Heima er bezt - 01.11.1960, Page 29

Heima er bezt - 01.11.1960, Page 29
Ekki varð hann ánægðastur, gaulaði hátt á eftir fötun- um, þegar þær voru bornar úr fjósinu. Hartmann karl- inn hamraði inni í búrinu, en bekkurinn var ekki kom- inn upp, svo mjólkin varð að bíða óskilin til morguns. Gamla konan var búin að elda hafragraut. Það borð- uðu allir í baðstofunni nema Ásdís. Hún sást hvergi. Valborg fékk heitan graut og nýmjólk, það var ekki mikið fyrir að mjólka, sagði Kristján. Svo bauð hún góða nótt og trítlaði upp að bænum upp undir fjallinu. Þar ætlaði hún að sofa, en daginn eftir ætlaði hún að flytja sig aftur að Bakka, en svo kallaði hún þennan nýja bæ Kristjáns Hartmannssonar og foreldra hans. Ásdís ráfaði út og suður niður við sjó, það var stutt að fara þangað. Henni var of þungt í skapi til að geta verið inni. Kristján hafði sært hana svo átakanlega þennan dag, að hún gat ekki hugsað sér að vera hjá hon- um lengur, sízt í þessum kofaskröttum. Hún hugsaði sér að sýna honum það, að hún gæti lifað annars staðar en hjá honum og fara bara með drenginn á morgun. Líklega yrði hann þá feginn að lækka ofurlítið seglin og biðja hana að verða kyrra. Hann gæti ekki lengur sagt að Geirlaug gæti gert innanbæjarverkin og sjálf- sagt yrði lítið úr kerlingarrolunni, að hugsa um allt sem þurfti að gera. Hún sat lengi niður við sjóinn, þangað til hún bjóst við að allir væru háttaðir, þá strunsaði hún heim. Kvöldmaturinn hafði verið látinn fram á búrborðið. Þar át hún hann standandi, því ekk- ert sæti var þar. Næsta morgun vaknaði hún við að Hartmann gamli var að hella á könnuna. Hann hafði lagt í „kabyssuna11 þó komið væri vor. Það veitti ekki af að þurrka bað- stofuhróið innan. Hún sá að það var niðaþoka alveg heim að gluggum. Flest var ógeðslegt við þetta býh hugsaði hún. Hana hafði verið að dreyma, að hún var úti í Hofsmóum við lambféð, þar var nóg sólskin. „Ertu búin að ná í pörin, kona,“ kallaði Hartmann til konu sinnar, sem var frammi. „Kristjáni fer sjálf- sagt að verða mál á að fá hressingu. Ég veit ekki hvenær hann hefur farið ofan, búinn að stinga út úr annarri krónni á ærhúsinu og bera til dyra. Gæti vel hugsað, að hann hefði ekki sofið mikið.“ „Ojá, aumingja maðurinn, aleinn,“ sagði gamla kon- an. „Það er ekki hægt að segja að það sé dugnaðar fólk, sem hann hefur á að skipa. Einhvern tíma hefð- irðu ekki látið hann vinna einan, en svona er að vera orðinn gamall.“ „Ég var nú svei mér orðinn þreyttur í gærkvöldi og þáði að hvíla mig og þá að fá kaffisopann áður en ég færi út. Ætli þá hefðir ekki komið því seint upp. Mér sýnist þú ekki mjög kvik í spori.“ „Ég er nú bara með strengi eftir ferðalagið, þó það væri ekki langt,“ sagði gamla konan. „Því segi ég það. Ég veit ekki hvernig Kristján minn kemst af með þetta fólk sem hann hefur. Vandræði að fá ekki Geirlaugu, þá hefði allt gengið eins og útfrá,“ sagði hann. Svo varð talsvert löng þögn. Gamli maðurinn drakk kaffið og tók í nefið. Líklega hafði gamla konan farið að kalla á Kristján, því nú heyrðist hann koma inn og bjóða góðan daginn. „Þú hefðir átt að tala til mín þegar þú fórst út. Það er leiðinlegt að láta þig vera að vinna,“ sagði faðir hans, „en ég var orðinn slæptur í gær og svaf fast, svo hitaði ég mér kaffi áður en ég tæki til starfa, það hressir okkur gömlu garmana.“ „Ég ætla nú svo sem að reyna að vera duglegri en í gær og mjólka aðra kúna ef hún kemur svo snemma þessi stúlka, sem ætlar að hjálpa okkur,“ sagði Arndís. „Mér finnst allt svo ömurlegt eftir að hafa legið í þess- um traföskjum í allan vetur. Þvílík mæða að hafa ekki Geirlaugu lengur.“ „Hún er nú á leiðinni héma ofan að þessi, sem kom hingað í gær. Kannske verður hún eitthvert þarfaþing,11 sagði Kristján. „Mér þætti fjarska vænt um að losna við að mjólka, ég er orðinn óvanur því.“ „Ég er að vona að hún hjálpi við bæjarverkin. Þau þurfa manninn með sér, þá sjaldan sé þess getið nærri. Svo hlakka ég til að fá nýjan fisk, þegar maður er kom- inn svona nálægt blessuðum sjónum. Það verður hægara en hlaupa út á Eyrina, þó það væri ekki Iangt,“ sagði Arndís. „Já, það er áreiðanlegt að ég reyni að ýta þegar ég heyri að þeir séu farnir að verða varir útfrá, fyrr þýð- ir það ekki,“ sagði Hartmann og bruddi kandísinn í ákafa. „Annars þykir mér sú duglega kona, Ásdís, vera heldur morgunsvæf á nýja heimilinu,“ bætti hann við. „Hún hefur náttúrlega verið orðin þreytt að reiða drenginn. Hann er orðinn svo stór og þungur,“ sagði kona hans. „Kannske dugnaðurinn sé ekki meiri en það,“ sagði Kristján kaldranalega. Þá kom Valborg inn og bauð góðan daginn. Hún bar sængurfötin sín í poka á bakinu. „Góðan daginn,“ sagði Kristján kumpánlega. „Það er gaman að sjá þig. Ég verð fegin ef þú getur mjólk- að aðra kúna og hjálpað mömmu við innanbæjar- störfin.“ „Þó það væri nú, að ég gæti það,“ sagði Valborg. Ég mjólkaði alltaf fyrir húsmóðurina, sem var hér áð- ur og fékk svo mjólk allt árið fyrir.“ „Það er náttúrlega sjálfsagt.“ „Svona talar hann til hennar núna,“ hugsaði Ásdís undir sænginni. „Það verður öðru vísi hljóðið í honum þegar hún verður búin að þræla hjá honum í eitt eða tvö ár.“ „Hafðu þig að borðinu, kona góð, og fáðu þér kaffi- sopa,“ sagði Hartmann, svo fór hann að segja henni frá því hvað Kristján væri búinn að afkasta þennan fyrsta morgun á nýja heimilinu. „Ójá, ég þykist sjá að þið séuð engir aukvisar til vinnu, feðgarnir,“ sagði Valborg yfir kaffibollanum. „Þú ert nú búin að sjá minnst af því,“ sagði gamli maðurinn og togaði rösklega upp um sig buxumar um leið og hann fór út á eftir syni sínum. Óneitanlega Heima er bezt 437

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.