustu Meistarans SKÁLDSAGA — Veiztu hvað hún vildi mér? — Nei, en hún bað mig að skila til þín að hafa sam- band við sig, þegar þér hentaði, og ég skila því hér með. — Já, ég skal minnast þess, en það var nú einmitt ferðalag mitt í morgun, sem ég ætlaði að fara að segja þér frá — Jæja, vina mín, var það með eitthvað sérstökum hætti? — Já, ég eignaðist nýja vini á óvæntan hátt. Frú Eygló skýrir síðan manni sínum frá atburðum morg- unsins, frá því er hún heyrði hávaða drengjanna í húsa- sundinu, og þar til hún kvaddi Rögnu fyrir utan kjall- aradyrnar hennar. Séra Ástmar hlustar með athygli á frásögn konu sinnar, og í huganum dáist hann að framkomu hennar. Frú Eygló hefur lokið sögu sinni, og séra Ástmar segir: — Svona er viðhorfið líklega nokkuð víða, því er verr, verkefnin eru mörg, en þjónarnir fáir, og hér er þá nýtt verkefni fyrir okkur bæði að leysa og sjá, hvað við getum helzt gert fyrir þessa fjölskyldu, vina mín. — Fyrsta skilyrðið er að kynnast Halli persónulega, eins og kona hans óskaði eftir, og sjá svo hvemig málið skipast. — Það er bezt að þú hafir forustuna í því efni, en síðan kallar þú mig þér til aðstoðar, strax og þú telur þess þörf. Og svo gerum við bæði allt, sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þessari bágstöddu fjölskyldu. — Eg þakka þér fyrir, vinur minn, þetta fer allt vel. — Það skulum við vona, með Guðs hjálp. Séra Ástmar færir sig að hlið konu sinnar, leggur arminn yfir hana og hallar henni að sér. Síðan segir hann með djúpri lotningu: — Þú ert vissulega í þjónustu Meistarans. Þannig er hin sanna lifandi trú, hún kemur fram í verki. Guð hefur gefið mér mikið, þar sem þú ert, því fram hjá svona verkefni hefði ég líklega gengið og ekki kynnzt þvi, hefði ég ekki átt þig, Eygló mín. Frú Eygló þrýstir sér enn fastar að barmi manns síns og segir: — Og án þín hefði ég líklega ekki valið þennan veg, en í fylgd með þér finnst mér allt fært, sem lýtur að slíkri þjónustu, vinur minn. Unaður og gleði kærleiksþjónustunnar streymir sterkt og hlýtt um hjörtu prestshjónanna ungu og gagn- tekur þau. Frú Eygló hefur tvisvar farið í heimsókn til Rögnu, 430 Heima er bezt og þær hafa margt rætt sín á milli í fullum trúnaði. Þeim hefur komið saman um, að Eygló verði stödd hjá Rögnu næstkomandi laugardagskvöld um það leyti, sem Hallur er vanur að koma heim frá vinnu sinni, og þá ætlar Ragna að kynna þau hvort fyrir öðru, Eygló og mann sinn. Tíminn líður. Bjartur laugardagur er að kveldi kom- inn. Fátæklega klæddur verkamaður gengur heim að hrörlegu íbúðarhúsi. Hann er ungur að árum og fríður sýnum, en á andliti hans eru ristar djúpar rúnir þreytu og vonleysis. Á handlegg sér ber hann slitinn frakka, og í öðrum frakkavasanum er geymd næstum því full áfengisflaska, sem hinn ungi, fátæklega klæddi heimilis- faðir keypti fyrir stundu síðan. Hann hefur tekið sér vænan sopa úr flöskunni, og áhrif þess eru þegar tekin að stíga honum til höfuðs. Hann eykur gönguhraðann, blóð hans streymir ör- ara, og hugur hans verður léttari, en um leið sljórri fyrir allri réttlætiskennd. Þó hefði hann auðvitað held- ur átt að kaupa skóna handa Nonna litla, eins og Ragna hafði beðið hann um, heldur en þessa áfengisflösku, því það gátu naumast talizt skór, sem hún setti á fætur drengsins í morgun. En. ... hann gat ekki staðizt freist- inguna, um leið og hann gekk fram hjá opinni áfengis- verzluninni. Nei, hann gat það ekki. Útborgunin var lí'ka svo lítil að þessu sinni, enda vinnudagar hans ekki nema fimm í vikunni. Á mánudaginn lá hann veikur, og nú var tekið af kaupinu upp í skatta og skyldur, sem hann komst ekki hjá að greiða. Eitthvað varð hann að hafa fyrir mat næstu viku, og svo húsaleigan á þess- ari kjallaraholu, sem var bæði þröng og óvistleg. Hallur andvarpar. Þegar hann var í tilhugalífinu við Rögnu forðum, unga og yndislega stúlku, dreymdi hann um það að byggja þeim fallegt hús með snotrum garði um hverfis, þar átti Ragna að gróðursetja blóm og tré, og þar áttu börnin þeirra að leika sér, frjálsleg og fallega búin. Þá ætlaði hann að reynast sannur mað- ur, en svo.... Hann varð áfengisnautninni að bráð og sveik þar með öll sín fegurstu fyrirheit. Ræfill! gægðist upp í undirvitund hans. Hann hraðar sér aftur fyrir húsið, tekur upp flöskuna og teygar vænan sopa af stút, um að gera að svæfa samvizkuna strax, þegar hún tekur að stinga upp kollinum, annars hefur hann engan frið fyr- ir henni. Svo stingur hann flöskunni aftur í vasann og gengur heim að húsdyrunum. Rétt fyrir utan kjallaradyrnar eru börnin hans þrjú t

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.