Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.11.1960, Blaðsíða 35
477. Láki er eiginlega enginn sund- garpur, en hann spjarar sig samt, svo að ég þarf ekkert að hjálpa honum. Þegar við eigum skammt eftir til lands, sjáum við að seglskútan stagvendir og stefnir áfram í áttina til lands. 478. Rétt í því að við erum að skreið- ast upp úr sjónum, sjáum við að skipið er komið á sömu leguna og áður og varpar þar akkerum. Við heyrum kett- ingarskröltið og skellinn, þegar akkerið fellur í sjóinn. 479. Uppi á ströndinni kemur Mikki á móti okkur og fagnar okkur með glað- væru gelti. Við flýtum okkur í fötin, þegar Láki hefur undið mestu bleytuna úr sínum fötum, sem ég hafði á bakinu á sundinu til lands. 480. Það er auðséð, að skipstjórinn ætlar sér ekki að sigla án þess að hafa Láka með sér. Það er því um að gera að komast undan eins fljótt og unnt er. Og síðan hlaupum við af stað eins og fætur toga. 481. Láka verður fyrst hugsað til móð- urbróður síns. Hann vill fullvissa sig um, hvort hann sé ekki lamaður eða líði illa eftir meðferð skipstjórans á honum og stefnir því þangað heim, og gamli maðurinn fagnar okkur innilega. 482. Hann segir að ekkert ami að sér. Hann sé heill á húfi. Hann hlustar með athygli á sögu okkar um flóttann frá seglskútunni og segir síðan: „Já, nú er þá um að gera að finna nægilega góðan felustað." 483. Allt í einu hlustar hann vandlega og segir svo: „Eg heyri fótatak! Það er einhver að komal“ Hann flýtir sér að draga niður fellitjöld glugganna. Því næst aflæsir hann útihurðinni rækilega. 484. Hann hefur vart lokið þessum var- úðarreglum, er kippt er í snerilinn. Þar er skipstjórinn kominn. Við heyrum ógn- andi rödd hans fyrir utan: „Opnið hurð- ina!“ hrópar hann og ber harkalega. 485. Án þess að svara tekur gamli mað- urinn stiga fram úr geymslunni og reisir hann upp að hlera í herbergisloftinu. Og umsvifalaust klifrum við upp stigann og smjúgum upp á háaloftið.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.