Heima er bezt - 01.11.1960, Síða 30
hefði verið gott að hvíla sig svolítið lengur, en það var
nú kanske eins og vant var vinnuáhuginn hjá honum,
manninum þessum.
Konumar fóru í fjósið. Arndís lét kaffikönnuna
standa á eldavélinni. Asdís hlaut að vera lasin, fyrst
hún bærði ekki á sér. Það var bezt að lofa henni að
lúra. Sjálf ætlaði hún að mjólka aðra kúna, þó langt
væri síðan hún hafði borið það við.
Þegar Ásdís var orðin ein í baðstofunni settist hún
framán á og fór að klæða sig og fá sér kaffisopa. Þegar
drengurinn vaknaði klæddi hún hann í ferðafötin og
lét á hann skrítnu húfuna. Hún var staðráðin í því að
fara með hann heim að Giljum, hvernig sem viðtök-
urnar yrðu. Hún var að greiða sér þegar Anrdís kom
inn. Hún bauð drengnum góðan daginn og bætti því
við, að hann væri orðinn svona sallafínn aftur alveg
eins og hann ætlaði að fara að ríða út í annað sinn.
„Ég veit það náttúrlega ekki hvort hann fer ríðandi,
en við förum héðan alfarin í dag,“ sagði Ásdís. Hún
átti bágt með að koma upp orðunum fyrir klökkva.
„Ég gæti trúað að þú sæir eftir honum,“ bætti hún við.
„Já, það geri ég áreiðanlega,“ sagði Amdís án þess
að láta sér bregða hið minnsta við þessar mikilsverðu
fréttir. „En þetta var víst óþarfa fyrirhöfn að flytja
hingað bara til að sofa hér eina nótt. Þó ég viti ekki
fyrir víst hvar þín föðurhús em, býst ég við að það
hefði verið styttra að komast þangað beina leið frá
Hofi. En þú hefðir bara átt að vera farin fyrr, fyrst
hann getur ekki fellt sig við þig.“
Ásdís snökti hátt: „Ég var búin að hlakka svo lengi
til að koma hingað, Iosna við kuldann og ráðríkið í
kerlingarvarginum. En þá er allt hér svo andstyggi-
lega leiðinlegt og hann lítilsvirðir mig hvað eftir ann-
að. Ég þoli þetta ekki lengur.“
„Já, en þetta var náttúrlega kjánaskapur í þér að
sleppa þér svona þegar kýrnar komu,“ sagði gamla
konan í spaklegum umvöndunartón. „Honum hefur lík-
lega verið sárt innan brjósts yfir því að láta skepnurn-
ar frá sér. Við verðum að vera hógværar og umburð-
arlyndar þegar við búum við önnur eins mikilmenni
og þeir era feðgarnir.“
„En hvemig heldurðu að heimilið líti út ef ég fer.
Hvernig heldurðu að útiverkin gangi?“ sagði Ásdís.
„Hvað get ég sagt um það. Viðbrigðin innanhúss
verða svo mikil að ég má varla um það hugsa. En hún
verður hjá honum í sumar þessi stúlka, sem var hjá
honum í fyrrasumar. Kannske hann geti fengið hana
strax. Hvað þýðir að hugsa um það.“
„Þú vildir kannske finna Kristján og spyrja hann
hvort hann vilji lána syni sínum hest til að reiða hann
a.“ Hún er svei mér róleg sú gamla, hugsaði Ásdís
sárgröm þegar hún sá Arndísi rölta í hægðum sínum
suður að húsunum til feðganna. Hún bjóst við að það
næsta sem hún sæi yrði Kristján, sem kæmi skálmandi
heim til að biðja hana að vera ekki að þessari vitleysu
að rjúka burtu. Þó hann hefði verið nokkuð orðhvat-
ur í gærkvöld væri það gleymt. En það sást engin hreyf-
ing þar suður frá. Loks kom þó gamla konan trítlandi.
Ásdís var búin að bera inn reiðfötin sín og taka upp
yfirsjalið. Það lá ofan á sænginni hennar. Henni fannst
biðin löng. Nú stóð kerlingin við fiskasteininn og mas-
aði við Valborgu, sem var að berja harðfisk í morgun-
matinn. Ásdísi sárlangaði í fiskrifu. Þarna mjakaðist
hún loks tyggjandi inn í baðstofuna.
„Ég fór suður eftir og talaði við Kristján,“ sagði
hún rólega. „Hann sagði að hestarnir væra héma
skammt frá og þú skyldir taka rauða hestinn, sem þú
sazt á í gær, en fylgdarsvein sagðist hann ekki geta
lánað þér. Hann hefði ekki svo mörgum á að skipa. En
mér finnst þetta nú bara vera eins og hver önnur
flónska að fara út í þessa þreifandi þoku ein með barn
í kjöltunni.“
Ásdís starði á hana meðan hún var að tína orðin út
úr sér. Hún gleypti munnvatnið af gremju. Var það
þetta allt, sem hann hafði sagt hugsaði hún, en upp-
hátt sagði hún með merkissvip. „Ætlar hann sér að
vera svona fólkslaus í sumar eða hvað? Hafa föður
sinn einan. Hef ég nú aldrei heyrt annað eins.“
„Hann sagðist hafa vísa stúlku yfir sláttinn og
kannske getur hann fengið hana strax. Ég býst við að
það sé sú, sem var hjá honum í fyrra sumar eftir að
við komum. Það var viðkunnanleg stúlka,“ sagði gamla
konan.
„Ja hamingjan hjálpi manninum ef hann ætlar ekki
að hafa fleira fólk. Mér finnst ég nú varla geta yfir-
gefið hann í slíkum erfiðleikum,“ sagði Ásdís með
kjökurhljóði.
„Þú verður nú að gæta að því, að hún getur gengið
óhindrað að útivinnunni. Það tefur enginn krakki fyr-
ir henni.“
„Já, ég þekki verkin hennar og verkin mín. Þau era
ólík. Það er meiri heimskan í Kristjáni að sjá ekki
hvað hann missir frá heimilinu. En ég er hætt að
þekkja hann svo breyttur er hann frá því sem hann
var fyrstu vikurnar sem ég vann hjá honum.“
Hún tók yfirsjalið og lét það aftur ofan í koffortið.
„Ég treysti mér ekki með bamið. Það var svei mér
erfitt að reiða hann innan í sænginni í gær. Ekki þyrfti
nú annað en hesturinn hnyti eða eitthvað kæmi fyrir
svo hesturinn hrykki út úr götunum. Ég gæti tæplega
stýrt honum á hana aftur,“ sagði hún í hátíðlegum
predikunartón.
„Þú skalt fá lánaðan hnakkinn hans Hartmanns og
reiða hann bara innan í sjali, það verður mikið þægi-
legra fyrir þig, sængin er svo fyrirferðarmikil,“ sagði
Arndís. „Annars finnst mér þú ættir að tala við Hart-
mann. Hann er alltaf ráðhollur.“
„Já, það er hann. Hann og þið bæði hafið verið mér
góð, það má nú segja,“ sagði Ásdís með reiðfötin á
handleggnum. „Ég er nú bara á báðum áttum. Ég ætl-
aði mér ekki að fara frá Kristjáni, en þar sem hann er
eins og troðinn upp í hrútshorn við mig og lætur Rósu
féfletta sig svo að þetta er ekki orðið nokkurt bú hjá
því sem var. Þó tek ég það ekki eins nærri .mér
438 Heima er bezt