Heima er bezt - 01.05.1961, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.05.1961, Blaðsíða 4
SKÚLI HELGASON: Þarfur maéur sinni sveit Gísli Guðmundsson frá Björk í Grímsnesi Sú var tíðin á þessu landi, að sérhvert bvggðar- lag hafði á að skipa einum eða fleiri smiðum og hagleiksmönnum. Þetta voru menn, sem sumir bjuggu búum sínunt, en oftar rnunu þeir þó hafa stundað starf sitt nær einvörðungu og smíðuðu bæði á bæ og af og fóru stundum milli héraða til þess að vinna ákveðin verk. — Ymsar sögur eru til af þess- um mönnum. Þeir voru jafnan hjálparhellur sinnar heimasveitar, til þeirra lágu leiðir sérhvers búandi manns, því að það var margt, sem viðgerðar þurfti við á hverju bvggðu bóli. Oft voru þessir menn, sem kall- að er, „ólærðir“ í handverki sínu, en voru af náttúru- hneigð miklir hagleiksmenn. Tilsögn sú, sem þeir höfðu hlotið, var stundum næsta naum, en oftast höfðu þeir einhvern tíma unnið með sér færari mönnunt og feng-^ ið þannig nokkra tilsögn í handverki sínu. Og furðu má það gegna, hve þessir menn urðu oft miklir smiðir miðað við allar aðstæður á þeim tíma. Bera því vitni margir smíðisgripir, bæði af málmi og tré, er sýna handbragð snillingsins. Fjölhæfni þeirra var oft næsta mikil. Þeir hömruðu jöfnum höndum heitt járn á steðja og beittu af hagleik tólum sínum á tré. Þeir steyptu og renndu málma, bæði kopar og silfur og jafnvel gull og mótuðu oft hina fegurstu skartgripi. Þannig hafði þetta gengið öldum saman með þjóðinni, og allt frant yfir síðustu aldamót fóstraði hver landshluti eitthvað af slíkum völundum, sem verkleg menning er frá runn- in á hinn þjóðkennilega hátt. Grímsnes-hérað hafði fyrr á tímum og allt fram á íbúðarhúsið að Stcerri-Bœ 1958. Gisli Guðmundsson. þessa öld á að skipa ágætum smiðum og hagleiksmönn- um. Guðmundur Þórðarson var þeirra mestur á seinni hluta síðustu aldar. Eftir hann kom Halldór Bjarnason, hugvitssamur hagleiksmaður (d. 1915). Honum lengi samtíða var Sigurður Halldórsson á Syðri-Brú, mikil- virkur smiður bæði á tré og járn (d. 1924). Þá má nefna Gunnar Ingvarsson í Laugardalshólum, sem var dverghagur og merkismaður fyrir margra hluta sakir (d. 1934). Allir voru þessir fjórir smiðir „af gamla skólanum11, höfðu aldrei lært sitt handverk hjá meist- urum, en áttu það allir sameiginlegt að hafa notið ein- hverrar tilsagnar um skemmri skeið og tekið sér til fyrirmyndar það, sem þeir sáu bezt um verkkunnáttu. 148 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.