Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 28
„Það er víst ekki mikill vandi,“ sagði Ásdís.
Gamla konan fór fram og óskaði að Ásdís hjálpaði
sér frammi í húsinu, en hún hélt áfram að tala um bú-
sældina á Hofi.
Valborg hafði ekki augun annars staðar en á andliti
hennar. „Þú munt heita Ásdís,“ sagði hún.
„Já, það held ég nú. Hefurðu heyrt mín getið?“
sagði Ásdís og hló enn meira en áður.
„O-já, maður hefur svo sem heyrt sögur þarna utan
að, ekki vantar það.“
Arndís kallaði framan úr göngunum, að það þyrfti
að koma með heitt vatn fram og þvo þessa kassa, sem
hafa verið notaðir sem búrskápur og eins borðið, það
er orðið myglað. Ásdís varð óánægð á ný þegar hún
sá hvernig búrið leit út og bar þetta alít saman við
búrið á Hofi, stóra skápinn, sem leirtauið var látið í
og hillurnar. Hún sagðist ekki kalla þetta mannabú-
stað, að það skyldi ekki vera neinn skápur í búrinu.
Arndís var hógvær að vanda og sagðist ekki hafa van-
izt betra. Það væru óvíða önnur eins húsakynni og á
Hofi. Þá byrjaði Ásdís að lýsa þeim stóru húsakynnunr
fyrir Valborgu. Hún svaraði henni fáu. Arndís þóttist
sjá, að henni þætti hún leiðinleg. Það yrði sjálfsagt svo,
að það þætti fáum hún skemmtileg, vesalings mann-
eskjan.
Klukkan var orðin næstum tíu þegar sást til kúnna.
Kristján kom fteðan frá sjó með tvær þykkar fjalir
undir hendinni. Ásdís stóð á hlaðinu þegar Hartmann
rak þær í hlaðið, en það voru ekki nema tvær mjólk-
andi kýr, sem þar voru sjáanlegar og kvígan og svarti
kálfurinn. „Hvað hefurðu eiginlega verið að gera all-
an þennan tíma og hvað ertu búinn að gera við tvær
kýrnar?“ sagði Ásdís, þegar hann var kominn svo
nærri að hann heyrði til hennar.
„Þær urðu eftir út frá. Rósa átti gömlu kúna, hina
lét hann í kvígildið,“ svaraði hann.
Ásdís stakk höndunum á mjaðmirnar og lét alla
gremjuna bitna á karlinum. „Ég hef nú bara aldrei
þekkt aðrar eins heybrækur og ykkur feðgana, að láta
féfletta ykkur svona. Þetta er nú bara óþolandi. Hvern-
ig skyldi eiga að framfleyta sex manns á tveim kýrnyt-
um. Það má einhver önnur en ég skammta, fyrst svona
er búið í pottinn. Ég segi nú bara það.“
Hún hafði ekki tekið eftir Kristjáni, sem kom sunn-
an hlaðið meðan hún rausaði við föður hans.
„Ég var að hugsa um, að þú gætir kannske sett upp
bekk fyrir skilvinduna úr þessum borðum,“ sagði hann
við föður sinn. „Það er þó það gott við þessa jörð, að
maður getur fengið spýtu án þess að borga hana,“
bætti hann við og hallaði borðunum upp að bæjarþil-
inu og fór að hjálpa föður sínum til að koma kúnum
inn. Þær voru hikandi og hræddar að fara inn í ókunn-
ugt hús. Samt tókst það. Ásdís var svo gröm, að hún
hjálpaði ekkert til, heldur stóð á hlaðinu með sinn
vanalega merkissvip. „Mér þykir vera farið að fækka í
fjósinu,“ sagði hún þegar feðgarnir komu út aftur.
Kristján anzaði því engu.
„Hún er ekki vel ánægð yfir því að kýmar urðu
eftir. Segir bara að sér detti ekki í hug að skammta
fyrst mjólkin sé orðin svona lítil,“ sagði Hartmann
dálítið glettnislegur yfir að sjá Ásdísi í þessum víga-
ham.
„Þetta verður ekkert annað en sultarlíf,“ sagði Ás-
dís, „en láta kerlinguna sitja eftir með tvær kýmar,
hvað skyldi hún eiga að gera með þær.“
Það hnussaði í Kristjáni: „Var þér nú farið að detta
í hug að ég léti þig skammta mér og mínu fólki. Það
hefur mér aldrei dottið í hug,“ sagði hann harðneskju-
lega.
Þá gekk Ásdís inn í dyrnar alveg niðurbrotin undan
öllum þeim vonbrigðum og lítilsvirðingu, sem hún
hafði þolað á þessum degi. Hún mætti Amdísi gömlu
í dyrunum og sagði að sér dytti ekki í hug að mjólka
þessar beljur.
„Hver á þá að gera það?“ spurði gamla konan undr-
andi. „Ég hef ekki mjólkað í mörg ár.“
„Það kemur mér ekki við. Ég snerti ekki á því.“
„Ég er hrædd um að þú ætlir að reynast öðruvísi en
við bjuggumst við, ef þú ætlar ekki að mjólka kýrnar.
Það verða líklega mörg vandræðin, sem bíða Kristjáns
míns héma,“ andvarpaði hún.
Valborg sagðist geta reynt að mjólka.
Þær báru drifhvítar mjólkurföturnar út á hlaðið. Þar
stóðu feðgarnir. Arndís sagði þeim frá vandræðunum.
Ásdís væri eitthvað svo miður sín, að hún afsegði að
mjólka. Líklega væri hún eitthvað lasin. En hún byðist
til að gera það þessi kona. „Kannske hún hafi verið
send hingað af góðum guði mér til hjálpar.“
„Það má búast við því,“ sagði Kristján. „Þú mjólkar
þá kúna sem minna er í,“ bætti hann við.
„Ég, sem hef ekki mjólkað í mörg ár,“ sagði gamla
konan.
„Þá bara gruflarðu það upp hvernig þú hefur farið
að því. Hver mjólkaði með Geirlaugu eftir að Bogga
fór. Léztu hana mjólka allar kýmar eina?“ spurði hann.
„Já, hún gerði það nema einstaka sinnum, er Ásdís
fór út með henni.
„Ég get hugsað að ykkur bregði við að hafa hana
ekki til að ganga undir ykkur. Skárri er það nú eymd-
in,“ sagði hann og hugsaði til þess eins og svo oft áður,
að erfitt hefði verið fyrir jafn duglegan mann og faðir
hans var, að búa með annarri eins vandræðabeygju.
Hann greip fötuna af henni svo harkalega, að hún starði
á hann hissa.
„Það verður sama bölvað öngþveitið og í hitteð-
fyrra, þegar Geirlaug fór í rúmið,“ sagði hann. „Það
er ekki nema ein kona af tíu, sem hægt er að búa með.“
Hann settist undir aðra kúna og fór að mjólka hana
með því mjaltalagi, sem hann hafði lært á búnaðarskól-
anum. Kýrin var því óvön og var óánægð með þessa
tilbreytni. Hún nasaði og þefaði allt í kringum sig og
stiklaði annað slagið. Enginn gat fellt sig við nýja heim-
ilið. Svo þurfti að gefa kálfanganum. Þá vantaði dall-
inn hans og enginn vissi hvað hann átti að fá mikið.
456 Heima er bezt